Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Valur 2-2 | Árbæingar náðu í eitt stig í fjörugum síðari hálfleik Árni Jóhannsson á Flórídana-vellinum skrifar 7. ágúst 2016 22:00 Albert Brynjar Ingason skoraði fyrra mark Fylkis. vísir/hanna Fylkir og Valur skildu jöfn, 2-2 jafntefli, fyrr í kvöld í leik sem varð bráðfjörugur í síðari hálfleik.Hanna K.Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Flórídana-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn komust tvisvar yfir en Fylkismenn létu ekki deigan síga og jöfnuðu tvisvar. Albert Ingason og Garðar Jóhannsson gerðu mörk Fylkis en Kristinn Ingi Halldórsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu fyrir Val.Afhverju endaði leikurinn jafn? Fylkismenn sýndu mikinn karakter í dag og sýndu það að þó staðan sé erfið fyrir þá eins og hún er núna þá er hún ekki farin að hafa áhrif á sálartetrið í þeim. Heimamenn lentu tvisvar sinnum undir í leiknum og hefðu getað fengið öll stigin en mark var dæmt af Fylki vegna rangstöðu þegar staðan var 1-2 Val í vil. Valsmenn naga sig líklega í handabökin enda voru þeir eilítið betri aðilinn í þessum leik og sköpuðu sér betri færi en brást bogalistin í vítateig Fylkis. Varnarleikur þeirra var fínn í fyrri hálfleik en í síðari slappaðist hann örlítið og úr varð að þeir náðu ekki að verja forskotið sitt sem þeir komust tvisvar í.Hvað gekk vel? Upphlaup Valsmann upp vinstri kantinn gengu vel í dag en flest færi þeirra og eitt mark komu eftir slík. Eins og áður segir þá var varnarleikur þeirra góður í fyrri hálfleik enda héldu þeir hreinu í honum. Þeir virtust ætla að sýna þolinmæði allan leikinn en Fylkismenn féllu mjög neðarlega á völlinn í fyrri hálfleik. Hjá Fylkismönnum gekk vel að nýta fá færi sem þeir fengu en af fimm skotum sem rötuðu á rammann fóru tvö inn. Þar að auki skoruðu þeir mark sem dæmt var af vegna rangstöðu en það var víst mjög tæpt og hlýtur að skipta máli þegar upp er staðið.Hvað gekk illa?Valsmenn voru ekki nógu þéttir fyrir í síðari hálfleik eins og þeir voru í þeim fyrri. Það komst lítið í gegnum vörn þeirra fyrstu 45 mínúturnar en seinni 45 komust Fylkismenn í betri færi en vörn gestanna virtist ansi lek. Fylkismönnum gekk illa að verjast upphlaupum Valsmanna á vinstri kanti gestanna og lentu ítrekað í vandræðum með það. Valsmenn hinsvegar áttu ekki góðan sendingadag þar sem seinasta sendingin varð oft til þess að ekki skapaðist færi. Sama er að segja um Fylkismenn sem töpuðu allt of mörgum sendingum á sóknarþriðjungi sínum.Bestur á vellinum í dag?Maður leiksins í dag var Kristinn Freyr Sigurðsson en hann kom mjög mikið við sögu og skoraði annað mark Valsmanna. Kristinn kom við sögu í flestum sóknum gestanna og þegar hann var með boltann gerðust hlutirnir. Hann var einnig mjög klókur þegar hann kom sér í teiginn og var viðbúinn sendingu Bjarna Eiríkss. þegar Valsmenn komust yfir í seinni hálfleik.Hvað gerist næst?Fylkismenn þurfa að halda áfram að safna stigum en næsti leikur þeirra er á móti ÍBV í Eyjum eftir 11 daga. Það er erfitt að sækja stigin í Eyjar en ef Fylkismenn ná að halda hausnum í lagi er allt mögulegt. Deildin styttist hinsvegar í annan endann og því þurfa þeir að fara að fá hámarksstig úr leikjum sínum. Valsmenn fara í bikarúrslitaleikinn um næstu helgi vitandi það að þeir sigla lygnan sjó um miðja deild. Þeir hafa rokkað eins og jójó í allt sumar og virðast ekki ná festu til að að gera atlögu að toppnum. Næsti leikur þeirra er við Viking R. á heimavelli en þeir hafa náð í flest stig sín á Hlíðarenda og því er engin ástæða til svartsýni með næsta leik.vísir/hannaHermann: Vonandi var þetta rangstaða Þjálfari Fylkis sagðist geta verið sáttur með eitt stig í dag þegar hann var spurður út í leik sinna manna við Fylki í kvöld. „Þetta var sanngjarnt. Það var reyndar kjaftshögg að fara inn í búningsklefa 1-0 undir en við hefðum átt að vera grimmari í teignum fannst mér, við fengum fjölmörg færi og hefðum átt að vera grimmari. Við sýndum svo flottan karakter að koma tvisvar til baka.“ Eins og fram hefur komið stóð það tæpt að Fylkismenn næðu marki sem hefði líklegast tryggt sigurinn en Garðar Jóhannsson var dæmdur rangstæður þegar hann skoraði í seinni hálfleik en Hermann hafði þetta um málið að segja: „Ég ætla að vona þetta hafi verið rangstæða. Það er þá ekki í fyrsta skipti sem þeir geta ekki haft þetta rétt en þá veit ég ekki hvað. Við þurfum á öllu að halda í dag og ég veit ekki hvort við getum kallað það óheppni en við höfum verið að fá á okkur svona skelli en eigum helling inni. Stig í dag, við þurfum stig í öllum leikjum en stigið í dag telur eitthvað á endanum en við þurfum þrjú.“ „Ef við hefðum nýtt okkar færi í fyrri hálfleik þá er ég öruggur um að við hefðum unnið. Það er svipað í síðustu tveimur leikjum þar sem við höfum verið að komast í færin þannig að okkur líður vel út á vellinum. Það er þvílík stemmning í klefanum og trú þannig að við vitum alveg að það er nóg eftir af þessu móti og við komum í hvern leik til að hirða öll stigin.“Ólafur: Eitt stig betra en ekki neitt Hann var sjáanlega súr þjálfari Valsmanna með niðurstöðu leiksins í Árbænum í kvöld. „Nei þetta var fúlt og vildi ég fá þrjú stig í dag enda vorum við ansi oft í góðri stöðu til að klára þennan leik í kvöld. Því miður gekk það ekki eftir. Við hefðum átt að skora meira enda fengum við fullt af færum til þess ásamt því að verja markið betur.“ Ólafur var spurður hvort bikarúrslitaleikurinn um næstu helgi væri eitthvað að trufla leikmenn hans en hann sagði svo ekki vera. „Nei ég held það ekki. Við erum á fullu í þessari deild og ég held að leikurinn um helgina skipti ekki máli upp á það. Stig er alltaf stig og við erum því með einu stigi fleira en við vorum með fyrir leik og það er betri en ekki neitt.“ „Ég var ekki að hvíla neinn, ég var með mitt sterkasta lið í dag. Haukur Páll er meiddur og Orri er veikur þannig að við spiluðum okkar sterkasta liði í dag.“vísir/hannaStrákarnir hans Óla Jóh mæta Eyjamönnum í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.vísir/antonHermann fylgist einbeittur með á hliðarlínunni í kvöld.vísir/anton Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Fylkir og Valur skildu jöfn, 2-2 jafntefli, fyrr í kvöld í leik sem varð bráðfjörugur í síðari hálfleik.Hanna K.Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Flórídana-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn komust tvisvar yfir en Fylkismenn létu ekki deigan síga og jöfnuðu tvisvar. Albert Ingason og Garðar Jóhannsson gerðu mörk Fylkis en Kristinn Ingi Halldórsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu fyrir Val.Afhverju endaði leikurinn jafn? Fylkismenn sýndu mikinn karakter í dag og sýndu það að þó staðan sé erfið fyrir þá eins og hún er núna þá er hún ekki farin að hafa áhrif á sálartetrið í þeim. Heimamenn lentu tvisvar sinnum undir í leiknum og hefðu getað fengið öll stigin en mark var dæmt af Fylki vegna rangstöðu þegar staðan var 1-2 Val í vil. Valsmenn naga sig líklega í handabökin enda voru þeir eilítið betri aðilinn í þessum leik og sköpuðu sér betri færi en brást bogalistin í vítateig Fylkis. Varnarleikur þeirra var fínn í fyrri hálfleik en í síðari slappaðist hann örlítið og úr varð að þeir náðu ekki að verja forskotið sitt sem þeir komust tvisvar í.Hvað gekk vel? Upphlaup Valsmann upp vinstri kantinn gengu vel í dag en flest færi þeirra og eitt mark komu eftir slík. Eins og áður segir þá var varnarleikur þeirra góður í fyrri hálfleik enda héldu þeir hreinu í honum. Þeir virtust ætla að sýna þolinmæði allan leikinn en Fylkismenn féllu mjög neðarlega á völlinn í fyrri hálfleik. Hjá Fylkismönnum gekk vel að nýta fá færi sem þeir fengu en af fimm skotum sem rötuðu á rammann fóru tvö inn. Þar að auki skoruðu þeir mark sem dæmt var af vegna rangstöðu en það var víst mjög tæpt og hlýtur að skipta máli þegar upp er staðið.Hvað gekk illa?Valsmenn voru ekki nógu þéttir fyrir í síðari hálfleik eins og þeir voru í þeim fyrri. Það komst lítið í gegnum vörn þeirra fyrstu 45 mínúturnar en seinni 45 komust Fylkismenn í betri færi en vörn gestanna virtist ansi lek. Fylkismönnum gekk illa að verjast upphlaupum Valsmanna á vinstri kanti gestanna og lentu ítrekað í vandræðum með það. Valsmenn hinsvegar áttu ekki góðan sendingadag þar sem seinasta sendingin varð oft til þess að ekki skapaðist færi. Sama er að segja um Fylkismenn sem töpuðu allt of mörgum sendingum á sóknarþriðjungi sínum.Bestur á vellinum í dag?Maður leiksins í dag var Kristinn Freyr Sigurðsson en hann kom mjög mikið við sögu og skoraði annað mark Valsmanna. Kristinn kom við sögu í flestum sóknum gestanna og þegar hann var með boltann gerðust hlutirnir. Hann var einnig mjög klókur þegar hann kom sér í teiginn og var viðbúinn sendingu Bjarna Eiríkss. þegar Valsmenn komust yfir í seinni hálfleik.Hvað gerist næst?Fylkismenn þurfa að halda áfram að safna stigum en næsti leikur þeirra er á móti ÍBV í Eyjum eftir 11 daga. Það er erfitt að sækja stigin í Eyjar en ef Fylkismenn ná að halda hausnum í lagi er allt mögulegt. Deildin styttist hinsvegar í annan endann og því þurfa þeir að fara að fá hámarksstig úr leikjum sínum. Valsmenn fara í bikarúrslitaleikinn um næstu helgi vitandi það að þeir sigla lygnan sjó um miðja deild. Þeir hafa rokkað eins og jójó í allt sumar og virðast ekki ná festu til að að gera atlögu að toppnum. Næsti leikur þeirra er við Viking R. á heimavelli en þeir hafa náð í flest stig sín á Hlíðarenda og því er engin ástæða til svartsýni með næsta leik.vísir/hannaHermann: Vonandi var þetta rangstaða Þjálfari Fylkis sagðist geta verið sáttur með eitt stig í dag þegar hann var spurður út í leik sinna manna við Fylki í kvöld. „Þetta var sanngjarnt. Það var reyndar kjaftshögg að fara inn í búningsklefa 1-0 undir en við hefðum átt að vera grimmari í teignum fannst mér, við fengum fjölmörg færi og hefðum átt að vera grimmari. Við sýndum svo flottan karakter að koma tvisvar til baka.“ Eins og fram hefur komið stóð það tæpt að Fylkismenn næðu marki sem hefði líklegast tryggt sigurinn en Garðar Jóhannsson var dæmdur rangstæður þegar hann skoraði í seinni hálfleik en Hermann hafði þetta um málið að segja: „Ég ætla að vona þetta hafi verið rangstæða. Það er þá ekki í fyrsta skipti sem þeir geta ekki haft þetta rétt en þá veit ég ekki hvað. Við þurfum á öllu að halda í dag og ég veit ekki hvort við getum kallað það óheppni en við höfum verið að fá á okkur svona skelli en eigum helling inni. Stig í dag, við þurfum stig í öllum leikjum en stigið í dag telur eitthvað á endanum en við þurfum þrjú.“ „Ef við hefðum nýtt okkar færi í fyrri hálfleik þá er ég öruggur um að við hefðum unnið. Það er svipað í síðustu tveimur leikjum þar sem við höfum verið að komast í færin þannig að okkur líður vel út á vellinum. Það er þvílík stemmning í klefanum og trú þannig að við vitum alveg að það er nóg eftir af þessu móti og við komum í hvern leik til að hirða öll stigin.“Ólafur: Eitt stig betra en ekki neitt Hann var sjáanlega súr þjálfari Valsmanna með niðurstöðu leiksins í Árbænum í kvöld. „Nei þetta var fúlt og vildi ég fá þrjú stig í dag enda vorum við ansi oft í góðri stöðu til að klára þennan leik í kvöld. Því miður gekk það ekki eftir. Við hefðum átt að skora meira enda fengum við fullt af færum til þess ásamt því að verja markið betur.“ Ólafur var spurður hvort bikarúrslitaleikurinn um næstu helgi væri eitthvað að trufla leikmenn hans en hann sagði svo ekki vera. „Nei ég held það ekki. Við erum á fullu í þessari deild og ég held að leikurinn um helgina skipti ekki máli upp á það. Stig er alltaf stig og við erum því með einu stigi fleira en við vorum með fyrir leik og það er betri en ekki neitt.“ „Ég var ekki að hvíla neinn, ég var með mitt sterkasta lið í dag. Haukur Páll er meiddur og Orri er veikur þannig að við spiluðum okkar sterkasta liði í dag.“vísir/hannaStrákarnir hans Óla Jóh mæta Eyjamönnum í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn.vísir/antonHermann fylgist einbeittur með á hliðarlínunni í kvöld.vísir/anton
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira