Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 17. nóvember 2016 21:30 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/anton Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun eru Haukar heldur betur komnir í gang og Íslandsmeistararnir hafa sýnt styrk sinn í síðustu þremur leikjum sem þeir hafa unnið með samtals 36 marka mun. Og það allt á móti góðum liðum: ÍBV, Aftureldingu og Selfossi. Haukar eru að senda skýr skilaboð með þessum stórsigrum og þeir eru svo sannarlega óárennilegir í þessum ham. Selfyssingar komust í 1-3 en þá fór Haukahraðlestin í gang. Adam Haukur Baumruk var mjög grimmur í byrjun leiks og tók fyrstu sex skot Hauka. Fjögur þeirra enduðu í markinu. Hjá Selfossi var Elvar Örn Jónsson sá eini sem virtist geta skorað á tímabili. Hann minnkaði muninn í 6-5 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum í röð. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, reyndi að bregðast við frábærum leik Hauka en ekkert gekk upp. Sóknarleikurinn lagaðist reyndar undir lok fyrri hálfleiks en varnarleikurinn var ekki upp á neina fiska. Gestirnir náðu varla að klukka Haukana sem skoruðu að vild, bæði úr uppstilltum sóknarleik sem og hraðaupphlaupum. Markverðir Selfoss vörðu aðeins sex skot í fyrri hálfleik en þeim var vorkunn því Haukar fengu gott færi í nánast hverri einustu sókn. Skotnýting Hauka í fyrri hálfleik var frábær, eða 73%. Staðan var 22-14 í hálfleik og seinni hálfleikurinn því aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Haukar gáfu hvergi eftir og áttu álíka auðvelt með að skora og í fyrri hálfleik. Adam Haukur nýtti sér allt plássið sem Selfyssingar gáfu honum og skoraði 11 mörk, flest með þrumuskotum fyrir utan. Daníel Þór Ingason var einnig frábær með átta mörk og línumennirnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Heimir Óli Heimisson voru gríðarlega öflugir. Sóknarleikur Selfyssinga var fínn í seinni hálfleik en það breytti litlu. Það dugaði þeim skammt að skiptast á mörkum við Hauka. Elvar var markahæstur gestanna með átta mörk. Á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 40-30. Afar sannfærandi sigur Hauka staðreynd og þeir virka hálf ógnvekjandi um þessar mundir. Þrátt fyrir stórsigurinn eru þeir áfram í 3. sæti deildarinnar en Selfyssingar eru komnir niður í það fimmta eftir tvo tapleiki í röð.Gunnar: Frammistaðan gleður mig mest Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með sína menn eftir tíu marka sigur á Selfossi í kvöld. „Fyrstu 20-25 mínúturnar vorum við frábærir. Við mættum virkilega klárir, varnarleikurinn var góður og markvarslan góð í byrjun. Við náðum strax góðum tökum á leiknum og héldum þeim út leikinn,“ sagði Gunnar. Haukar hafa nú unnið þrjá stórsigra á sterkum liðum í röð. En eru þeir að senda skilaboð með þessum sigrum? „Þetta hefur verið frábær vika. Við vorum á eftir þessum liðum og vissum að við þyrftum að spýta í lófana. Frammistaðan á vellinum er það sem gleður mig mest. Varnarleikurinn er allt annar, markvarslan stöðugri og sóknin góð. Ég er ánægður með það,“ sagði Gunnar. „Það er allt önnur holning á liðinu í dag og það er sama hver kemur inn á, það eru allir klárir og skila sínu. Það er leikið þétt og það er gott að geta nýtt hópinn vel.“ Gunnar segir að Haukaliðið sé á réttri leið en meistararnir nálgast toppinn óðfluga. „Við erum ekki komnir þangað sem við ætlum okkur en við erum á réttri leið. Nú þurfum við bara að halda einbeitingu. Það eru mikilvægir leikir framundan og við þurfum að vera tilbúnir í þá,“ sagði Gunnar að lokum.Stefán: Höfðum ekkert til að byggja á Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, vildi sjá miklu betri frammistöðu hjá sínum mönnum gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. „Það var flest allt sem var ekki nógu gott. Allt sem gat klikkað klikkaði. Þeir byrjuðu leikinn á gríðarlegum hraða og keyrðu á okkur. Við náðum aldrei að stilla upp og þeir skoruðu mikið í seinni bylgjunni í byrjun,“ sagði Stefán. „Þeir röðuðu mörkum á okkur. Við náðum aldrei að stilla vörninni upp og þegar við náðum því vantaði eiginlega öll grunnatriði sem þurfa að vera til staðar til að varnarleikur virki. Við höfðum ekkert til að byggja á, ekki nokkurn skapaðan hlut. Það var erfitt að spila á móti Haukum í dag.“ Selfyssingar skoruðu 30 mörk í leiknum sem telst ágætt gegn Íslandsmeisturunum. En það er erfitt að vinna leiki þegar mótherjinn skorar 40 mörk eins og Stefán viðurkenndi fúslega. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður fyrstu 20 mínúturnar. Við spiluðum boltanum ekki nógu vel og tókum ekki nógu góð færi. Þetta lagaðist eftir því sem leið á. En það er alveg klárt að þú átt að eiga möguleika þegar þú skorar 30 mörk í leik,“ sagði Stefán sem vildi sjá sína menn veita Haukum meiri keppni en raun bar vitni í kvöld. „Við erum mjög vonsviknir með þetta. Við ætluðum okkur að ná í tvö stig. Þótt Haukarnir séu með frábært lið hefði ég viljað keppa almennilega við þá. Þetta var eiginlega búið eftir 15-20 mínútur. Maður er vonsvikinn með það en þetta er bara einn leikur af 27.“vísir/antonvísir/antonvísir/anton Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun eru Haukar heldur betur komnir í gang og Íslandsmeistararnir hafa sýnt styrk sinn í síðustu þremur leikjum sem þeir hafa unnið með samtals 36 marka mun. Og það allt á móti góðum liðum: ÍBV, Aftureldingu og Selfossi. Haukar eru að senda skýr skilaboð með þessum stórsigrum og þeir eru svo sannarlega óárennilegir í þessum ham. Selfyssingar komust í 1-3 en þá fór Haukahraðlestin í gang. Adam Haukur Baumruk var mjög grimmur í byrjun leiks og tók fyrstu sex skot Hauka. Fjögur þeirra enduðu í markinu. Hjá Selfossi var Elvar Örn Jónsson sá eini sem virtist geta skorað á tímabili. Hann minnkaði muninn í 6-5 en Haukar svöruðu með fjórum mörkum í röð. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, reyndi að bregðast við frábærum leik Hauka en ekkert gekk upp. Sóknarleikurinn lagaðist reyndar undir lok fyrri hálfleiks en varnarleikurinn var ekki upp á neina fiska. Gestirnir náðu varla að klukka Haukana sem skoruðu að vild, bæði úr uppstilltum sóknarleik sem og hraðaupphlaupum. Markverðir Selfoss vörðu aðeins sex skot í fyrri hálfleik en þeim var vorkunn því Haukar fengu gott færi í nánast hverri einustu sókn. Skotnýting Hauka í fyrri hálfleik var frábær, eða 73%. Staðan var 22-14 í hálfleik og seinni hálfleikurinn því aðeins formsatriði sem þurfti að klára. Haukar gáfu hvergi eftir og áttu álíka auðvelt með að skora og í fyrri hálfleik. Adam Haukur nýtti sér allt plássið sem Selfyssingar gáfu honum og skoraði 11 mörk, flest með þrumuskotum fyrir utan. Daníel Þór Ingason var einnig frábær með átta mörk og línumennirnir Jón Þorbjörn Jóhannsson og Heimir Óli Heimisson voru gríðarlega öflugir. Sóknarleikur Selfyssinga var fínn í seinni hálfleik en það breytti litlu. Það dugaði þeim skammt að skiptast á mörkum við Hauka. Elvar var markahæstur gestanna með átta mörk. Á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 40-30. Afar sannfærandi sigur Hauka staðreynd og þeir virka hálf ógnvekjandi um þessar mundir. Þrátt fyrir stórsigurinn eru þeir áfram í 3. sæti deildarinnar en Selfyssingar eru komnir niður í það fimmta eftir tvo tapleiki í röð.Gunnar: Frammistaðan gleður mig mest Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með sína menn eftir tíu marka sigur á Selfossi í kvöld. „Fyrstu 20-25 mínúturnar vorum við frábærir. Við mættum virkilega klárir, varnarleikurinn var góður og markvarslan góð í byrjun. Við náðum strax góðum tökum á leiknum og héldum þeim út leikinn,“ sagði Gunnar. Haukar hafa nú unnið þrjá stórsigra á sterkum liðum í röð. En eru þeir að senda skilaboð með þessum sigrum? „Þetta hefur verið frábær vika. Við vorum á eftir þessum liðum og vissum að við þyrftum að spýta í lófana. Frammistaðan á vellinum er það sem gleður mig mest. Varnarleikurinn er allt annar, markvarslan stöðugri og sóknin góð. Ég er ánægður með það,“ sagði Gunnar. „Það er allt önnur holning á liðinu í dag og það er sama hver kemur inn á, það eru allir klárir og skila sínu. Það er leikið þétt og það er gott að geta nýtt hópinn vel.“ Gunnar segir að Haukaliðið sé á réttri leið en meistararnir nálgast toppinn óðfluga. „Við erum ekki komnir þangað sem við ætlum okkur en við erum á réttri leið. Nú þurfum við bara að halda einbeitingu. Það eru mikilvægir leikir framundan og við þurfum að vera tilbúnir í þá,“ sagði Gunnar að lokum.Stefán: Höfðum ekkert til að byggja á Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, vildi sjá miklu betri frammistöðu hjá sínum mönnum gegn Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. „Það var flest allt sem var ekki nógu gott. Allt sem gat klikkað klikkaði. Þeir byrjuðu leikinn á gríðarlegum hraða og keyrðu á okkur. Við náðum aldrei að stilla upp og þeir skoruðu mikið í seinni bylgjunni í byrjun,“ sagði Stefán. „Þeir röðuðu mörkum á okkur. Við náðum aldrei að stilla vörninni upp og þegar við náðum því vantaði eiginlega öll grunnatriði sem þurfa að vera til staðar til að varnarleikur virki. Við höfðum ekkert til að byggja á, ekki nokkurn skapaðan hlut. Það var erfitt að spila á móti Haukum í dag.“ Selfyssingar skoruðu 30 mörk í leiknum sem telst ágætt gegn Íslandsmeisturunum. En það er erfitt að vinna leiki þegar mótherjinn skorar 40 mörk eins og Stefán viðurkenndi fúslega. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki vera nógu góður fyrstu 20 mínúturnar. Við spiluðum boltanum ekki nógu vel og tókum ekki nógu góð færi. Þetta lagaðist eftir því sem leið á. En það er alveg klárt að þú átt að eiga möguleika þegar þú skorar 30 mörk í leik,“ sagði Stefán sem vildi sjá sína menn veita Haukum meiri keppni en raun bar vitni í kvöld. „Við erum mjög vonsviknir með þetta. Við ætluðum okkur að ná í tvö stig. Þótt Haukarnir séu með frábært lið hefði ég viljað keppa almennilega við þá. Þetta var eiginlega búið eftir 15-20 mínútur. Maður er vonsvikinn með það en þetta er bara einn leikur af 27.“vísir/antonvísir/antonvísir/anton
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira