Stjarnan er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í Olís-deild eftir sigur á KA/Þór, 26-23, er liðin mættust í Garðabænum í kvöld.
Stjarnan var þremur mörkum yfir í hálfleik, 11-8, en sigurinn var aldrei í hættu. Þær náðu mest sjö marka forystu en norðanstúlkur náðu að minnka muninn áður en yfir lauk.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í liði Stjörnunnar. Hún skoraði tíu mörk úr fjórtán skotum auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Stefanía Theodórsdóttir gerði átta mörk.
Kristín Jóhannsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir KA/Þór en Martha Hermannsdóttir gerði þrjú mörk.
Stjarnan er því með fjögur stig eftir tvær umferðir en KA/Þór er án stiga.
Þórey Anna skaut KA/Þór í kaf
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti