Fréttir

Um­ferðar­slys á Fagra­dal og veginum lokað

Veginum um Fagradal hefur verið lokað vegna umferðarslyss sem þar varð síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi standa enn yfir aðgerðir á vettvangi og hafa sjúkrabílar sótt slasað fólk á vettvang en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða, þó einhver. Nokkur vetrarfærð er á svæðinu og hefur fjallvegum í nágrenninu einnig verið lokað vegna ófærðar.

Innlent

Segir sorg­lega illa hafa verið haldið á hags­munum flugsins

Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld.

Innlent

Bein út­sending: Verndum vatnið

Verndum vatnið er yfirskrift opins fundar um vatnsauðlindina á vegum Samorku sem hefst klukkan 14 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan.

Innlent

Víða vetrarfærð, Fjarðar­heiði lokuð og björgunar­sveitir að­stoða fólk í föstum bílum

Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.

Innlent

Kona í fjöl­býlis­húsinu talin brennu­vargur en gengur laus

Kona sem grunuð er um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss á Selfossi þar sem hún er meðal íbúa auk íkveikju í verslunum og stigagangi í bænum hefur verið látin laus. Landsréttur féllst ekki á að skilyrði um varðhald væru uppfyllt þótt lögregla telji konuna brennuvarg. Meðal gagna lögreglu er myndbandsupptaka þar sem konan virðist kveikja eld í verslun.

Innlent

Gerðu á­rás á leik­skóla í Karkív

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir umfangsmiklar árásir Rússa á Úkraínu í nótt og í morgun. Þar á meðal er kona og tvær ungar dætur hennar í Kænugarði, sex mánaða og tólf ára gamlar. Í öðru tilfelli féll einn í árás á leikskóla í Karkív.

Erlent

Klórar sér í kollinum yfir kvenna­verk­fallinu

Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag.

Innlent

Hegseth bannar nú sam­skipti við þingið

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sett hæst settu embættismönnum ráðuneytisins nýjar reglur varðandi samskipti þeirra við þingmenn. Öll slík samskipti eiga nú að fara gegnum æðstu lögmenn ráðuneytisins, sem þurfa að veita herforingjum leyfi til að ræða við þingmenn.

Erlent

„Al­var­legt á­fall á Grundar­tanga” sem beri að bregðast við hratt

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar.

Innlent

„Það getur ein­hver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“

Engin börn, sem yfir höfuð hafa aðgang að internetinu, samfélagsmiðlum eða tölvuleikjunum, eru óhult fyrir því að brotamenn reyni að tæla þau. Þetta segir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem segir mikilvægt að foreldrar setji mörk, fylgist grannt með netnotkun barna sinna og helst leyfi ungum börnum sínum ekki að nota tölvuleiki á borð við Roblox þar sem hver sem er getur nær óhindrað sett sig í samband við börnin.

Innlent

Lýstu yfir hættustigi vegna flug­vélar í vanda

Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu.

Innlent

Stormur eða hvass­viðri suðaustan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 metrum, hvassviðri eða stormi, suðaustantil í dag. Gera má ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu við fjöll, hvassast austan Öræfa.

Veður

Skýrt á­kall um heils­dags­verk­fall á kvennafrí­degi í ár

Á föstudag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem og ólaunuð störf eins og konur gerðu fyrst árið 1975 þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir hafa verið ákall um heilsdagsverkfall og því sé slíkt verkfall boðað í ár. Hún segir sérstaklega horft til kvenna í æðri stöðum og að hún voni að öllum verði gert kleift að taka þátt sem það vilja. 

Innlent

Sam­þykktu leiðtogaprófkjör hjá Við­reisn í Reykja­vík

Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur.

Innlent