Fréttir Búist við austlægri átt Búist er við austlægri átt, sem verður þrír til átta metrar á sekúndu, og dálítilli rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu í dag, en þó mun létta síðdegis. Talið er að það verði nokkuð bjart á norðanverðu landinu. Hiti tvö til sex stig sunnanlands en um eða undir frostmarki fyrir norðan. Veður 2.11.2024 08:26 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. Innlent 2.11.2024 08:02 Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Lögreglan var kölluð út að skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna slagsmála. Lögreglu barst tilkynning um að hnífur hefði verið dreginn upp og einn einstaklingur skorinn með honum. Innlent 2.11.2024 07:26 Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. Innlent 2.11.2024 07:02 Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir. Innlent 1.11.2024 23:36 „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Íbúar í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af umferð stórvirkra vinnuvéla um götur hverfisins. Fjöldi barna streymir inn og út úr hverfinu á hverjum degi og neyðist stundum til að ganga á götunni. Innlent 1.11.2024 21:05 Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. Innlent 1.11.2024 20:53 Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Stjórnmálaflokkurinn Ábyrg framtíð hefur nú birt framboðslista sinn í eina kjördæminu sem þau bjóða fram, Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes Loftsson stofnandi flokksins er í fyrsta sæti og Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir í öðru. Innlent 1.11.2024 19:51 Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. Innlent 1.11.2024 19:44 Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn en við tók löng bið eftir að hitta lækni. Innlent 1.11.2024 19:39 Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Næsta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer fram í Baku í Aserbaídsjan dagana 11. til 22. nóvember. Skráðir þátttakendur frá Íslandi eru 44 að þessu sinni. Innlent 1.11.2024 18:41 Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgjæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn. Við tók löng bið eftir að hitta lækni. Innlent 1.11.2024 18:17 Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Innlent 1.11.2024 16:58 Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. Innlent 1.11.2024 16:14 Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Átta manns eru látnir eftir að steypuskyggni á járnbrautarstöð í næststærstu borg Serbíu í dag. Tveir til viðbótar eru slasaðir, þar á meðal karlmaður sem þurfti að aflima, og fleiri voru fastir undir brakinu. Erlent 1.11.2024 15:56 Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Endurtaka þurfti atkvæðagreiðslu um verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík. Niðurstöður liggja fyrir og var boðun verkfalls samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þetta kemur fram á vef Kennarasambandsins. Innlent 1.11.2024 15:44 Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. Innlent 1.11.2024 15:27 Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. Innlent 1.11.2024 15:24 Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Þverárfjallsvegur, sem er skammt frá Blönduósi er lokaður að svo stöddu vegna eldsvoða í bíl. Innlent 1.11.2024 15:06 Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Ríkissaksóknari segist telja verulegar líkur á að sýknu Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns í nauðgunarmáli verði snúið í sakfellingu í Landsrétti. Innlent 1.11.2024 14:55 Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa Íslendingum að koma til Kína án vegabréfsáritunar út næsta ár. Undanþágan tekur gildi í næstu viku. Innlent 1.11.2024 14:45 Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinþórs Einarssonar sem var í gær sýknaður af ákæru um manndráp, segir niðurstöðuna fela í sér mikinn létti fyrir umbjóðanda sinn sem hafi þurft að sitja undir þungum sökum. Innlent 1.11.2024 14:09 Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. Erlent 1.11.2024 14:06 Dómi í máli Alberts áfrýjað Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi í máli Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns. Hann var fyrir þremur vikum sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. Innlent 1.11.2024 13:59 Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. Erlent 1.11.2024 13:15 „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. Innlent 1.11.2024 13:10 Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Meirihlutinn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar ætlar að leggja til að fallið verði frá tillögu um að fækka áramótabrennum. Ástæðan er sögð mikil hvatning frá íbúum og íbúaráðum. Innlent 1.11.2024 12:17 Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis segir fyrirtækið hafa átt í nánum samskiptum við MAST allt frá því að E. coli smit kom upp á leikskólanum Mánagarði. Það sé miður að fjöldi barna hafi veikst en með réttri meðhöndlun á hakkinu hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Innlent 1.11.2024 12:17 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem var handtekinn á vettvangi þar sem móðir hans fannst látin hefur verið framlengt til 28. nóvember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 1.11.2024 12:06 Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari sem hlaut dóm í sumar fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni ítrekað, fær áheyrn Hæstaréttar vegna málsins. Hann var sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti og á því rétt á áfrýjun. Innlent 1.11.2024 12:02 « ‹ 79 80 81 82 83 84 85 86 87 … 334 ›
Búist við austlægri átt Búist er við austlægri átt, sem verður þrír til átta metrar á sekúndu, og dálítilli rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu í dag, en þó mun létta síðdegis. Talið er að það verði nokkuð bjart á norðanverðu landinu. Hiti tvö til sex stig sunnanlands en um eða undir frostmarki fyrir norðan. Veður 2.11.2024 08:26
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. Innlent 2.11.2024 08:02
Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Lögreglan var kölluð út að skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna slagsmála. Lögreglu barst tilkynning um að hnífur hefði verið dreginn upp og einn einstaklingur skorinn með honum. Innlent 2.11.2024 07:26
Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. Innlent 2.11.2024 07:02
Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir. Innlent 1.11.2024 23:36
„Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Íbúar í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af umferð stórvirkra vinnuvéla um götur hverfisins. Fjöldi barna streymir inn og út úr hverfinu á hverjum degi og neyðist stundum til að ganga á götunni. Innlent 1.11.2024 21:05
Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands óttast að afstaða ríkisins gagnvart verkfallsboðun lækna muni hleypa illu blóði og aukinni hörku í kjaraviðræðurnar. Ríkið telur að verkfallsboðunin sé ólögmæt. Steinunn segir að verið sé að þrýsta læknum í harðari aðgerðir. Innlent 1.11.2024 20:53
Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Stjórnmálaflokkurinn Ábyrg framtíð hefur nú birt framboðslista sinn í eina kjördæminu sem þau bjóða fram, Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes Loftsson stofnandi flokksins er í fyrsta sæti og Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir í öðru. Innlent 1.11.2024 19:51
Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. Innlent 1.11.2024 19:44
Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn en við tók löng bið eftir að hitta lækni. Innlent 1.11.2024 19:39
Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Næsta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer fram í Baku í Aserbaídsjan dagana 11. til 22. nóvember. Skráðir þátttakendur frá Íslandi eru 44 að þessu sinni. Innlent 1.11.2024 18:41
Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgjæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn. Við tók löng bið eftir að hitta lækni. Innlent 1.11.2024 18:17
Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Innlent 1.11.2024 16:58
Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. Innlent 1.11.2024 16:14
Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Átta manns eru látnir eftir að steypuskyggni á járnbrautarstöð í næststærstu borg Serbíu í dag. Tveir til viðbótar eru slasaðir, þar á meðal karlmaður sem þurfti að aflima, og fleiri voru fastir undir brakinu. Erlent 1.11.2024 15:56
Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Endurtaka þurfti atkvæðagreiðslu um verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík. Niðurstöður liggja fyrir og var boðun verkfalls samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þetta kemur fram á vef Kennarasambandsins. Innlent 1.11.2024 15:44
Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. Innlent 1.11.2024 15:27
Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Íslenska ríkið telur að boðun Læknafélags Íslands á verkfalli lækna sem hefjast á þann 18. nóvember sé ólögmæt. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum félagsins í Hlíðarsmára. Innlent 1.11.2024 15:24
Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Þverárfjallsvegur, sem er skammt frá Blönduósi er lokaður að svo stöddu vegna eldsvoða í bíl. Innlent 1.11.2024 15:06
Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Ríkissaksóknari segist telja verulegar líkur á að sýknu Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns í nauðgunarmáli verði snúið í sakfellingu í Landsrétti. Innlent 1.11.2024 14:55
Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa Íslendingum að koma til Kína án vegabréfsáritunar út næsta ár. Undanþágan tekur gildi í næstu viku. Innlent 1.11.2024 14:45
Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinþórs Einarssonar sem var í gær sýknaður af ákæru um manndráp, segir niðurstöðuna fela í sér mikinn létti fyrir umbjóðanda sinn sem hafi þurft að sitja undir þungum sökum. Innlent 1.11.2024 14:09
Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. Erlent 1.11.2024 14:06
Dómi í máli Alberts áfrýjað Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi í máli Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns. Hann var fyrir þremur vikum sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. Innlent 1.11.2024 13:59
Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. Erlent 1.11.2024 13:15
„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. Innlent 1.11.2024 13:10
Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Meirihlutinn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar ætlar að leggja til að fallið verði frá tillögu um að fækka áramótabrennum. Ástæðan er sögð mikil hvatning frá íbúum og íbúaráðum. Innlent 1.11.2024 12:17
Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis segir fyrirtækið hafa átt í nánum samskiptum við MAST allt frá því að E. coli smit kom upp á leikskólanum Mánagarði. Það sé miður að fjöldi barna hafi veikst en með réttri meðhöndlun á hakkinu hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Innlent 1.11.2024 12:17
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem var handtekinn á vettvangi þar sem móðir hans fannst látin hefur verið framlengt til 28. nóvember næstkomandi á grundvelli almannahagsmuna. Innlent 1.11.2024 12:06
Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari sem hlaut dóm í sumar fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni ítrekað, fær áheyrn Hæstaréttar vegna málsins. Hann var sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti og á því rétt á áfrýjun. Innlent 1.11.2024 12:02