Hope Solo sett í sex mánaða bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2016 09:26 Hope Solo hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár. vísir/getty Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríska liðið tapaði umræddum leik í vítaspyrnukeppni og eftir hann gagnrýndi Solo leikstíl sænska liðsins og sagði að það væri samansafn af skræfum. Ummæli Solo féllu í grýttan jarðveg en meðal þeirra sem gagnrýndu þau voru Megan Rapinoe, samherji hennar í bandaríska liðinu, og Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins. „Ummæli Hope Solo eftir leikinn gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2016 voru óásættanleg og ekki takt við það sem við krefjumst af okkar landsliðsfólki,“ sagði Gulati í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að bannið sem Solo fékk tengist einnig gömlum syndum markvarðarins.Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem er 35 ára, hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár og hjálpað bandaríska landsliðinu að vinna heimsmeistaratitil og til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum. Auk þess að sýna frábæra frammistöðu inni á vellinum hefur Solo verið dugleg að koma sér í fréttirnir fyrir atvik utan hans. Í júní 2014 var hún handtekin vegna ásakana um að hafa beitt hálfsystur sína og frænda ofbeldi. Í fyrra var Solo svo sett í 30 bann af bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hún og eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, voru stoppuð í bíl bandaríska landsliðsins á leið til Los Angeles. Eiginmaðurinn var drukkinn undir stýri og sat inni í þrjá daga. Solo hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin en ljóst er að þeir verða ekki fleiri á næstunni. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sjá meira
Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríska liðið tapaði umræddum leik í vítaspyrnukeppni og eftir hann gagnrýndi Solo leikstíl sænska liðsins og sagði að það væri samansafn af skræfum. Ummæli Solo féllu í grýttan jarðveg en meðal þeirra sem gagnrýndu þau voru Megan Rapinoe, samherji hennar í bandaríska liðinu, og Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins. „Ummæli Hope Solo eftir leikinn gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2016 voru óásættanleg og ekki takt við það sem við krefjumst af okkar landsliðsfólki,“ sagði Gulati í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að bannið sem Solo fékk tengist einnig gömlum syndum markvarðarins.Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem er 35 ára, hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár og hjálpað bandaríska landsliðinu að vinna heimsmeistaratitil og til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum. Auk þess að sýna frábæra frammistöðu inni á vellinum hefur Solo verið dugleg að koma sér í fréttirnir fyrir atvik utan hans. Í júní 2014 var hún handtekin vegna ásakana um að hafa beitt hálfsystur sína og frænda ofbeldi. Í fyrra var Solo svo sett í 30 bann af bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hún og eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, voru stoppuð í bíl bandaríska landsliðsins á leið til Los Angeles. Eiginmaðurinn var drukkinn undir stýri og sat inni í þrjá daga. Solo hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin en ljóst er að þeir verða ekki fleiri á næstunni.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sjá meira