Fréttir

Skjálfti í Bárðarbunguöskjunni

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt reið skjálfti upp á 3,5 stig yfir í Bárðarbunguöskjunni. Skjálftinn varð í sunnanverðri öskjunni og segir Veðurstofan að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið.

Innlent

Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun

Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta.

Innlent

Rauðu örvarnar leika listir sínar á Ís­landi

Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar.

Innlent

Munaðar­laus álftarungi ætti að spjara sig

Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna.

Innlent

Apabóla greinist í Sví­þjóð

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð.

Erlent

Áttar sig ekki á á­kalli for­manns VG

Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma.

Innlent

Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengi­sandi

Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega.

Innlent

Helga Vala til Lög­fræði­stofu Reykja­víkur

Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður og lögmaður, hefur bæst við hóp lögmanna Lögfræðistofu Reykjavíkur. Helga Vala útskrifaðist með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti.

Innlent

Úkraínu­menn hafa náð valdi yfir Súdsja

Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna.

Erlent

Skilur gagn­rýni á háa orlofsgreiðslu

Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar.

Innlent

„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“

Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera.

Innlent

Flytur út frá for­eldrum sínum þökk sé hunda­heppni

Einn af þúsundum gesta á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er 37 milljónum krónum ríkari eftir að hafa dottið í lukkupottinn. Hann keypti tíu raða miða í Eurojackpot á leiðinni í Herjólfsdal en breytti einni röð sem reyndist góð ákvörðun.

Innlent

Fjórir berjast um em­bætti um­boðs­manns Al­þingis

Fjórir einstaklingar gefa kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Það eru þau Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður.

Innlent

Fundu erfðabreytileika sem stór­auka á­hættu á Parkinsons

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið sjaldgæfa erfðabreytileika sem auka áhættu á Parkinsons-sjúkdómi. Erfðabreytingarnir draga úr virkni erfðavísisins ITSN1 sem rannsakendur telja að hafi áhrif á meinmyndun sjúkdómsins. Talið er að vegna uppgötvunarinnar gæti verið hægt að þróa lyf við sjúkdómnum.

Innlent

„Týpísk pólitík að tefja málið“

Tillögu Jóns Inga Hákonarsonar, bæjarfulltrúa Viðreisnar í Hafnarfirði, um að Coda Terminal-verkefni Carbfix verði sett í íbúakosningu var vísað til bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi í gær. Jón Ingi harmar þessa ákvörðun og vænir fulltrúa meirihlutans um ósamræmi í máli og verkum.

Innlent