Fréttir Hans Enoksen er látinn Grænlenski stjórnmálamaðurinn Hans Enoksen er látinn, 69 ára að aldri. Enoksen var formaður grænlensku landstjórnarinnar á árunum 2002 til 2009, en hann lést eftir langvarandi veikindi. Erlent 18.9.2025 09:50 Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. Erlent 18.9.2025 09:26 Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Íbúar á Stöðvarfirði þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn, þar sem öll sýni „komu vel út“ eftir sýnatöku á þriðjudag. Frá þessu greinir í tilkynningu frá skrifstofu bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Innlent 18.9.2025 08:51 Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir aðstæður óviðunandi innan fangelsisins og kallar eftir lausnum sem aðstoði við að leysa vandann strax. Nýtt fangelsi leysi ekki vandann sem steðji að fangavörðum í dag. Þeir séu oftar beittir ofbeldi, hótunum og ýmissi áreitni. Plássleysi sé stærsta vandamálið en einnig vanti fleiri fangaverði. Innlent 18.9.2025 08:51 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Gert er ráð fyrir að um 800.000 manns muni taka þátt í mótmælum í Frakklandi í dag, þar sem um 250 mótmælagöngur hafa verið skipulagar út um allt land. Erlent 18.9.2025 08:31 Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði austur af landinu beina svalri norðlægri átt til landsins og verður víða kaldi eða strekkingur í dag. Veður 18.9.2025 08:12 Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Menningarmálaráðherra Ísraels hefur hótað algjörum niðurskurði á fjárframlögum til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna eftir að mynd um palestínskan dreng hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrradag. Erlent 18.9.2025 07:47 Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. Erlent 18.9.2025 07:28 „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. Innlent 18.9.2025 06:48 Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Um það bil 5.000 íbúðir voru á sölu í upphafi septembermánaðar en um er að ræða tvöföldun frá upphafi árs 2023. Þar af voru nýjar íbúðir um 2.000 en um helmingur þeirra hafði verið óseldur í meira en 200 daga. Innlent 18.9.2025 06:46 Ógnaði öðrum með skærum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað. Innlent 18.9.2025 06:30 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Skjálfti af stærðinni 3,6 mældist við Vestari Skaftárketil í Vatnajökli rétt eftir miðnætti í nótt. Einn eftirskjálfti af stærðinni 0,8 fylgdi í kjölfarið. Innlent 18.9.2025 06:20 Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Innlent 17.9.2025 23:33 Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu. Innlent 17.9.2025 23:04 Fundu Guð í App store Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit. Erlent 17.9.2025 22:03 Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Innlent 17.9.2025 21:32 Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Innlent 17.9.2025 21:26 Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir ötullega unnið að því að manna leikskóla bæjarins svo hægt sé að taka inn ný börn. Enn á eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir leikskólans. Frá því í apríl hafa verið gerðir 15 starfsmannasamningar. Innlent 17.9.2025 20:32 Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum. Innlent 17.9.2025 20:00 Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Innlent 17.9.2025 18:56 Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Kókaín hefur aldrei verið ódýrara né hreinna í Bandaríkjunum en það er nú. Neysla þess hefur aukist til muna á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum aðgerðum gegn neyslu fentanýls í Bandaríkjunum og gegn framleiðslu þess í Mexíkó. Erlent 17.9.2025 18:48 Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Innlent 17.9.2025 18:36 Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 17.9.2025 17:59 Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, er hættur í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur þrátt fyrir að hafa varið mánuðum í að reyna að fá sæti í ráðinu. Hann var í upphafi talinn vanhæfur vegna formennsku sinnar í stjórn íþróttafélags en fékk á endanum sæti í nefndinni. Hann segir að það hafi einfaldlega verið „prinsippmál“ að fá sæti í nefndinni en nú hefur hann aftur skipt um nefnd við kollega sinn. Innlent 17.9.2025 17:21 SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. Innlent 17.9.2025 16:08 Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá. Innlent 17.9.2025 16:07 Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. Innlent 17.9.2025 16:00 Eldur í ruslageymslu á Selfossi Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. Innlent 17.9.2025 15:53 Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. Erlent 17.9.2025 15:13 Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Fertugur Spánverji, sem sætir ákæru fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, segist hafa verið rangur maður á röngum stað þegar lögregla handtók hann. Maður sem hann tók á móti í Airbnb-íbúð í Fossvogi hefur þegar hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning. Sá segir allt aðra sögu af málinu. Innlent 17.9.2025 14:57 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 334 ›
Hans Enoksen er látinn Grænlenski stjórnmálamaðurinn Hans Enoksen er látinn, 69 ára að aldri. Enoksen var formaður grænlensku landstjórnarinnar á árunum 2002 til 2009, en hann lést eftir langvarandi veikindi. Erlent 18.9.2025 09:50
Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. Erlent 18.9.2025 09:26
Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Íbúar á Stöðvarfirði þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn, þar sem öll sýni „komu vel út“ eftir sýnatöku á þriðjudag. Frá þessu greinir í tilkynningu frá skrifstofu bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Innlent 18.9.2025 08:51
Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir aðstæður óviðunandi innan fangelsisins og kallar eftir lausnum sem aðstoði við að leysa vandann strax. Nýtt fangelsi leysi ekki vandann sem steðji að fangavörðum í dag. Þeir séu oftar beittir ofbeldi, hótunum og ýmissi áreitni. Plássleysi sé stærsta vandamálið en einnig vanti fleiri fangaverði. Innlent 18.9.2025 08:51
80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Gert er ráð fyrir að um 800.000 manns muni taka þátt í mótmælum í Frakklandi í dag, þar sem um 250 mótmælagöngur hafa verið skipulagar út um allt land. Erlent 18.9.2025 08:31
Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði austur af landinu beina svalri norðlægri átt til landsins og verður víða kaldi eða strekkingur í dag. Veður 18.9.2025 08:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Menningarmálaráðherra Ísraels hefur hótað algjörum niðurskurði á fjárframlögum til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna eftir að mynd um palestínskan dreng hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar í fyrradag. Erlent 18.9.2025 07:47
Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Emmanuel Macron Frakklandsforseti og eiginkona hans Brigitte Macron munu leggja fram myndir og vísindaleg sönnunargögn fyrir dómstól í Bandaríkjunum til að sanna að Brigitte sé líffræðilega kona. Erlent 18.9.2025 07:28
„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. Innlent 18.9.2025 06:48
Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Um það bil 5.000 íbúðir voru á sölu í upphafi septembermánaðar en um er að ræða tvöföldun frá upphafi árs 2023. Þar af voru nýjar íbúðir um 2.000 en um helmingur þeirra hafði verið óseldur í meira en 200 daga. Innlent 18.9.2025 06:46
Ógnaði öðrum með skærum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað. Innlent 18.9.2025 06:30
3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Skjálfti af stærðinni 3,6 mældist við Vestari Skaftárketil í Vatnajökli rétt eftir miðnætti í nótt. Einn eftirskjálfti af stærðinni 0,8 fylgdi í kjölfarið. Innlent 18.9.2025 06:20
Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Innlent 17.9.2025 23:33
Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu. Innlent 17.9.2025 23:04
Fundu Guð í App store Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit. Erlent 17.9.2025 22:03
Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á leigubílamarkaði. Markmiðið er að tryggja öryggi farþega. Forsvarsmenn Hopp Leigubíla segjast efins um að takmarkinu verði náð og óttast fækkun leigubílstjóra. Innlent 17.9.2025 21:32
Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Innlent 17.9.2025 21:26
Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir ötullega unnið að því að manna leikskóla bæjarins svo hægt sé að taka inn ný börn. Enn á eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir leikskólans. Frá því í apríl hafa verið gerðir 15 starfsmannasamningar. Innlent 17.9.2025 20:32
Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum. Innlent 17.9.2025 20:00
Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Innlent 17.9.2025 18:56
Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Kókaín hefur aldrei verið ódýrara né hreinna í Bandaríkjunum en það er nú. Neysla þess hefur aukist til muna á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum aðgerðum gegn neyslu fentanýls í Bandaríkjunum og gegn framleiðslu þess í Mexíkó. Erlent 17.9.2025 18:48
Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Innlent 17.9.2025 18:36
Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 17.9.2025 17:59
Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, er hættur í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur þrátt fyrir að hafa varið mánuðum í að reyna að fá sæti í ráðinu. Hann var í upphafi talinn vanhæfur vegna formennsku sinnar í stjórn íþróttafélags en fékk á endanum sæti í nefndinni. Hann segir að það hafi einfaldlega verið „prinsippmál“ að fá sæti í nefndinni en nú hefur hann aftur skipt um nefnd við kollega sinn. Innlent 17.9.2025 17:21
SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. Innlent 17.9.2025 16:08
Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá. Innlent 17.9.2025 16:07
Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. Innlent 17.9.2025 16:00
Eldur í ruslageymslu á Selfossi Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. Innlent 17.9.2025 15:53
Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. Erlent 17.9.2025 15:13
Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Fertugur Spánverji, sem sætir ákæru fyrir tilraun til fíkniefnalagabrots, segist hafa verið rangur maður á röngum stað þegar lögregla handtók hann. Maður sem hann tók á móti í Airbnb-íbúð í Fossvogi hefur þegar hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning. Sá segir allt aðra sögu af málinu. Innlent 17.9.2025 14:57