Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 14:39 Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. Vísir/Jói K. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55
„Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58
Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10