Innlent

Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Land­spítalans í Foss­vogi

Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í Fossvogi svo hægt verði að hefja byggingu á nýju geðsviði Landspítalans á auðri lóð við hlið gamla Borgarspítalans. Áætlað er að byggingin verði 24 þúsund fermetrar og uppbyggingin kosti um 22,2 milljarða. 

Innlent

Ráðast á fanga­verði og skvetta á þá ýmsum líkams­vessum

Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir aðstæður óviðunandi innan fangelsisins og kallar eftir lausnum sem aðstoði við að leysa vandann strax. Nýtt fangelsi leysi ekki vandann sem steðji að fangavörðum í dag. Þeir séu oftar beittir ofbeldi, hótunum og ýmissi áreitni. Plássleysi sé stærsta vandamálið en einnig vanti fleiri fangaverði. 

Innlent

„Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitar­fé­lagi”

Foreldrar leikskólabarna á Tanga á Ísafirði segja börn þeirra hafa verið beitt refsingum og notast hafi verið við verðlaunakerfi sem aldrei hafi verið kynnt. Bæjarstjóri segir málið tekið alvarlega og leikskólastjóri segir um misskilning að ræða sem úttekt Miðstöð menntunar og skólaþjónustu styður. Foreldrarnir segjast finna fyrir útilokun í svo litlu samfélagi vegna baráttu fyrir réttindum barnanna. Börnin hafa nú verið útskrifuð af leikskólanum. 

Innlent

Ógnaði öðrum með skærum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna líkamsárása í nótt og þá var einstaklingur handtekinn eftir að hafa viðhaft ógnandi hegðun með skærum á skemmtistað.

Innlent

Segja á­form ráð­herra grafa undan þjónustu

Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu.

Innlent

Skorast ekki undan á­byrgð vilji flokks­menn nýjan odd­vita

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum.

Innlent

Ný­burar fæðast í nikótínfráhvörfum

Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn.

Innlent

Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, er hættur í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur þrátt fyrir að hafa varið mánuðum í að reyna að fá sæti í ráðinu. Hann var í upphafi talinn vanhæfur vegna formennsku sinnar í stjórn íþróttafélags en fékk á endanum sæti í nefndinni. Hann segir að það hafi einfaldlega verið „prinsippmál“ að fá sæti í nefndinni en nú hefur hann aftur skipt um nefnd við kollega sinn.

Innlent

SUS gefur fundar­mönnum bol í anda Charlies Kirk

Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum.

Innlent

Eins og löglærður for­stjóri spítala væri að skera upp sjúk­linga

Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og prófessor í viðskiptafræði segir stöðu Ríkisendurskoðunar óboðlega. Hann líkir því að ríkisendurskoðandi án löggildingar skrifi undir ársreikninga ríkisfyrirtækja og stofnana við það að lögfræðimenntaður forstjóri Landspítalans færi að skera upp sjúklinga. Lögregla hefur vísað málinu frá.

Innlent

Aðal­steinn volgur og Björg orðuð við odd­vitann

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 

Innlent

Til­kynntur til lög­reglu

Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. 

Innlent

Flóamenn taka fá­lega í þreifingar Árborgara

Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir.

Innlent