Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Við erum báðar komnar áfram og það er alveg frábært. Vonandi getum við gert ennþá betur í kvöld," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði níunda besta tímanum í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir hafði heppnina með sér þegar hún var sú sextánda og síðasta inn í undanúrslitasundið í 100 metra baksundi. Engin íslensk sundkona hefur áður komist í undanúrslit á Ólympíuleikum en minnstu munaði fyrir fjórum árum þegar Sarah Blake Bateman fór í umspila um síðasta lausa sætið en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Það er athyglisvert að þær skuli báðar skrifa söguna í grein sem er ekki þeirra besta grein því bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk hafa hingað til verið sterkari í 200 metra baksundinu. Undanúrslitasund Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Hrafnhildar Lúthersdóttur fara bæði fram seint í kvöld í Ríó eða eftir miðnætti af íslenskum tíma. Hvað ætlar Hrafnhildur að gera fram að undanúrslitasundinu? „Ég ætla að byrja á því að synda mig niður, hvíla mig, borða vel og leggja mig síðan. Stefnan er síðan tekin að á það að koma aftur í kvöld og synda hraðar," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Við erum báðar komnar áfram og það er alveg frábært. Vonandi getum við gert ennþá betur í kvöld," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir sem náði níunda besta tímanum í 100 metra bringusundi. Eygló Ósk Gústafsdóttir hafði heppnina með sér þegar hún var sú sextánda og síðasta inn í undanúrslitasundið í 100 metra baksundi. Engin íslensk sundkona hefur áður komist í undanúrslit á Ólympíuleikum en minnstu munaði fyrir fjórum árum þegar Sarah Blake Bateman fór í umspila um síðasta lausa sætið en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Það er athyglisvert að þær skuli báðar skrifa söguna í grein sem er ekki þeirra besta grein því bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk hafa hingað til verið sterkari í 200 metra baksundinu. Undanúrslitasund Eyglóar Óskar Gústafsdóttur og Hrafnhildar Lúthersdóttur fara bæði fram seint í kvöld í Ríó eða eftir miðnætti af íslenskum tíma. Hvað ætlar Hrafnhildur að gera fram að undanúrslitasundinu? „Ég ætla að byrja á því að synda mig niður, hvíla mig, borða vel og leggja mig síðan. Stefnan er síðan tekin að á það að koma aftur í kvöld og synda hraðar," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Eygló Ósk í undanúrslit: Hinar vita þá ekkert af mér ef ég fer hraðar í kvöld Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í undanúrslit í 100 metra baksundi en þrátt fyrir að vera fimmta í sínum riðli þá komst hún áfam. Eygló Ósk var með sextánda besta tímann í undanrásunum og sextán komust í undanúrslit. 7. ágúst 2016 16:40
Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38
Eygló Ósk komin áfram í undanúrslit Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir aftur í nótt eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 16:30
Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00
Eygló Ósk um rifna sundbolinn: Ég var bara í stresskasti þarna inn í klefanum Eygló Ósk Gústafsdóttir lét ekki rifinn sundbol koma í veg fyrir það að hún næði að synda sig inn í undanúslitin í 100 metra baksundi. 7. ágúst 2016 16:47