
Handbolti

Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér
Fjölnir og ÍR, tvö neðstu lið Olís deildar karla í handbolta, eru ekki búin að syngja sitt síðasta í fallbaráttunni.

Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum
FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér.

Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði
Gummersbach átti veika von á þvi að tryggja sig beint inn í átta liða úrslit Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld en tap þýðir að lærisveinar Guðjón Vals Sigurðssonar fara í umspilið. Íslendingaliðið Montpellier er aftur á móti komið í átta liða úrslitin.

Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði
Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, er í liði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu eftir stórkostlega frammistöðu gegn stórliði Magdeburg.

Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt
Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum.

„Eins manns dauði er annars brauð“
Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn.

„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“
Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu.

Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu
Erlingur Birgir Richardsson verður aftur þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta en Eyjamenn tilkynntu í kvöld að hann hafi skrifað undir tveggja ára samning.

Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu
Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta.

Svona var blaðamannafundur Snorra
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem mætir Grikklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2026.

Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana
Handboltamaðurinn Birgir Steinn Jónsson hefur skrifað undir samning við sænsku meistarana í Sävehof sem gildir til þriggja ára. Hann heldur til félagsins í sumar, eftir að leiktíðinni með Aftureldingu lýkur.

Frábær leikur Andra dugði ekki til
Andri Már Rúnarsson var hreint út sagt magnaður þegar Leipzig mátti þola þriggja marka tap gegn Füchse Berlín, lokatölur 30-33.

Myndasyrpa frá fögnuði Fram
Fram varð á laugardag bikarmeistari karlaí handbolta. Anton Brink ljósmyndari Vísis var á staðnum og myndaði fögnuðinn.

Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali
Karen Knútsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hún tilkynnti þetta eftir leik Fram og Hauka í úrslitum Powerade bikars kvenna í gær.

Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka
Haukar urðu á laugardag bikarmeistari kvenna í handbolta. Var þetta fyrsti bikartitill kvennaliðsins í 18 ár.


„Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“
Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar hefði viljað nýta meðbyrinn sem félagið var með um miðjan seinni hálfleikinn betur en Stjarnan tapaði 31-25 fyrir Fram í úrslitum Powerade-bikarsins í dag.

„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“
Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik.

„Ég er bara klökkur“
Rúnar Kárason var eitt sólskinsbros eftir sigur Framara á Stjörunni í úrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik. Hann sagði frábært að sjá góða niðurstöðu eftir mikla vinnu hjá félaginu.

„Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri
„Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram.

Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari
Fram er bikarmeistari karla í handbolta árið 2025. Þeir lögðu Stjörnuna að velli 31-25 í spennandi úrslitaleik að Ásvöllum. Þetta er annar bikartitill Framara og sá fyrsti síðan árið 2000.

Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár
Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni.

Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni
Óhætt er að segja að Fram hafi gengið brösuglega í bikarúrslitum karla í handbolta. Framarar hafa tapað ellefu af tólf bikarúrslitaleikjum sem þeir hafa komist í.

„Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“
Eftir afar sigursælan tíma með norska kvennalandsliðinu í handbolta gefur Þórir Hergeirsson sér nú árið til þess að sjá hvort þjálfunin kalli enn á hann. Áhuginn á hans kröftum er sem fyrr mikill.

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta með sigri sínum gegn Gróttu í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í kvöld.

„Getum gengið stoltar frá borði“
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, fyrirliði Gróttu, skoraði sex mörk fyrir lið sitt þegar það laut í lægra haldi fyrir Haukum í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna að Ásvöllum í kvöld. Karlotta gat fundið jákvæða punkta við frammistöðu Gróttuliðsins í leiknum þrátt fyrir tapið.

Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum
Haukar munu mæta Fram í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir afar sannfærandi sigur Haukaliðsins gegn Gróttu í leik liðanna í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Íslensku landsliðsmennirnir lögðu sitt á vogarskálarnar þegar Veszprém hélt góðu gengi sínu í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta áfram með góðum útisigri á París Saint-Germain.

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona.

„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann”
Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn.