Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna

Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Púllarinn dregur sig úr hópnum

Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Hollands vegna meiðsla. Meiðslin eru að líkindum ekki alvarleg en hann hefur verið máttarstólpi á miðju enska liðsins í vetur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Frekar til í að borga himin­háa sekt en að kaupa Sancho

Þegar Chelsea fékk enska vængmanninn Jadon Sancho lánaðan frá Manchester United síðasta sumar var það undir þeim formerkjum að Lundúnaliðið myndi kaupa leikmanninn að loknu yfirstandandi tímabili. Chelsea hefur nú skipt um skoðun og er tilbúið að borga sekt frekar en að festa kaup á leikmanninum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liver­pool-goðsögnin Han­sen fékk MBE orðu

Alan Hansen var á sínum tími máttarstólpi í gríðarlega sigursælu Liverpool-liði. Í seinni tíð var hann þekktur sem maðurinn sem sagði „þú vinnur ekkert með krakka í liðinu.“ Hann hefur nú hlotið MBE-orðuna fyrir störf sín.

Enski boltinn
Fréttamynd

Full­orðnir menn grétu á Ölveri

Stuðningsmenn Newcastle United eru margir hverjir enn að ná sér niður eftir sigur liðsins á Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn var. Íslenskir stuðningsmenn liðsins nutu sín vel á Ölveri í Reykjavík.

Enski boltinn