Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:31 Íþrottamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vísir/ernir Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. Kjörið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld, en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Þetta var í 62. sinn sem samtökin heiðra íþróttamann ársins. Ólafía Þórunn er að hljóta viðurkenninguna í fyrsta sinn, en þetta er einnig í fyrsta sinn sem að kylfingur fær þennan sæmdartitil. Það hefur ekki gerst síðan 1994 að ný íþróttagrein eignist sinn fyrsta íþrótamann ársins. Ólafía er 25 ára gömul og kemur frá Reykjavík. Hún var í ár að keppa á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni og náði þar frábærum árangri. Hún endaði í 74. sæti á stigalista mótaraðarinnar, sem ekki aðeins veitir henni þáttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili, heldur veitir henni einnig forgang á öll LPGA mót næsta árs. Hún tók þátt í þremur af fimm risamótum ársins og varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í golfi. Hún var einnig valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar sem keppti á Drottningarmótinu í Japan. Alls tók Ólafía Þórunn þátt í 26 mótum á LPGA mótaröðinni í ár. Hennar besti árangur var 4. sæti sem hún náði á Indy Women in Tech mótinu í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri nýliða í sögu mótaraðarinnar. Ólafía fór upp í 179. sæti heimslistans í golfi, sem er besti árangur íslensks kylfings, en hún stökk upp um 420 sæti á árinu. Árangurinn styrkir stöðu Ólafíu á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Þeir sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins voru: Aníta Hinriksdóttir, Aron Einar Gunnarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Fréttir ársins 2017 Golf Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. Kjörið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld, en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Þetta var í 62. sinn sem samtökin heiðra íþróttamann ársins. Ólafía Þórunn er að hljóta viðurkenninguna í fyrsta sinn, en þetta er einnig í fyrsta sinn sem að kylfingur fær þennan sæmdartitil. Það hefur ekki gerst síðan 1994 að ný íþróttagrein eignist sinn fyrsta íþrótamann ársins. Ólafía er 25 ára gömul og kemur frá Reykjavík. Hún var í ár að keppa á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni og náði þar frábærum árangri. Hún endaði í 74. sæti á stigalista mótaraðarinnar, sem ekki aðeins veitir henni þáttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili, heldur veitir henni einnig forgang á öll LPGA mót næsta árs. Hún tók þátt í þremur af fimm risamótum ársins og varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í golfi. Hún var einnig valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar sem keppti á Drottningarmótinu í Japan. Alls tók Ólafía Þórunn þátt í 26 mótum á LPGA mótaröðinni í ár. Hennar besti árangur var 4. sæti sem hún náði á Indy Women in Tech mótinu í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri nýliða í sögu mótaraðarinnar. Ólafía fór upp í 179. sæti heimslistans í golfi, sem er besti árangur íslensks kylfings, en hún stökk upp um 420 sæti á árinu. Árangurinn styrkir stöðu Ólafíu á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Þeir sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins voru: Aníta Hinriksdóttir, Aron Einar Gunnarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.
Fréttir ársins 2017 Golf Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Sjá meira
Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30
Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30