Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 14:38 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Þetta staðfestir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, heldur á Bessastaði til fundar við forsetann klukkan 17.Formaður Viðreisnar, formaður Bjartar Framtíðar og þingmenn flokkanna hafa sagt í samtali við Vísi að viðræðurnar hafi fyrst og fremst strandað á umræðum um málefni tengd sjávarútvegi en Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ráðast í þær breytingar sem Björt framtíð og Viðreisn lögðu til. Þá segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng. Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé.Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Vísi að fundur þeirra Óttars Proppé og Bjarna Benedikitssonar í hádeginu hafi staðið yfir í um 30 mínútur. Þá hafi í raun komið í ljós að ekki yrði lengra komist í viðræðum flokkanna. Sjá einnig: Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur. Áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka. Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki komu að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent eftirfarandi tilkynningu á fjölmiðla, þar sem viðræðuslitin eru staðfest: Tilkynning frá SjálfstæðisflokknumBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðarFundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Þetta staðfestir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, heldur á Bessastaði til fundar við forsetann klukkan 17.Formaður Viðreisnar, formaður Bjartar Framtíðar og þingmenn flokkanna hafa sagt í samtali við Vísi að viðræðurnar hafi fyrst og fremst strandað á umræðum um málefni tengd sjávarútvegi en Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ráðast í þær breytingar sem Björt framtíð og Viðreisn lögðu til. Þá segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng. Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé.Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Vísi að fundur þeirra Óttars Proppé og Bjarna Benedikitssonar í hádeginu hafi staðið yfir í um 30 mínútur. Þá hafi í raun komið í ljós að ekki yrði lengra komist í viðræðum flokkanna. Sjá einnig: Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur. Áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka. Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki komu að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent eftirfarandi tilkynningu á fjölmiðla, þar sem viðræðuslitin eru staðfest: Tilkynning frá SjálfstæðisflokknumBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðarFundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent