Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2016 22:01 Frá keppni í Crossfit í Digranesi í fyrra. Vísir/Daníel Allt sauð upp úr á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í Digranesi í dag þegar sigurvegaranum í karlaflokki var tilkynnt að hann þyrfti að gangast undir lyfjapróf. Hinrik Ingi Óskarsson, sem hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni, brást illa við og hótaði starfsmönnum lyfjaeftirlits Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) barsmíðum. Áður en yfir lauk var Hinrik sæmdur gullverðlaunum þrátt fyrir að hafa neitað að gangast undir lyfjapróf. Neitaði hann í fyrstu að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis en gerði þó á endanum. Bergur Sverrisson, sem hafnaði í öðru sæti, neitaði að gangast undir próf og skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis. Hann viðurkenndi þó að vera á Concerta og bar því við að það væri eingöngu vegna þess að hann væri í prófum um þessar mundir. Var hann sömuleiðis sæmdur silfurverðlaunum. Uppákoman í Digranesi vekur svo sannarlega upp spurningar varðandi notkun stera í CrossFit en íþróttin heyrir ekki undir ÍSÍ. Crossfitsamband Íslands hefur viljað reka af sér slyðruorðið hvað þetta varðar og orðróma um steranotkun í sportinu. Af þessum sökum hefur verið unnið að því með lyfjaeftirliti ÍSÍ að keppendur í íþróttinni gangist undir lyfjapróf þegar svo ber undir.Athugasemd ritstjórnar: Skömmu eftir að fréttin fór í loftið bárust þau tíðindi að Hinrik og Bergur hefðu verið settir í tveggja ára bann frá Crossfit á Íslandi og sviptir verðlaunum sínum. Day two in the books at the Icelandic Championship sitting in first place overall, third and final day tomorrow! Let's get it! @reebok @reebokisland @thetrainingplan @xendurance #0to100realquick #nikeicelandthrowdown #reebok #crossfit #roadto2017 #onamission #xendurance #thetrainingplan A photo posted by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on Nov 26, 2016 at 12:51pm PST Benti á vin sinn úr Crossfit Skemmst er að minnast þess þegar handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi en fjallað var um málið í fjölmiðlum í maí í fyrra. Jóhann bar því við að hann hefði drukkið „eitthvað hjá crossfit kunningja sínum“ sem sagðist hafa verið „að taka anavar eins og 90 prósent af crossfiturum fyrir Evrópuleikana.“Jóhann Birgir í leik gegn Haukum.Vísir/pjeturAfsökun Jóhanns Birgis, sem fékk sex mánaða keppnisbann, fór afar illa ofan í iðkendur og forsvarsmenn Crossfit á Íslandi. „Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð,“ sagði Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, við Vísi af því tilefni. Sambandið fordæmi ólöglega lyfjanotkun að öllu leyti. Þá nefndi Svanhildur að stefnt væri á að framkvæma tvö til fjögur lyfjapróf árlega hér á landi og gengi allt eftir myndi lyfjaeftirlit ÍSÍ sjá um framkvæmdina. Það var nákvæmlega það sem gera átti í Digranesi í dag.Hótaði barsmíðum Samkvæmt heimildum Vísis hótaði Hinrik Ingi starfsmönnum lyfjaeftirlitsins barsmíðum og sagðist ætla að lemja þá alla, auk konu annars þeirra. Óskuðu starfsmenn eftirlitsins, sem ekki eru vanir hótunum við framkvæmd lyfjaprófa, þess að kallað yrði á lögreglu. Starfsmenn mótsins voru kallaðir til og ákveðið að leita ekki til lögreglu. Ákveðið var að verðlaunaafhendingin færi fram þrátt fyrir uppákomuna og voru Hinrik og Bergur sæmdir gull- og silfurverðlaunum. Verður að koma í ljós hvort þeir haldi þeim verðlaunum eða hvort Crossfitsamband Íslands svipti þá verðlaunum í ljósi þess að hvorugur gekkst undir lyfjapróf. @thetrainingplan @wodbud ______________________ #crossfit #cfr #virusintl #bigthingscoming #roadtoregionals A photo posted by Bergur Sverrisson (@bergursverris) on Oct 12, 2016 at 2:23pm PDT Guðrún Linda Pétursdóttir mótsstjóri vildi ekki tjá sig um málið í sambandi við Vísi. Von væri á tilkynningu frá sambandinu. Þá vildi Hinrik Ingi sömuleiðis ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Ekki náðist í forsvarsmenn lyfjaeftirlits ÍSÍ við vinnslu fréttarinnar.Uppfært kl 22.17 CrossFit samband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Hinrik og Bergur hafi verið sviptir verðlaununum. Niðurstaða úr prófum þeirra beggja teljist jákvæð þar sem þeir hafi neitað að gefa sýni til prófunar. Þá eru þeir útilokaðir frá öllum Crossfit mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin og mega sömuleiðis ekki æfa í neinum Crossfit stöðvum sem tilheyra sambandinu. Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan.Uppfært kl 22.35. Hinrik Ingi hafnar þessum ásökunum í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa tekið möppu af lyfjaeftirlitsmanninum og beðið hann um að ræða við sig undir fjögur augu, en segist aldrei hafa hótað honum. Þá segist hann hafa neitað að hafa tekið lyfjapróf því hann hafi verið á concerta af ákveðnum ástæðum. Hinrik biðst afsökunar á því að hafa neitað að undirgangast lyfjapróf sem og að hafa tekið möppuna af eftirlitsmanninum. Tengdar fréttir Keppendur í Crossfit í lyfjapróf: „Þú vilt ekki vera með eitruð epli sem eitra út frá sér“ Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í CFSÍ, og Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, fagna verkefninu. 13. nóvember 2015 15:00 Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Allt sauð upp úr á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í Digranesi í dag þegar sigurvegaranum í karlaflokki var tilkynnt að hann þyrfti að gangast undir lyfjapróf. Hinrik Ingi Óskarsson, sem hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í greininni, brást illa við og hótaði starfsmönnum lyfjaeftirlits Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) barsmíðum. Áður en yfir lauk var Hinrik sæmdur gullverðlaunum þrátt fyrir að hafa neitað að gangast undir lyfjapróf. Neitaði hann í fyrstu að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis en gerði þó á endanum. Bergur Sverrisson, sem hafnaði í öðru sæti, neitaði að gangast undir próf og skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis. Hann viðurkenndi þó að vera á Concerta og bar því við að það væri eingöngu vegna þess að hann væri í prófum um þessar mundir. Var hann sömuleiðis sæmdur silfurverðlaunum. Uppákoman í Digranesi vekur svo sannarlega upp spurningar varðandi notkun stera í CrossFit en íþróttin heyrir ekki undir ÍSÍ. Crossfitsamband Íslands hefur viljað reka af sér slyðruorðið hvað þetta varðar og orðróma um steranotkun í sportinu. Af þessum sökum hefur verið unnið að því með lyfjaeftirliti ÍSÍ að keppendur í íþróttinni gangist undir lyfjapróf þegar svo ber undir.Athugasemd ritstjórnar: Skömmu eftir að fréttin fór í loftið bárust þau tíðindi að Hinrik og Bergur hefðu verið settir í tveggja ára bann frá Crossfit á Íslandi og sviptir verðlaunum sínum. Day two in the books at the Icelandic Championship sitting in first place overall, third and final day tomorrow! Let's get it! @reebok @reebokisland @thetrainingplan @xendurance #0to100realquick #nikeicelandthrowdown #reebok #crossfit #roadto2017 #onamission #xendurance #thetrainingplan A photo posted by Hinrik Ingi Óskarsson (@hinrikingi) on Nov 26, 2016 at 12:51pm PST Benti á vin sinn úr Crossfit Skemmst er að minnast þess þegar handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi en fjallað var um málið í fjölmiðlum í maí í fyrra. Jóhann bar því við að hann hefði drukkið „eitthvað hjá crossfit kunningja sínum“ sem sagðist hafa verið „að taka anavar eins og 90 prósent af crossfiturum fyrir Evrópuleikana.“Jóhann Birgir í leik gegn Haukum.Vísir/pjeturAfsökun Jóhanns Birgis, sem fékk sex mánaða keppnisbann, fór afar illa ofan í iðkendur og forsvarsmenn Crossfit á Íslandi. „Það er skoðun CFSÍ að ÍSÍ þurfi að taka harðar á þessum brotum og láta viðkomandi íþróttamenn axla ábyrgð,“ sagði Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, við Vísi af því tilefni. Sambandið fordæmi ólöglega lyfjanotkun að öllu leyti. Þá nefndi Svanhildur að stefnt væri á að framkvæma tvö til fjögur lyfjapróf árlega hér á landi og gengi allt eftir myndi lyfjaeftirlit ÍSÍ sjá um framkvæmdina. Það var nákvæmlega það sem gera átti í Digranesi í dag.Hótaði barsmíðum Samkvæmt heimildum Vísis hótaði Hinrik Ingi starfsmönnum lyfjaeftirlitsins barsmíðum og sagðist ætla að lemja þá alla, auk konu annars þeirra. Óskuðu starfsmenn eftirlitsins, sem ekki eru vanir hótunum við framkvæmd lyfjaprófa, þess að kallað yrði á lögreglu. Starfsmenn mótsins voru kallaðir til og ákveðið að leita ekki til lögreglu. Ákveðið var að verðlaunaafhendingin færi fram þrátt fyrir uppákomuna og voru Hinrik og Bergur sæmdir gull- og silfurverðlaunum. Verður að koma í ljós hvort þeir haldi þeim verðlaunum eða hvort Crossfitsamband Íslands svipti þá verðlaunum í ljósi þess að hvorugur gekkst undir lyfjapróf. @thetrainingplan @wodbud ______________________ #crossfit #cfr #virusintl #bigthingscoming #roadtoregionals A photo posted by Bergur Sverrisson (@bergursverris) on Oct 12, 2016 at 2:23pm PDT Guðrún Linda Pétursdóttir mótsstjóri vildi ekki tjá sig um málið í sambandi við Vísi. Von væri á tilkynningu frá sambandinu. Þá vildi Hinrik Ingi sömuleiðis ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Ekki náðist í forsvarsmenn lyfjaeftirlits ÍSÍ við vinnslu fréttarinnar.Uppfært kl 22.17 CrossFit samband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Hinrik og Bergur hafi verið sviptir verðlaununum. Niðurstaða úr prófum þeirra beggja teljist jákvæð þar sem þeir hafi neitað að gefa sýni til prófunar. Þá eru þeir útilokaðir frá öllum Crossfit mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin og mega sömuleiðis ekki æfa í neinum Crossfit stöðvum sem tilheyra sambandinu. Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan.Uppfært kl 22.35. Hinrik Ingi hafnar þessum ásökunum í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa tekið möppu af lyfjaeftirlitsmanninum og beðið hann um að ræða við sig undir fjögur augu, en segist aldrei hafa hótað honum. Þá segist hann hafa neitað að hafa tekið lyfjapróf því hann hafi verið á concerta af ákveðnum ástæðum. Hinrik biðst afsökunar á því að hafa neitað að undirgangast lyfjapróf sem og að hafa tekið möppuna af eftirlitsmanninum.
Tengdar fréttir Keppendur í Crossfit í lyfjapróf: „Þú vilt ekki vera með eitruð epli sem eitra út frá sér“ Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í CFSÍ, og Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, fagna verkefninu. 13. nóvember 2015 15:00 Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Keppendur í Crossfit í lyfjapróf: „Þú vilt ekki vera með eitruð epli sem eitra út frá sér“ Svanhildur Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í CFSÍ, og Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, fagna verkefninu. 13. nóvember 2015 15:00
Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15