Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 17:57 Henry Cuellar, hefur setið lengi á þingi og þykir íhaldssamur Demókrati sem hefur ítrekað greitt atkvæði með Repúblikönum þegar kemur að skotvopnalöggjöf og málefnum innflytjenda. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur náðað þingmann Demókrataflokksins frá Texas og eiginkonu hans en þau höfðu verið ákærð fyrir mútþægni og svik. Forsetinn segir í yfirlýsingu um náðunina að Joe Biden, forveri hans í embætti, hafi vopnvætt dómskerfið gegn pólitískum andstæðingum sínum sem hafi talað gegn opnum landamærum. Henry Cuellar, umræddur þingmaður, og Imelda, eiginkona hans, hafi verið þeirra á meðal. Hann hefur setið á þingi í fulltrúadeildinni í meira en tuttugu ár. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sakar Trump Demókrata um að reyna að rústa Bandaríkjunum og segir þá tilbúna til að ráðast á og ræna fólk, ljúga og svindla til að ná því markmiði þeirra. „Vegna þessara staðreynda, og annarra, tilkynni ég hér með fulla og skilyrðislausa náðun mína á heittelskuðum þingmanni, Henry Cuellar og Imeldu. Henry, ég þekki þig ekki, en þú getur sofið vel í nótt. Martröð þinni er loksins lokið,“ sagði Trump. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir að taka við um sex hundrað þúsundum dala í mútugreiðslur frá orkufyrirtæki frá Aserbaísjan og mexíkóskum banka. Cuellar er sagður hafa einnig talað máli Aserbaísjan á þingi og reynt að hafa áhrif á lagafrumvörp, með hagsmuni ríkisins í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þau hafa lýst yfir sakleysi sínu en réttarhöldin gegn þeim áttu að hefjast í apríl. I want to thank President Trump for his tremendous leadership and for taking the time to look at the facts. I thank God for standing with my family and I during this difficult time. This decision clears the air and lets us move forward for South Texas.This pardon gives us a… pic.twitter.com/ajNvHq6rG0— Rep. Henry Cuellar (@RepCuellar) December 3, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja að Cuellar hafi strax í dag boðið sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Enn sem Demókrati en hann er þekktur fyrir að greiða atkvæði með Repúblikönum og þá sérstaklega þegar kemur að löggjöf varðandi skotvopn og málefni innflytjenda. Þó hann hafi verið náðaður stendur þingmaðurinn enn frammi fyrir rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar. Sú rannsókn hófst í maí í fyrra, skömmu eftir að Cuellar var fyrst ákærður. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21 Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Henry Cuellar, umræddur þingmaður, og Imelda, eiginkona hans, hafi verið þeirra á meðal. Hann hefur setið á þingi í fulltrúadeildinni í meira en tuttugu ár. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sakar Trump Demókrata um að reyna að rústa Bandaríkjunum og segir þá tilbúna til að ráðast á og ræna fólk, ljúga og svindla til að ná því markmiði þeirra. „Vegna þessara staðreynda, og annarra, tilkynni ég hér með fulla og skilyrðislausa náðun mína á heittelskuðum þingmanni, Henry Cuellar og Imeldu. Henry, ég þekki þig ekki, en þú getur sofið vel í nótt. Martröð þinni er loksins lokið,“ sagði Trump. Hjónin höfðu verið ákærð fyrir að taka við um sex hundrað þúsundum dala í mútugreiðslur frá orkufyrirtæki frá Aserbaísjan og mexíkóskum banka. Cuellar er sagður hafa einnig talað máli Aserbaísjan á þingi og reynt að hafa áhrif á lagafrumvörp, með hagsmuni ríkisins í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þau hafa lýst yfir sakleysi sínu en réttarhöldin gegn þeim áttu að hefjast í apríl. I want to thank President Trump for his tremendous leadership and for taking the time to look at the facts. I thank God for standing with my family and I during this difficult time. This decision clears the air and lets us move forward for South Texas.This pardon gives us a… pic.twitter.com/ajNvHq6rG0— Rep. Henry Cuellar (@RepCuellar) December 3, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja að Cuellar hafi strax í dag boðið sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Enn sem Demókrati en hann er þekktur fyrir að greiða atkvæði með Repúblikönum og þá sérstaklega þegar kemur að löggjöf varðandi skotvopn og málefni innflytjenda. Þó hann hafi verið náðaður stendur þingmaðurinn enn frammi fyrir rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar. Sú rannsókn hófst í maí í fyrra, skömmu eftir að Cuellar var fyrst ákærður.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21 Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. 2. desember 2025 23:21
Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. 2. desember 2025 18:38