Dempsey tryggði Bandaríkin áfram og sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2016 11:51 Bandaríkin tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, og sigur í A-riðli með 1-0 sigri á Paragvæ á Lincoln Financial Field í Philadelphia. Clint Dempsey skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Gyasi Zardes. Staðan var 1-0 í hálfleik en strax á þriðju mínútu í seinni hálfleik fékk DeAndre Yedlin sitt annað gula spjald á örskömmum tíma og þar með rautt og Bandaríkjamenn því einum færri. Það kom þó ekki að sök. Bandaríkjamenn spiluðu sterkan varnarleik með John Brooks sem besta mann og Paragvæar ógnuðu sjaldan. Brad Guzan varði í tvígang frá Jorge Benítez og Miguel Almiron þegar átta mínútur voru til leiksloka en annars átti hann nokkuð náðugan dag í marki bandaríska liðsins. Sigurinn tryggði Bandaríkjamönnum ekki einungis sæti í 8-liða úrslitum heldur einnig sigur í riðlinum þar sem Kólumbía tapaði 3-2 fyrir Kosta Ríku í Houston. Kólumbíumenn voru öruggir áfram fyrir leikinn og hvíldu nær alla lykilmenn sína í nótt. Og það gæti reynst þeim dýrkeypt því þeirra bíður nú væntanlega leikur gegn Brasilíu í 8-liða úrslitum. Johan Venegas kom Kosta Ríku yfir strax á 2. mínútu með frábæru skoti eftir skyndisókn en Frank Fabra jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Fabra var aftur á ferðinni á 34. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark og kom Kosta Ríku yfir. Celso Borges kom Kosta Ríku-mönnum svo í 3-1 þegar hann rak smiðshöggið á laglega sókn á 58. mínútu. Marlos Moreno Duran minnkaði muninn í 3-2 á 73. mínútu en nær komust Kólumbíumenn ekki. Lokatölur 3-2, Kosta Ríku í vil. Fótbolti Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Sjá meira
Bandaríkin tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Copa América, Suður-Ameríkukeppninnar, og sigur í A-riðli með 1-0 sigri á Paragvæ á Lincoln Financial Field í Philadelphia. Clint Dempsey skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Gyasi Zardes. Staðan var 1-0 í hálfleik en strax á þriðju mínútu í seinni hálfleik fékk DeAndre Yedlin sitt annað gula spjald á örskömmum tíma og þar með rautt og Bandaríkjamenn því einum færri. Það kom þó ekki að sök. Bandaríkjamenn spiluðu sterkan varnarleik með John Brooks sem besta mann og Paragvæar ógnuðu sjaldan. Brad Guzan varði í tvígang frá Jorge Benítez og Miguel Almiron þegar átta mínútur voru til leiksloka en annars átti hann nokkuð náðugan dag í marki bandaríska liðsins. Sigurinn tryggði Bandaríkjamönnum ekki einungis sæti í 8-liða úrslitum heldur einnig sigur í riðlinum þar sem Kólumbía tapaði 3-2 fyrir Kosta Ríku í Houston. Kólumbíumenn voru öruggir áfram fyrir leikinn og hvíldu nær alla lykilmenn sína í nótt. Og það gæti reynst þeim dýrkeypt því þeirra bíður nú væntanlega leikur gegn Brasilíu í 8-liða úrslitum. Johan Venegas kom Kosta Ríku yfir strax á 2. mínútu með frábæru skoti eftir skyndisókn en Frank Fabra jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Fabra var aftur á ferðinni á 34. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark og kom Kosta Ríku yfir. Celso Borges kom Kosta Ríku-mönnum svo í 3-1 þegar hann rak smiðshöggið á laglega sókn á 58. mínútu. Marlos Moreno Duran minnkaði muninn í 3-2 á 73. mínútu en nær komust Kólumbíumenn ekki. Lokatölur 3-2, Kosta Ríku í vil.
Fótbolti Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn