Fréttir Kaldri norðlægri átt beint til landsins Hæð yfir Grænlandi og lægð fyrir norðaustan land beina til okkar kaldri norðlægri átt og má víða gera ráð fyrir kalda eða strekkingi í dag og dálitlum éljum. Það verður bjart að mestu um landið suðvestanvert. Veður 28.11.2024 07:11 Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Seyed Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, segir hætt við því að stjórnvöld muni íhuga að einbeita sér að því að eignast kjarnorkuvopn ef Vesturlönd standi við þá hótun sína að taka aftur upp allsherjarþvinganir gegn landinu. Erlent 28.11.2024 06:56 Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Síðustu fimm ár hafa verið veitt 99 leyfi til dýratilrauna á Íslandi í vísindaskyni. Átta umsóknum um leyfi til dýratilraunir hefur á sama tíma verið hafnað. Leyfin hafa verið veitt vegna tilrauna á ýmsum dýrategundum. Eitt fyrirtæki hefur fengið leyfi, 3Z. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar. Innlent 28.11.2024 06:45 Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni var mjög stöðug í nótt en hraun rennur nú nær eingöngu til austurs og norðausturs; að og meðfram Fagradalsfjalli. Innlent 28.11.2024 06:22 Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. Innlent 28.11.2024 06:14 Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Erlent 27.11.2024 23:03 Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða. Innlent 27.11.2024 22:48 Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Innlent 27.11.2024 21:21 „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ „Í starfi mínu sem orkumálastjóri hef ég séð þetta skýrum augum hvernig við erum að selja búta úr landinu og það er enginn mikið að pæla í því ef þetta er jörð hér og þar. En þegar þetta raðast upp eins og púsluspil þá verður til heildarmynd á tiltölulega stuttum tíma. Það sem er að gerast þegar þú selur jörð, þá ertu að selja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi og jarðefnin með.“ Innlent 27.11.2024 21:15 Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ Innlent 27.11.2024 20:19 Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. Erlent 27.11.2024 20:07 Gul viðvörun á Vestfjörðum Gul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum til klukkan tvö í nótt. Veður 27.11.2024 19:59 Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. Innlent 27.11.2024 19:37 Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana til Suður-Afríku á meðferðarstofnun því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri lífshættu og að bið myndi kosta hana lífið. Innlent 27.11.2024 19:09 Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit að sögn bónda. Bóndinn neitaði og vill fá ábúðaskyldu á jarðir. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Innlent 27.11.2024 18:32 Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. Innlent 27.11.2024 18:16 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Erlent 27.11.2024 18:10 Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 27.11.2024 18:00 Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Þremur Bandaríkjamönnum sem hafa setið um árabil í kínverskum fangelsum hefur verið sleppt. Það var gert í skiptum fyrir ótilgreinda kínverska ríkisborgara í haldi Bandaríkjamanna. Erlent 27.11.2024 15:44 Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir það aldrei hafa komið til tals og hvað þá til framkvæmdar að láta gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum sér til að skreyta Ráðhús Reykjavíkur. Innlent 27.11.2024 15:30 Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. Innlent 27.11.2024 15:29 Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Gasmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna eldgossins á Sundhnúkagígsröðinni, samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar. Innlent 27.11.2024 15:26 Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því. Erlent 27.11.2024 14:47 Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að kanna möguleika þess að setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu segir bæði kosti og galla við slíka móttöku. Starfshópurinn segir að verði ákvörðun tekin um að opna slíka móttöku yrði best ef það yrði tilraunaverkefni til eins eða tveggja ára. Innlent 27.11.2024 14:44 Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. Innlent 27.11.2024 14:08 Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Hæstiréttur hefur skorið á hnútinn í deilu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og sjóðfélaga vegna meintrar eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri. Eignafærslan er lögmæt. Innlent 27.11.2024 14:02 Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Innlent 27.11.2024 13:34 Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. Innlent 27.11.2024 12:54 Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags íslands er jákvæð fyrir framhaldi kjaraviðræðna lækna í dag. Hún segir að hennar tilfinning sé að þau séu að komast á lokasprettinn. Innlent 27.11.2024 12:41 Tvær sviðsmyndir á kjördag Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. Innlent 27.11.2024 12:03 « ‹ 33 34 35 36 37 38 39 40 41 … 334 ›
Kaldri norðlægri átt beint til landsins Hæð yfir Grænlandi og lægð fyrir norðaustan land beina til okkar kaldri norðlægri átt og má víða gera ráð fyrir kalda eða strekkingi í dag og dálitlum éljum. Það verður bjart að mestu um landið suðvestanvert. Veður 28.11.2024 07:11
Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Seyed Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, segir hætt við því að stjórnvöld muni íhuga að einbeita sér að því að eignast kjarnorkuvopn ef Vesturlönd standi við þá hótun sína að taka aftur upp allsherjarþvinganir gegn landinu. Erlent 28.11.2024 06:56
Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Síðustu fimm ár hafa verið veitt 99 leyfi til dýratilrauna á Íslandi í vísindaskyni. Átta umsóknum um leyfi til dýratilraunir hefur á sama tíma verið hafnað. Leyfin hafa verið veitt vegna tilrauna á ýmsum dýrategundum. Eitt fyrirtæki hefur fengið leyfi, 3Z. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar. Innlent 28.11.2024 06:45
Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni var mjög stöðug í nótt en hraun rennur nú nær eingöngu til austurs og norðausturs; að og meðfram Fagradalsfjalli. Innlent 28.11.2024 06:22
Læknar undirrita nýjan kjarasamning Læknar undirrituðu nýjan kjarasamning við ríkið rétt fyrir klukkan tvö í nótt, sem miðar meðal annars að því að bæta vinnutíma og draga úr álagi. Innlent 28.11.2024 06:14
Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Erlent 27.11.2024 23:03
Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða. Innlent 27.11.2024 22:48
Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Innlent 27.11.2024 21:21
„Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ „Í starfi mínu sem orkumálastjóri hef ég séð þetta skýrum augum hvernig við erum að selja búta úr landinu og það er enginn mikið að pæla í því ef þetta er jörð hér og þar. En þegar þetta raðast upp eins og púsluspil þá verður til heildarmynd á tiltölulega stuttum tíma. Það sem er að gerast þegar þú selur jörð, þá ertu að selja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi og jarðefnin með.“ Innlent 27.11.2024 21:15
Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ Innlent 27.11.2024 20:19
Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. Erlent 27.11.2024 20:07
Gul viðvörun á Vestfjörðum Gul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum til klukkan tvö í nótt. Veður 27.11.2024 19:59
Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. Innlent 27.11.2024 19:37
Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana til Suður-Afríku á meðferðarstofnun því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri lífshættu og að bið myndi kosta hana lífið. Innlent 27.11.2024 19:09
Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit að sögn bónda. Bóndinn neitaði og vill fá ábúðaskyldu á jarðir. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Innlent 27.11.2024 18:32
Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. Innlent 27.11.2024 18:16
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Erlent 27.11.2024 18:10
Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 27.11.2024 18:00
Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Þremur Bandaríkjamönnum sem hafa setið um árabil í kínverskum fangelsum hefur verið sleppt. Það var gert í skiptum fyrir ótilgreinda kínverska ríkisborgara í haldi Bandaríkjamanna. Erlent 27.11.2024 15:44
Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir það aldrei hafa komið til tals og hvað þá til framkvæmdar að láta gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum sér til að skreyta Ráðhús Reykjavíkur. Innlent 27.11.2024 15:30
Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. Innlent 27.11.2024 15:29
Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Gasmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna eldgossins á Sundhnúkagígsröðinni, samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar. Innlent 27.11.2024 15:26
Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og Hezbollah í nótt hefur haldið að mestu í dag, þó það þyki brothætt og að Ísraelar hafi varpað sprengjum á tvö þorp í suðurhluta Líbanon. Fólk sem þurft hefur að flýja heimili sín streymir til suðurs þó herir bæði Ísrael og Líbanon hafi varað fólk við því. Erlent 27.11.2024 14:47
Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að kanna möguleika þess að setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu segir bæði kosti og galla við slíka móttöku. Starfshópurinn segir að verði ákvörðun tekin um að opna slíka móttöku yrði best ef það yrði tilraunaverkefni til eins eða tveggja ára. Innlent 27.11.2024 14:44
Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. Innlent 27.11.2024 14:08
Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Hæstiréttur hefur skorið á hnútinn í deilu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og sjóðfélaga vegna meintrar eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri. Eignafærslan er lögmæt. Innlent 27.11.2024 14:02
Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Innlent 27.11.2024 13:34
Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. Innlent 27.11.2024 12:54
Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags íslands er jákvæð fyrir framhaldi kjaraviðræðna lækna í dag. Hún segir að hennar tilfinning sé að þau séu að komast á lokasprettinn. Innlent 27.11.2024 12:41
Tvær sviðsmyndir á kjördag Kjördegi í heild sinni verður ekki frestað að sögn framkvæmdastjóra landskjörstjórnar sem liggur yfir veðurspánni. Veðrið gæti þó valdið því að niðurstaða kosninga liggi fyrir síðar en ella. Innlent 27.11.2024 12:03