Fréttir

Brosið fer ekki af Hrunamönnum

Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar.

Innlent

Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar

Töluverð hætta er á að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum og komi fölsuðum lyfjum í umferð. Sérfræðingur segir dæmi um að fólk hafi látið lífið neyslu slíkra lyfja sem það keypti á netinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 

Innlent

Haldið föngnum neðan­jarðar án sólar­ljóss mánuðum saman

Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar.

Erlent

Í beinni: Skyndifundur Sjálf­stæðis­manna á Grand Hotel

Sjálfstæðismenn funda í dag á Grand Hotel í Reykjavík en flokksformaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir boðaði til fundarins með skömmum fyrirvara á mánudagskvöld undir þeim formerkjum að hún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að stærra Íslandi.“

Innlent

Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið.

Innlent

Menningar­verð­laun Árborgar til hjóna á Eyrar­bakka

Hjónin Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka eru handhafar menningarverðlaun Árborgar fyrir árið í ár, en þau hafa á undanförnum áratugum auðgað menningarlíf í sveitarfélaginu svo sómi er að. Þau eru líka ný búin að gefa um bók um „Horfin hús á Eyrarbakka og þróun byggðarinnar frá 1878 til 1960”.

Innlent

Happ­drætti Há­skólans sýknað af tug­milljóna kröfu Catalinu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn.

Innlent

Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lög­reglu­mönnum

Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær.

Innlent

Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn

James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin.

Erlent

Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum

Búast má við rigningu og slyddu á austanverðu landinu í dag en lítilli úrkomu vestan. Þá er gert ráð fyrir norðaustan og austanvindátt upp á 5 til 13 metra á sekúndu, sem gæti náð allt að 20 metrum á sekúndu norðvestantil og við suðausturströndina.

Veður

Hrekur Walt-Disney líkingar þing­manns

Mat Náttúrustofu Suðurlands á lundaveiðum byggir á vísindalegum rannsóknum sem unnar eru af heilindum og metnaði. Veiðarnar eru ósjálfbærar við núverandi tímabil sjávarhlýnunar og ber skilyrðislaust að hvetja veiðimenn til að fara sér hægt á tímabilum þar sem stofninn á undir högg að sækja.

Innlent

Trump veitir Ung­verjum undan­þágu

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert Ungverja undanskilda refsiaðgerðum vegna kaupa á olíu frá Rússlandi, að sögn utanríkisráðherra Ungverjalands. Trump fundaði með Viktor Orbán forsætisráðherra í Hvíta húsinu í dag.

Erlent

Fjöldi gesta á vellinum myndi tak­markast við 5000

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðkomuleiðum að Laugardalsvelli vegna skólaþorpsins sem á að reisa við völlinn. Fjöldi gesta á viðburðum á vellinum, hvort sem um ræði knattspyrnuleiki eða tónleika, myndi takmarkast við fimm þúsund manns yrði af breytingunum.

Innlent

Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna

Lokað verður fyrir umferð um Breiðholtsbraut um helgina milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs vegna þess að unnið er að því að steypa nýja brú. Breiðholtsbraut verður lokuð að næturlagi í 10-14 daga en á meðan steypan harðnar er mikil slysahætta sé ekið á hana.

Innlent

Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur em­bættum

Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu

Innlent