Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 17. september 2016 19:15 Jón Arnór Stefánsson í hörðum slag í dag mynd/bára dröfn kristinsdóttir Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira