„No comment” Stefán Máni skrifar 17. janúar 2017 07:00 Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Flestir íslenskir fjölmiðlar halda úti fréttaveitu á netinu, og flestir íslenskir fjölmiðlar lifa á auglýsingatekjum. Í hvert sinn sem við smellum á frétt á vefnum bætist við tala á teljara í bakgrunninum; fjölmiðilinn telur smellina og notar upplýsingarnar til að laða að sér auglýsendur; svona margir heimsækja okkur á dag, á viku, svona margir smella að meðaltali á fréttirnar okkar – þú ættir að auglýsa hjá okkur! Þetta þýðir að fréttaveiturnar eru í samkeppni um lesendur og því skiptir máli að koma reglulega með nýjar fréttir, og helst eitthvað sem við lesendur smellum á. Svona varð smellbeitan til (e. clickbait), þ.e. við erum ginnt til að smella á frétt með krassandi eða misvísandi fyrirsögn og/eða innihaldi sem stuðar, hneykslar eða fær okkur til að gráta, hlæja eða hoppa hæð okkar af reiði. Þetta veldur því að fjölmiðlar verða sífellt útþynntari, innihaldsrýrari og óábyrgari í fréttamati og umfjöllun. Það sem vekur mest viðbrögð er í forgangi. Það sem er skynsamlegt eða rétt er aukaatriði. Þeir sem rífa mest kjaft fá mesta umfjöllun, og enda svo kannski sem forsetar í mesta stórveldi á Vesturlöndum. Þessi smellubeitarmennska er skiljanleg en óþolandi, og hún skemmir þessa sömu vefi sem og alla umræðu og þar með þjóðfélagið. Þetta mun væntanlega ekkert breytast, því miður. Æsifréttamennskan er komin til að vera. Það sem við sem lesum getum gert er að hætta að smella á æsifréttir, og/eða taka frekar skjáskot og deila því heldur en að deila netslóðinni sjálfri. Fækkum smellunum! En svo eru það kommentakerfin við fréttirnar. Hvers vegna í ósköpunum er þetta fyrirbæri til? Hver er tilgangurinn með því að hafa opinn aðgang að jafnstórum vettvangi og þessir fréttamiðlar eru? Staðreyndin er sú að það er háværasta, frekasta, sjálfumglaðasta, þröngsýnasta og verst innrætta fólkið sem hefur ríkustu tjáningarþörfina og hefur sig mest í frammi. Á þessum blessuðu þráðum er lítið annað að finna en rógburð, alhæfingar, rangfærslur, ærumeiðingar, lygar, misskilning, hatur og heimsku. Og þó að allir séu ekki svona ömurlegir, hvaða tilgangi þjóna einhver komment frá Jóni og Gunnu um að viðkomandi sé sammála eða ósammála eða finnist að þetta sé „ekki frétt“? Ef Jón og Gunna vilja tjá sig þá geta þau bara deilt fréttinni á sinni Facebook-síðu og sagt eitthvað þar. Að loka kommentakerfinu væri ekki árás á tjáningarfrelsi. Það væri eins og að skrúfa fyrir krana sem dælir mengun og sora í annars þokkalega hreint stöðuvatn. Ég veit vel að ég þarf ekki að lesa þessi komment. En þau meiða og særa fólk á hverjum degi. Og fjölmiðlar birta þau og það finnst mér óábyrgt. Fjölmiðlar ættu að axla ábyrgð og loka fyrir hatrið og viðbjóðinn á sínum svæðum. Hvers vegna ættu þeir ekki að gera það? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun