Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 16:20 Eyþór Aron Wöhler er hér til hægri með Sigurði Þór Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA. Mynd/Heimasíða ÍA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. Skagamenn voru í fínum málum eftir fyrri leikinn upp á Skaga og unnu að lokum 16-1 samanlagt. Þessi 12-1 sigur er örugglega stærsti sigur íslensks knattspyrnuliðs í Evrópukeppni og hann var að vinnast á útivelli. Skagamenn hafa unnið 2. flokkinn undanfarin tvö sumur og þarna eru gríðarlega spennandi knattspyrnumenn að koma upp. Skagamenn mæta Derby County frá Englandi í næstu umferð en Derby vann öruggan sigur á Minsk frá Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum, samtals 9-2. Fyrri leikurinn upp á Akranesi fór 4-0 og þá var ÍA-liðið komið í 6-0 í hálfleik í seinni leiknum í dag. Eistarnir náðu að minnka muninn þegar Skagamenn voru búnir að skora ellefu mörk. Hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler fór á kostum og skoraði fernu í leiknum en hann var á yngsta ári í 2. flokknum í sumar. Öll fjögur mörkin hans komu á fyrstu 32 mínútum leiksins. Eyþór Aron átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína samkvæmt beinni textalýsingu ÍATV sem þýðir að Eyþór kom að átta mörkum í þessum leik. Gísli Laxdal Unnarsson var líka á skotskónum og skoraði tvö mörk en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (úr víti), Elís Dofri G Gylfason, Aron Snær Ingason, Brynjar Snær Pálsson og varamaðurinn Aron Snær Guðjónsson, sem skoraði tvívegis á lokamínútunum. Mörk Skagamanna í fyrri leiknum skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (tvö mörk), Brynjar Snær Pálsson og Marteinn Theodórsson.Hér má nálgast tölfræði UEFA úr þessum ótrúlega leik.2. flokkur ÍA.Mynd/Heimasíða ÍA Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. Skagamenn voru í fínum málum eftir fyrri leikinn upp á Skaga og unnu að lokum 16-1 samanlagt. Þessi 12-1 sigur er örugglega stærsti sigur íslensks knattspyrnuliðs í Evrópukeppni og hann var að vinnast á útivelli. Skagamenn hafa unnið 2. flokkinn undanfarin tvö sumur og þarna eru gríðarlega spennandi knattspyrnumenn að koma upp. Skagamenn mæta Derby County frá Englandi í næstu umferð en Derby vann öruggan sigur á Minsk frá Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum, samtals 9-2. Fyrri leikurinn upp á Akranesi fór 4-0 og þá var ÍA-liðið komið í 6-0 í hálfleik í seinni leiknum í dag. Eistarnir náðu að minnka muninn þegar Skagamenn voru búnir að skora ellefu mörk. Hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler fór á kostum og skoraði fernu í leiknum en hann var á yngsta ári í 2. flokknum í sumar. Öll fjögur mörkin hans komu á fyrstu 32 mínútum leiksins. Eyþór Aron átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína samkvæmt beinni textalýsingu ÍATV sem þýðir að Eyþór kom að átta mörkum í þessum leik. Gísli Laxdal Unnarsson var líka á skotskónum og skoraði tvö mörk en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (úr víti), Elís Dofri G Gylfason, Aron Snær Ingason, Brynjar Snær Pálsson og varamaðurinn Aron Snær Guðjónsson, sem skoraði tvívegis á lokamínútunum. Mörk Skagamanna í fyrri leiknum skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (tvö mörk), Brynjar Snær Pálsson og Marteinn Theodórsson.Hér má nálgast tölfræði UEFA úr þessum ótrúlega leik.2. flokkur ÍA.Mynd/Heimasíða ÍA
Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira