Fréttir

Svæðinu við Detti­foss lokað vegna færðar

Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Innlent

Lág­vaxinn, grjót­harður nagli og alltaf hress

Skúli Óskarsson kraftlyftingamaður er fallinn frá. Ekki er víst að yngri kynslóðin geri sér fulla grein fyrir því hvers kyns stórstjarna Skúli var á sínum tíma og átti hvert bein í þjóðinni. Hann lét sannarlega til sín taka, svo mjög að Laddi samdi um hann lag sem naut talsverðra vinsælda.

Innlent

Þjóðaróperan alls ekki „úti í kuldanum“

Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, segir það alrangt að Þjóðaróperan sé „úti í kuldanum“. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að hún verði að veruleika og taki til starfa 1. janúar á næsta ári, 2025.

Innlent

Lokað í Bláa lóninu vegna gasmengunar

Lokað verður í Bláa lóninu til hádegis í það minnsta í dag vegna slæmra loftgæða. Í nótt var suðaustanátt og gasmengun úr eldgosinu í Sundhnúkagígum blés til norðvesturs yfir Reykjanesbæ og Bláa lónið.

Innlent

Blíð­viðri á Norður­landi í dag

Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina.

Veður

Heitavatnslaust á Sel­tjarnar­nesi

Ekkert heitt vatn er á Seltjarnarnesi vegna rafmagnsbilunar hjá Hitaveitu Seltjarnarness. Viðgerðarteymi hefur verið kallað út og kemur heitt vatn aftur á kerfið innan skamms.

Innlent

Lokuðu ferða­manna­stöðum og skólum vegna mikils hita

Loka þurfti einum vinsælasta ferðamannastað í Grikklandi, Akrópólis í Aþenu, í dag vegna mikils hita. Þá var einnig skólum lokað og gefin úr viðvörun frá heilbrigðisyfirvöldu. Hitabylgja gengur nú yfir landið. Methiti, miðað við árstíma, var í dag og verður á morgun í Aþenu. Hitastigið gæti náð 43 gráðum.

Erlent

Aug­lýsti hlaðvarp Mið­flokksins í pontu

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins uppskar hlátur í lok ræðu sinnar í eldhúsdagsumræðum í kvöld þegar hann auglýsti hlaðvarp flokksins, Sjónvarpslausa fimmtudaga, sem hann og Sigmundur Davíð flokksbróðir hans halda uppi.

Innlent

Gamall handritsbútur reyndist úr guð­spjalli um æsku Krists

Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um.

Erlent

Sér fyrir sér 2031 án hval­veiða og sjókvíaeldis

Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 

Innlent

Ríkis­stjórnin hafi sett efna­hag venju­legs fólks á hvolf

Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 

Innlent

Guð­rún vill laga­breytingar ekki pólitísk af­skipti

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. 

Innlent