Fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Innlent 29.4.2025 18:54 Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi. Innlent 29.4.2025 18:22 Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. Innlent 29.4.2025 18:15 Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Þrír eru látnir eftir skotárás nálægt Vaksala-torgi í Uppsölum í Svíþjóð. Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir og málið er rannsakað sem morð. Erlent 29.4.2025 16:47 Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni. Innlent 29.4.2025 16:12 Mikill reykur vegna elds í bílatætara Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er með nokkurn viðbúnað á iðnaðarsvæðinu við Álhellu í Hafnarfirði þar sem kviknaði í bílatætara. Innlent 29.4.2025 15:38 Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Innlent 29.4.2025 14:40 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. Erlent 29.4.2025 14:36 Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður. Innlent 29.4.2025 14:29 Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Innlent 29.4.2025 14:22 „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Ég er búin að fá fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem er að lenda í allskonar, fólk sem hefur verið með hugann við annað en aksturinn,“ segir Lucy Anna. Innlent 29.4.2025 14:16 Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Aðeins reynt fjallgöngufólk fengi leyfi til þess að klífa Everest, hæsta fjalls heims, samkvæmt lagafrumvarpi sem er til meðferðar í Nepal. Frumvarpinu er ætlað að draga úr umferð um fjallið og bæta öryggi göngufólks. Erlent 29.4.2025 14:14 „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ „Jakob Bjarnar. Viltu gjöra svo vel að tala ekki við mig eins og ég sé gamalmenni. Ég segi bara eins og Bryan Adams: Ég verð átján þar til ég dey. Öllu máli skiptir að menn haldi andlegri og líkamlegri heilsu.“ Innlent 29.4.2025 12:40 Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. Innlent 29.4.2025 12:18 Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um hið víðtæka rafmagnsleysi sem varð í gær á Spáni og í Portúgal. Innlent 29.4.2025 11:38 Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. Erlent 29.4.2025 11:29 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið Innlent 29.4.2025 11:13 Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi. Innlent 29.4.2025 11:09 Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum. Innlent 29.4.2025 10:56 Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Erlent 29.4.2025 09:30 Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Fjórir eru látnir og börn þar á meðal, eftir að bíl var ekið í gegnum skólabyggingu í Illinois ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Erlent 29.4.2025 08:39 Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis og Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, segja mikilvægt að foreldrar setji börnum mörk um skjátíma. Mikilvægt sé þó að byrja á sjálfum sér. Innlent 29.4.2025 08:25 „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. Innlent 29.4.2025 08:01 Von á allhvössum vindi og rigningu Veðurstofan spáir skýjuðu veðri í dag en að verði úrkomulaust að kalla. Austantil má reikna með bjartviðri. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig í dag og hlýjast fyrir norðan. Veður 29.4.2025 07:01 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. Erlent 29.4.2025 06:37 Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. Erlent 29.4.2025 06:33 Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Tveir menn hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að brjótast inn í hraðbanka á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.4.2025 06:08 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. Erlent 28.4.2025 23:21 Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. Erlent 28.4.2025 23:02 Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Innlent 28.4.2025 22:57 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 334 ›
Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Innlent 29.4.2025 18:54
Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi. Innlent 29.4.2025 18:22
Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. Innlent 29.4.2025 18:15
Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Þrír eru látnir eftir skotárás nálægt Vaksala-torgi í Uppsölum í Svíþjóð. Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir og málið er rannsakað sem morð. Erlent 29.4.2025 16:47
Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni. Innlent 29.4.2025 16:12
Mikill reykur vegna elds í bílatætara Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er með nokkurn viðbúnað á iðnaðarsvæðinu við Álhellu í Hafnarfirði þar sem kviknaði í bílatætara. Innlent 29.4.2025 15:38
Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Innlent 29.4.2025 14:40
Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. Erlent 29.4.2025 14:36
Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður. Innlent 29.4.2025 14:29
Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Innlent 29.4.2025 14:22
„Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Ég er búin að fá fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem er að lenda í allskonar, fólk sem hefur verið með hugann við annað en aksturinn,“ segir Lucy Anna. Innlent 29.4.2025 14:16
Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Aðeins reynt fjallgöngufólk fengi leyfi til þess að klífa Everest, hæsta fjalls heims, samkvæmt lagafrumvarpi sem er til meðferðar í Nepal. Frumvarpinu er ætlað að draga úr umferð um fjallið og bæta öryggi göngufólks. Erlent 29.4.2025 14:14
„Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ „Jakob Bjarnar. Viltu gjöra svo vel að tala ekki við mig eins og ég sé gamalmenni. Ég segi bara eins og Bryan Adams: Ég verð átján þar til ég dey. Öllu máli skiptir að menn haldi andlegri og líkamlegri heilsu.“ Innlent 29.4.2025 12:40
Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. Innlent 29.4.2025 12:18
Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um hið víðtæka rafmagnsleysi sem varð í gær á Spáni og í Portúgal. Innlent 29.4.2025 11:38
Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Maltnesk stjórnvöld þurfa að hætta að falbjóða erlendum auðmönnum ríkisborgararétt samkvæmt dómi sem féll í Evrópudómstólnum í dag. Auðmenn gátu í reynd keypt sér rétt til að búa og starfa í Evrópu með því að kaupa vegabréf af Möltu. Erlent 29.4.2025 11:29
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið Innlent 29.4.2025 11:13
Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi. Innlent 29.4.2025 11:09
Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Tveir karlmenn voru handteknir í nótt þegar þeir gerðu tilraun til að brjótast inn í hraðbanka Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Um er að ræða þriðju tilraunina til að stela peningum úr bankanum á nokkrum mánuðum. Innlent 29.4.2025 10:56
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Erlent 29.4.2025 09:30
Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Fjórir eru látnir og börn þar á meðal, eftir að bíl var ekið í gegnum skólabyggingu í Illinois ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Erlent 29.4.2025 08:39
Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis og Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, segja mikilvægt að foreldrar setji börnum mörk um skjátíma. Mikilvægt sé þó að byrja á sjálfum sér. Innlent 29.4.2025 08:25
„Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig. Innlent 29.4.2025 08:01
Von á allhvössum vindi og rigningu Veðurstofan spáir skýjuðu veðri í dag en að verði úrkomulaust að kalla. Austantil má reikna með bjartviðri. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig í dag og hlýjast fyrir norðan. Veður 29.4.2025 07:01
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. Erlent 29.4.2025 06:37
Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. Erlent 29.4.2025 06:33
Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Tveir menn hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að brjótast inn í hraðbanka á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.4.2025 06:08
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. Erlent 28.4.2025 23:21
Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. Erlent 28.4.2025 23:02
Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Innlent 28.4.2025 22:57