Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Skallagrímur 65-62 | Fjórtándi bikarmeistaratitill Keflavíkur Anton Ingi Leifsson í Laugardalshöll skrifar 11. febrúar 2017 15:30 Keflavíkurkonur hefja bikarinn á loft. vísir/andri marinó Keflavík er Malt-bikarmeistari eftir sigur á Skallagrím í bikarúrslitaleik kvenna, en leiknum er nýlokið í Laugardalshöllinni, 65-62. Þetta er í fjórtánda skiptið sem Keflavíkur verður bikarmeistari kvenna, en leikurinn var æsispennandi.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Ariana Moorer skoraði 26 stig fyrir Keflavík, en Erna Hákonardóttir fyrirliði kom næst með 12 stig. Í liði Skallagríms var það Tavelyn Tillman sem skoraði mest eða 26 stig. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 stig. Byrjunin hjá Keflavík var rosaleg. Ákefðin í vörninni, baráttan og þær voru heldur betur tilbúnar í verkefnið, en nýliðarnir, sem voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik, virtust taugaveiklaðar. Pressuvörn Keflvíkinga virtist fara algjörlega með þær og staðan var 11-2 eftir þrjár mínútur. Ariana Moorer fór á kostum í upphafi leiks og skoraði fyrstu þrettán stig Keflavíkur, en hún var kominn með sautján stig í hálfleik. Hægt og rólega fóru þá Skallarnir að minnka muninn, en eftir fyrsta leikhluta var staðan enn 22-14, Keflavík í vil og staðan í hálfleik 37-34. Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, en dramatíkin var allsráðandi. Liðin héldust nánast nánast hönd í hönd og þegar annað liðið setti niður þrist þá gat hitt liðið ekki verið minni maður og setti niður þrist á móti. Að endingu voru svo Keflvíkingar sterkari og unn sinn fjórtánda bikarmeistaratitil sem er magnaður árangur.Afhverju vann Keflavík? Stáltaugarnar hjá unga liði Keflavíkur voru betri undir lokin og einnig áttu þær besta leikmann vallarins Ariana Moorer sem keyrði Keflavík í gegnum erfiðu kaflana í leiknum. Byrjun Keflavíkur, sem var mögnuð, gaf þeim einnig auka orku og hefðu þær ekki byrjað svona vel hefði maður aldrei vitað hvað hefði gerst. Ef og hefði er svo auðvitað allt annar leikur, en frammistaða Keflavíkur var bara mjög góð. Þær hefðu þó getað náð enn meira forskoti í byrjun leiks og hefði getað komið í bakið á þeim þegar þær voru að klikka auðveldum sniðskotum, en það kom ekki í bakið hjá þeim og afar öflug frammistaða að baki hjá þessu Keflavíkurliði. Varnarleikurinn, sem hefur verið svo frábær í vetur hjá Keflavík, skilaði þeim enn einum sigrinum.Bestu leikmenn vallarins Það er enginn vafi á því að Ariana Moorer var besti leikmaður vallarins í dag og hún dró þetta unga lið Keflavíkur að landi þegar mest á reyndi, en á ferðinni er frábær leikmaður. Hún skoraði 26 stig, en var þó einnig dugleg að finna stöllur sínar (sjö stoðsendingar) og hirti fimmtán fráköst. Aðrar í liði Keflavíkur eins og Erna Hákonardóttir, fyrirliði og að ógleymdri Birnu Valgerði, lögðu mikilvægar hendur á plóg í þessu verkefni að ógleymdri Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur. Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallagríms, með 26 stig eins og Moorer, en hún var öflug í leiknu. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 og þriggja stiga Fanney Lind Thomas skoraði ellefu stig. Skallagrímur hefði þurft örlítið framlag frá til að mynda Jóhönnu Björk Sveinsdóttur og Guðrúnu Ósk Ámundardóttir hefðu þær ætlað sér að hreppa þann stóra.Tölfræðin sem vakti athygli Eljan og baráttan í þessu unga Keflavíkurliði skilaði sér heldur betur því liðið tók alls tólf fráköstum meira en Skallagríms-liðið. Svakaleg barátta og þær voru tilbúnar að kasta sér á hvern einasta bolta sem var laus í teignum. Það kemur líka kannski á óvart að Keflavík tapaði níu fleiri boltum en Skallagrímur, en standa samt uppi sem sigurvegarar. Það er athyglisvert. Það sem stingur kannski einnig mest í sjálfri liðstölfræðinni er sú að Skallagrímur er -19 þegar Ragnheiður Benónísdóttir er inn á, en hún spilaði tæplega 22 mínútur.Hvað gekk illa? Byrjun Skallagríms var ekki til að hrópa húrra fyrir og þeim gekk afar illa í upphafi leiks að koma boltanum ofan í körfuna. Hefðu þær byrjað örlítið betur þá, eins og ég sagði áðan, er aldrei að vita hvað hefði gerst - en að því er ekki spurt. Keflavík byrjaði einfaldlega betur og vann leikinn með þremur stigum og er bikarmeistari árið 2017 í fjórtánda skiptið, sem er magnaður árangur.Keflavík-Skallagrímur 65-62 (22-14, 15-20, 15-12, 13-16)Keflavík: Ariana Moorer 26/15 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst/3 varin skot, Thelma Dís Ágústsdóttir 2/8 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/11 fráköst, Fanney Lind Thomas 11, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2.Bein lýsing: Keflavík - Skallagrímurvísir/andri marinó Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Keflavík er Malt-bikarmeistari eftir sigur á Skallagrím í bikarúrslitaleik kvenna, en leiknum er nýlokið í Laugardalshöllinni, 65-62. Þetta er í fjórtánda skiptið sem Keflavíkur verður bikarmeistari kvenna, en leikurinn var æsispennandi.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Ariana Moorer skoraði 26 stig fyrir Keflavík, en Erna Hákonardóttir fyrirliði kom næst með 12 stig. Í liði Skallagríms var það Tavelyn Tillman sem skoraði mest eða 26 stig. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 stig. Byrjunin hjá Keflavík var rosaleg. Ákefðin í vörninni, baráttan og þær voru heldur betur tilbúnar í verkefnið, en nýliðarnir, sem voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik, virtust taugaveiklaðar. Pressuvörn Keflvíkinga virtist fara algjörlega með þær og staðan var 11-2 eftir þrjár mínútur. Ariana Moorer fór á kostum í upphafi leiks og skoraði fyrstu þrettán stig Keflavíkur, en hún var kominn með sautján stig í hálfleik. Hægt og rólega fóru þá Skallarnir að minnka muninn, en eftir fyrsta leikhluta var staðan enn 22-14, Keflavík í vil og staðan í hálfleik 37-34. Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, en dramatíkin var allsráðandi. Liðin héldust nánast nánast hönd í hönd og þegar annað liðið setti niður þrist þá gat hitt liðið ekki verið minni maður og setti niður þrist á móti. Að endingu voru svo Keflvíkingar sterkari og unn sinn fjórtánda bikarmeistaratitil sem er magnaður árangur.Afhverju vann Keflavík? Stáltaugarnar hjá unga liði Keflavíkur voru betri undir lokin og einnig áttu þær besta leikmann vallarins Ariana Moorer sem keyrði Keflavík í gegnum erfiðu kaflana í leiknum. Byrjun Keflavíkur, sem var mögnuð, gaf þeim einnig auka orku og hefðu þær ekki byrjað svona vel hefði maður aldrei vitað hvað hefði gerst. Ef og hefði er svo auðvitað allt annar leikur, en frammistaða Keflavíkur var bara mjög góð. Þær hefðu þó getað náð enn meira forskoti í byrjun leiks og hefði getað komið í bakið á þeim þegar þær voru að klikka auðveldum sniðskotum, en það kom ekki í bakið hjá þeim og afar öflug frammistaða að baki hjá þessu Keflavíkurliði. Varnarleikurinn, sem hefur verið svo frábær í vetur hjá Keflavík, skilaði þeim enn einum sigrinum.Bestu leikmenn vallarins Það er enginn vafi á því að Ariana Moorer var besti leikmaður vallarins í dag og hún dró þetta unga lið Keflavíkur að landi þegar mest á reyndi, en á ferðinni er frábær leikmaður. Hún skoraði 26 stig, en var þó einnig dugleg að finna stöllur sínar (sjö stoðsendingar) og hirti fimmtán fráköst. Aðrar í liði Keflavíkur eins og Erna Hákonardóttir, fyrirliði og að ógleymdri Birnu Valgerði, lögðu mikilvægar hendur á plóg í þessu verkefni að ógleymdri Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur. Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallagríms, með 26 stig eins og Moorer, en hún var öflug í leiknu. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 og þriggja stiga Fanney Lind Thomas skoraði ellefu stig. Skallagrímur hefði þurft örlítið framlag frá til að mynda Jóhönnu Björk Sveinsdóttur og Guðrúnu Ósk Ámundardóttir hefðu þær ætlað sér að hreppa þann stóra.Tölfræðin sem vakti athygli Eljan og baráttan í þessu unga Keflavíkurliði skilaði sér heldur betur því liðið tók alls tólf fráköstum meira en Skallagríms-liðið. Svakaleg barátta og þær voru tilbúnar að kasta sér á hvern einasta bolta sem var laus í teignum. Það kemur líka kannski á óvart að Keflavík tapaði níu fleiri boltum en Skallagrímur, en standa samt uppi sem sigurvegarar. Það er athyglisvert. Það sem stingur kannski einnig mest í sjálfri liðstölfræðinni er sú að Skallagrímur er -19 þegar Ragnheiður Benónísdóttir er inn á, en hún spilaði tæplega 22 mínútur.Hvað gekk illa? Byrjun Skallagríms var ekki til að hrópa húrra fyrir og þeim gekk afar illa í upphafi leiks að koma boltanum ofan í körfuna. Hefðu þær byrjað örlítið betur þá, eins og ég sagði áðan, er aldrei að vita hvað hefði gerst - en að því er ekki spurt. Keflavík byrjaði einfaldlega betur og vann leikinn með þremur stigum og er bikarmeistari árið 2017 í fjórtánda skiptið, sem er magnaður árangur.Keflavík-Skallagrímur 65-62 (22-14, 15-20, 15-12, 13-16)Keflavík: Ariana Moorer 26/15 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst/3 varin skot, Thelma Dís Ágústsdóttir 2/8 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/11 fráköst, Fanney Lind Thomas 11, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2.Bein lýsing: Keflavík - Skallagrímurvísir/andri marinó
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira