Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 24. febrúar 2016 22:30 Helena í leiknum í kvöld. Vísir/ernir Ísland vann frábæran sigur, 87-77, á Ungverjalandi í undankeppni EM 2017 í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppninni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var í Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Sóknarleikur Íslands var vandamál í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni en sú var ekki raunin í kvöld. Hann var frábær eins og tölurnar gefa til kynna; 87 stig skoruð, 51,6% skotnýting og 48% þriggja stiga nýting. Til samanburðar var skotnýtingin í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni aðeins 29,1%. Helena Sverrisdóttir átti magnaðan leik og var í sérflokki á vellinum. Helena, sem spilaði aðra rullu í kvöld en í síðustu leikjum, skoraði 29 stig, tók 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Einstök frammistaða hjá frábærum leikmanni. Helena gaf tóninn í upphafi leiks og skoraði 13 af fyrstu 16 stigum íslenska liðsins sem náði strax góðri forystu. Helena setti niður þrjá þrista á fyrstu fjórum mínútum leiksins og hún lagði grunninn að 18-4 forystu Íslands. Helena fór af velli þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af 1. leikhluta og það nýttu Ungverjar sér. Gestirnir luku leikhlutanum á 11-4 kafla og að honum loknum munaði sjö stigum á liðunum, 22-15. Helena byrjaði 2. leikhlutann og íslenska liðið fór aftur á flug. Varamenn Íslands skiluðu frábæru framlagi en alls komu 15 stig af bekknum í fyrri hálfleik. Sandra Lind Þrastardóttir skoraði átta þeirra en Keflvíkingurinn var dugleg að koma sér í góðar stöður undir körfunni þrátt fyrir að vera að glíma við hávaxnari leikmenn. Hinum megin á vellinum var varnarleikur íslenska liðsins mjög sterkur og Ungverjar fengu nánast engin frí skot. Ísland náði mest 16 stiga forystu, 37-21, þegar Gunnhildur Gunnarsdóttir setti niður þrist. En seinni hluti 2. leikhluta reyndist íslenska liðinu erfiður. Varnarleikurinn á köflum full ákafur að mati dómara leiksins og villurnar hrönnuðust upp. Ungverjar nýttu vítin sín vel en alls komu 11 af 35 stigum liðsins í fyrri hálfleik af vítalínunni. Staðan að honum loknum var 46-35, íslenska liðinu í vil. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af fítonskrafti og eftir tveggja og hálfs mínútna leik var staðan orðin 57-36, íslenska liðinu í vil. Helena var ekki jafn áberandi í stigaskorun í seinni hálfleik en átti samt frábæran leik; spilaði hörkuvörn, reif niður fráköst og gaf stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir tóku við keflinu í stigaskorun en þær gerðu samtals 17 stig í seinni hálfleik. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom einnig sterk inn en hún gerði fjögur stig í röð í 3. leikhluta og sex í heildina. Hún kom Íslandi í 67-46 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en gestirnir kláruðu hann af krafti og því munaði 12 stigum, 68-56, á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Ungverjar skoruðu fyrstu stig 4. leikhluta og minnkuðu muninn í 10 stig, 68-58. En þá var komið að Helenu sem sýndi leiðtogahæfileika sína í verki. Hún skoraði fimm stig í röð og jók muninn í 15 stig, 73-58. Og það bil náðu gestirnir ekki að brúa. Ungverjar náðu aldrei að minnka muninn í minna en 10 stig og íslenska liðið átti krók á móti hverju bragði gestanna. Stelpurnar spiluðu af skynsemi á lokakaflanum og lönduðu frábærum sigri, 87-77. Hann var jafnvel öruggari en tölurnar gefa til kynna því Ungverjar skoruðu sjö síðustu stig leiksins. Helena átti sem áður sagði frábæran leik og var hársbreidd frá því að ná þrennu. Gunnhildur skoraði 14 stig og Pálína tólf en þær spiluðu einnig frábæra vörn. Aðrar skiluðu sínu og gott betur. Niðurstaðan frábær sigur íslenska liðsins en hann verður lengi í minnum hafður.Ívar: Stórkostleg frammistaða hjá liðinu "Númer eitt, þetta er stærsti sigur íslenska kvennalandsliðsins," sagði Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hversu stór sigur Íslands á Ungverjalandi í kvöld væri í sögulegu samhengi. Íslenska liðið spilaði frábæran leik og landaði 10 stiga sigri, 87-77, sem var sá fyrsti í undankeppni EM 2017. Ívar sagði að betri sóknarleikur hafi verið lykilinn að sigri Íslands í kvöld. "Varnarleikurinn hefur alltaf verið góður hjá okkur og hann var stórkostlegur í kvöld. En í núna var sóknarleikurinn frábær," sagði Ívar í leikslok. "Við breyttum byrjunarliðinu, byrjuðum inn á með minna lið og ákváðum að setja Helenu í fjarkann (stöðu kraftframherja). Þær höfðu ekki lausnir við því. Hún dró sig út og fékk frí skot eins og við vorum búin að ákveða. Hún kom liðinu í gang og spilaði stórkostlega vörn á þeirra besta mann. "Heilt yfir var þetta stórkostleg frammistaða hjá liðinu." Ísland náði strax góðu forskoti og leiddi allan leikinn. Ungverjar áttu nokkur áhlaup en þau voru kraftlítil og gestirnir náðu aldrei að minnka muninn að neinu ráði. "Stærstan hluta af seinni hálfleik var munurinn 13-17 stig og alltaf þegar þær gerðu smá áhlaup gáfum við bara í. Við settum niður stór skot og fengum frábært framlag frá bekknum," sagði Ívar að lokum.Helena: Héldum alltaf áfram Helena Sverrisdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland lagði Ungverjaland að velli, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Helena var í sérflokki á vellinum og skoraði 29 stig, tók 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar. En var þetta hennar besti landsleikur á ferlinum? "Þetta var allavega besti sigurinn," sagði Helena og brosti. "Auðvitað er gaman að spila vel í svona leikjum og svona sigrum," bætti landsliðsfyrirliðinn við. Helena gaf tóninn strax í upphafi leiks og skoraði 13 af fyrstu 16 stigum íslenska liðsins sem leiddi allan leikinn. "Við höfum oft byrjað mjög vel en misst þetta niður. En núna héldum við áfram og skotin héldu áfram að detta. Það var mikill karakter og sjálfstraust í liðinu allan leikinn," sagði Helena sem var ánægð með varnarleik Íslands í kvöld. "Við vissum að við þyrftum að loka á (Tijönu) Krivacevic inni í teignum. Hún var alltaf að fara að skora sín 20 stig en við gerðum henni erfitt fyrir." Helena spilaði aðra rullu í kvöld en í síðustu landsleikjum þar sem hún hefur spilað sem leikstjórnandi og þurft að bera boltann upp völlinn. Í kvöld lék hún í stöðu kraftframherja og líkaði það vel. "Þetta var fínt. Það tekur á að drippla boltanum upp völlinn undir pressu þannig að það var fínt að geta skipt aðeins í fjarkann og fengið að pústa," sagði Helena að lokum.Pálína: Þær báru ekki virðingu fyrir okkur Pálína Gunnlaugsdóttir brosti út að eyrum eftir 10 stiga sigur Íslands á Ungverjalandi, 87-77, í kvöld. "Þessi tilfinning er ólýsanleg og okkur líður örugglega öllum eins," sagði Palína í leikslok en hún skoraði 12 stig í kvöld og spilaði að vanda frábæra vörn. "Við leiddum allan leikinn. Helena (Sverrisdóttir) var frábær fyrstu mínúturnar og gaf tóninn í sókninni. Mér fannst við spila virkilega flotta liðsvörn," sagði Pálína en ungverska liðið var aðeins með 40% skotnýtingu í leiknum. "Við vissum að þær kæmu með áhlaup en vorum búnar að ákveða að halda haus og það tókst." Pálína kvaðst ánægð með dómgæsluna í kvöld og sagði jafnframt að ungverska liðið hafi vanmetið það íslenska. "Þetta er best dæmdi leikurinn í undankeppninni. Mér fannst ekki á okkur hallað í dómgæslunni og Helena fékk margar villur sem hún hefur ekki fengið í síðustu leikjum. Það setur oft strik í reikninginn þegar maður fær ekki neitt frá dómurunum," sagði Pálína. "Mér fannst leikurinn vel dæmdur og ég held að þær hafi vanmetið okkur. Þær báru ekki virðingu fyrir okkur og það kom þeim í koll."Bein lýsing: Ísland - UngverjalandTweets by @Visirkarfa1 Helena á vítalínunni.vísir/ernirvísir/ernirÍslensku stelpurnar fögnuðu vel og innilega í leikslok.vísir/ernirÍvar ræðir við stelpurnar í kvöld.vísir/ernir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur, 87-77, á Ungverjalandi í undankeppni EM 2017 í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppninni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var í Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Sóknarleikur Íslands var vandamál í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni en sú var ekki raunin í kvöld. Hann var frábær eins og tölurnar gefa til kynna; 87 stig skoruð, 51,6% skotnýting og 48% þriggja stiga nýting. Til samanburðar var skotnýtingin í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni aðeins 29,1%. Helena Sverrisdóttir átti magnaðan leik og var í sérflokki á vellinum. Helena, sem spilaði aðra rullu í kvöld en í síðustu leikjum, skoraði 29 stig, tók 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Einstök frammistaða hjá frábærum leikmanni. Helena gaf tóninn í upphafi leiks og skoraði 13 af fyrstu 16 stigum íslenska liðsins sem náði strax góðri forystu. Helena setti niður þrjá þrista á fyrstu fjórum mínútum leiksins og hún lagði grunninn að 18-4 forystu Íslands. Helena fór af velli þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af 1. leikhluta og það nýttu Ungverjar sér. Gestirnir luku leikhlutanum á 11-4 kafla og að honum loknum munaði sjö stigum á liðunum, 22-15. Helena byrjaði 2. leikhlutann og íslenska liðið fór aftur á flug. Varamenn Íslands skiluðu frábæru framlagi en alls komu 15 stig af bekknum í fyrri hálfleik. Sandra Lind Þrastardóttir skoraði átta þeirra en Keflvíkingurinn var dugleg að koma sér í góðar stöður undir körfunni þrátt fyrir að vera að glíma við hávaxnari leikmenn. Hinum megin á vellinum var varnarleikur íslenska liðsins mjög sterkur og Ungverjar fengu nánast engin frí skot. Ísland náði mest 16 stiga forystu, 37-21, þegar Gunnhildur Gunnarsdóttir setti niður þrist. En seinni hluti 2. leikhluta reyndist íslenska liðinu erfiður. Varnarleikurinn á köflum full ákafur að mati dómara leiksins og villurnar hrönnuðust upp. Ungverjar nýttu vítin sín vel en alls komu 11 af 35 stigum liðsins í fyrri hálfleik af vítalínunni. Staðan að honum loknum var 46-35, íslenska liðinu í vil. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af fítonskrafti og eftir tveggja og hálfs mínútna leik var staðan orðin 57-36, íslenska liðinu í vil. Helena var ekki jafn áberandi í stigaskorun í seinni hálfleik en átti samt frábæran leik; spilaði hörkuvörn, reif niður fráköst og gaf stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir tóku við keflinu í stigaskorun en þær gerðu samtals 17 stig í seinni hálfleik. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom einnig sterk inn en hún gerði fjögur stig í röð í 3. leikhluta og sex í heildina. Hún kom Íslandi í 67-46 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en gestirnir kláruðu hann af krafti og því munaði 12 stigum, 68-56, á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Ungverjar skoruðu fyrstu stig 4. leikhluta og minnkuðu muninn í 10 stig, 68-58. En þá var komið að Helenu sem sýndi leiðtogahæfileika sína í verki. Hún skoraði fimm stig í röð og jók muninn í 15 stig, 73-58. Og það bil náðu gestirnir ekki að brúa. Ungverjar náðu aldrei að minnka muninn í minna en 10 stig og íslenska liðið átti krók á móti hverju bragði gestanna. Stelpurnar spiluðu af skynsemi á lokakaflanum og lönduðu frábærum sigri, 87-77. Hann var jafnvel öruggari en tölurnar gefa til kynna því Ungverjar skoruðu sjö síðustu stig leiksins. Helena átti sem áður sagði frábæran leik og var hársbreidd frá því að ná þrennu. Gunnhildur skoraði 14 stig og Pálína tólf en þær spiluðu einnig frábæra vörn. Aðrar skiluðu sínu og gott betur. Niðurstaðan frábær sigur íslenska liðsins en hann verður lengi í minnum hafður.Ívar: Stórkostleg frammistaða hjá liðinu "Númer eitt, þetta er stærsti sigur íslenska kvennalandsliðsins," sagði Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hversu stór sigur Íslands á Ungverjalandi í kvöld væri í sögulegu samhengi. Íslenska liðið spilaði frábæran leik og landaði 10 stiga sigri, 87-77, sem var sá fyrsti í undankeppni EM 2017. Ívar sagði að betri sóknarleikur hafi verið lykilinn að sigri Íslands í kvöld. "Varnarleikurinn hefur alltaf verið góður hjá okkur og hann var stórkostlegur í kvöld. En í núna var sóknarleikurinn frábær," sagði Ívar í leikslok. "Við breyttum byrjunarliðinu, byrjuðum inn á með minna lið og ákváðum að setja Helenu í fjarkann (stöðu kraftframherja). Þær höfðu ekki lausnir við því. Hún dró sig út og fékk frí skot eins og við vorum búin að ákveða. Hún kom liðinu í gang og spilaði stórkostlega vörn á þeirra besta mann. "Heilt yfir var þetta stórkostleg frammistaða hjá liðinu." Ísland náði strax góðu forskoti og leiddi allan leikinn. Ungverjar áttu nokkur áhlaup en þau voru kraftlítil og gestirnir náðu aldrei að minnka muninn að neinu ráði. "Stærstan hluta af seinni hálfleik var munurinn 13-17 stig og alltaf þegar þær gerðu smá áhlaup gáfum við bara í. Við settum niður stór skot og fengum frábært framlag frá bekknum," sagði Ívar að lokum.Helena: Héldum alltaf áfram Helena Sverrisdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland lagði Ungverjaland að velli, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Helena var í sérflokki á vellinum og skoraði 29 stig, tók 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar. En var þetta hennar besti landsleikur á ferlinum? "Þetta var allavega besti sigurinn," sagði Helena og brosti. "Auðvitað er gaman að spila vel í svona leikjum og svona sigrum," bætti landsliðsfyrirliðinn við. Helena gaf tóninn strax í upphafi leiks og skoraði 13 af fyrstu 16 stigum íslenska liðsins sem leiddi allan leikinn. "Við höfum oft byrjað mjög vel en misst þetta niður. En núna héldum við áfram og skotin héldu áfram að detta. Það var mikill karakter og sjálfstraust í liðinu allan leikinn," sagði Helena sem var ánægð með varnarleik Íslands í kvöld. "Við vissum að við þyrftum að loka á (Tijönu) Krivacevic inni í teignum. Hún var alltaf að fara að skora sín 20 stig en við gerðum henni erfitt fyrir." Helena spilaði aðra rullu í kvöld en í síðustu landsleikjum þar sem hún hefur spilað sem leikstjórnandi og þurft að bera boltann upp völlinn. Í kvöld lék hún í stöðu kraftframherja og líkaði það vel. "Þetta var fínt. Það tekur á að drippla boltanum upp völlinn undir pressu þannig að það var fínt að geta skipt aðeins í fjarkann og fengið að pústa," sagði Helena að lokum.Pálína: Þær báru ekki virðingu fyrir okkur Pálína Gunnlaugsdóttir brosti út að eyrum eftir 10 stiga sigur Íslands á Ungverjalandi, 87-77, í kvöld. "Þessi tilfinning er ólýsanleg og okkur líður örugglega öllum eins," sagði Palína í leikslok en hún skoraði 12 stig í kvöld og spilaði að vanda frábæra vörn. "Við leiddum allan leikinn. Helena (Sverrisdóttir) var frábær fyrstu mínúturnar og gaf tóninn í sókninni. Mér fannst við spila virkilega flotta liðsvörn," sagði Pálína en ungverska liðið var aðeins með 40% skotnýtingu í leiknum. "Við vissum að þær kæmu með áhlaup en vorum búnar að ákveða að halda haus og það tókst." Pálína kvaðst ánægð með dómgæsluna í kvöld og sagði jafnframt að ungverska liðið hafi vanmetið það íslenska. "Þetta er best dæmdi leikurinn í undankeppninni. Mér fannst ekki á okkur hallað í dómgæslunni og Helena fékk margar villur sem hún hefur ekki fengið í síðustu leikjum. Það setur oft strik í reikninginn þegar maður fær ekki neitt frá dómurunum," sagði Pálína. "Mér fannst leikurinn vel dæmdur og ég held að þær hafi vanmetið okkur. Þær báru ekki virðingu fyrir okkur og það kom þeim í koll."Bein lýsing: Ísland - UngverjalandTweets by @Visirkarfa1 Helena á vítalínunni.vísir/ernirvísir/ernirÍslensku stelpurnar fögnuðu vel og innilega í leikslok.vísir/ernirÍvar ræðir við stelpurnar í kvöld.vísir/ernir
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira