Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, en norðaustan átta til þrettán metrar á austanverðu landinu. Veður 24.1.2025 07:12
Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna talsverðrar eða mikillar snjókomu á Suður- og Suðausturlandi. Viðvaranirnar taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi og klukkan 15 á Suðausturlandi og verða í gildi fram á nótt. Veður 23.1.2025 12:57
Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu í dag, en heldur hægari norðanlands framan af degi. Veður 23.1.2025 07:17
Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. Veður 14.1.2025 23:03
Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum þegar frost fer úr jörðu og úrkoma safnast upp á næstu dögum. Ekki er hægt að útiloka krapaflóðahættu á svæðum þar sem snjór er í giljum og farvegum. Veður 14.1.2025 13:58
Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu. Spáð er rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu, en að muni bæta í úrkomu síðdegis. Úrkomuminna verður á norðaustanverðu landinu. Veður 14.1.2025 07:13
Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Landið er nú í morgunsárið á milli tveggja lægða þar sem aðra er að finna skammt suðaustur af Jan Mayen og veldur allhvassri vestanátt á norðaustanverðu landinu. Lægðin fjarlægist nú óðum og er vindur því á niðurleið. Veður 13.1.2025 07:12
Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Allmikið lægðardrag hreyfist norðaustur yfir landið í dag og veldur suðaustanstrekkingi með rigningu og hlýindum, einkum á suðaustanverðu landinu. Veðurviðvaranir vegna hvassviðris og hláku eru í gildi um allt land og er búist við talsverðri leysingu. Veður 12.1.2025 08:37
Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Smálægð milli Íslands og Grænlands beinir hægri suðlægri átt með slydduéljum að landinu. Suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist norður á bóginn og í nótt er von á allhvassri suðaustanátt með rigningu og hækkandi hita. Veður 11.1.2025 09:12
Víða skúrir og hlýnandi veður Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum eða skúrum. Þó má reikna með öllu hvassari vindi með rigningu eða slyddu á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum síðdegis. Veður 10.1.2025 07:08
Bjart, kalt og hægur vindur Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina. Veður 9.1.2025 07:14
Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Lægð yfir Skandinavíu og hæðarhryggur á Grænlandssundi beina nú norðlægri átt til landsins, yfirleitt fimm til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Hvassast verður austantil. Veður 8.1.2025 07:30
Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Smálægð er nú að myndast á Grænlandssundi og nálgast hún landið í dag. Þegar líður á morguninn má því búast við snjókomu eða éljum norðvestantil, og einnig á Suðvesturlandi síðdegis. Veður 7.1.2025 07:48
Norðanáttin getur náð stormstyrk Útlit er fyrir norðanátt í dag sem verður víða á bilinu tíu til fimmtán metrar á sekúndu. Fjöll geta víða magnað upp norðanáttina og má reikna með að vindstrengirnir geti sums staðar orðið hvassir eða jafnvel náð stormstyrk, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Veður 6.1.2025 07:11
Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Í dag gengur í norðan 8 til 15 metra á sekúndu og búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Ná strengirnir jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið. Veður 5.1.2025 07:30
Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Spáð er suðaustan golu eða kalda með slyddu eða snjókomu með köflum á landinu sunnan- og vestanverðu í dag. Á morgun, laugardag, er víða spáð björtu veðri en talsverðu frosti. Veður 3.1.2025 07:27
Dálítil él og frost að tíu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan og norðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálitlum éljum, en bjart að mestu á Suðausturlandi. Veður 2.1.2025 07:28
Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Á þessum fyrsta degi ársins er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar. Reikna má með hægum vindi og léttskýjuðu veðri, en norðvestan strekkingi og dálitlum éljum fyrir austan. Veður 1.1.2025 08:06
Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Veðurstofan spáir því að þegar nýtt ár gengur í garð verði kalt og rólegt veður víðast hvar á landinu. Því sé hætt við talsverðri flugeldamengun. Á nýársdag verði fremur hæg norðlæg átt, víða bjart og kalt veður. Veður 31.12.2024 08:44
Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. Veður 30.12.2024 10:11
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. Veður 30.12.2024 08:00
„Það versta stendur yfir áramótin“ Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. Veður 29.12.2024 19:42
Útlit fyrir snjókomu vestast Minnkandi norðanátt er í dag og búist er við því að það dragi úr éljum og að áfram verði bjart um sunnanvert landið. Þá er harðnandi frost og í kvöld er útlit fyrir snjókmu vestast á landinu, en líklega mun hún einungis standa yfir í nokkra klukkutíma. Veður 29.12.2024 08:54
Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag „Í dag keppast smálægðir um að stýra veðrinu hjá okkur,“ segir í textaspá Veðurstofunnar um veðrið í dag. Veður 28.12.2024 07:41