Handbolti

Fimmtán marka sigur Fram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnheiður var markahæst í liði Fram í dag.
Ragnheiður var markahæst í liði Fram í dag. Vísir/Bára
Fram valtaði yfir ÍBV í annarri umferð Olísdeildar kvenna í dag.

Það gekk illa hjá Eyjakonum að skora í Safamýrinni í dag en eftir fyrsta skotið, sem Sunna Jónsdóttir gerði á þriðju mínútu leiksins, skoraði ÍBV ekki fyrr en á 15. mínútu.

Á meðan skoraði Fram níu mörk og heimakonur því komnar í þægilega stöðu.

Eyjakonur náðu aðeins að auka í markaskorunina en það dugði þó lítið til og var staðan 17-7 í hálfleik.

Seinni hálfleikur varð því aðeins formsatriði, var munurinn í kringum tíu mörk lengst af. Framarar sigldu hægt og rólega stærra fram úr þegar leið á hálfleikinn og lauk leiknum með fimmtán marka sigri Fram, 32-17.

Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með 7 mörk. Steinunn Björnsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir skoruðu fimm hvor. Hjá ÍBV voru Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic markahæstar með fjögur mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×