Umræðan

Stór stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni

Hildur Flóvenz skrifar

Íslensk fyrirtæki eru nokkuð á eftir því sem gengur og gerist annars staðar þegar kemur að upplýsingagjöf í sjálfbærni. Fyrirtækjanna bíður fjöldi tækifæri til að taka sjálfbærnimálin fastari tökum og vera tilbúin fyrir það sem koma skal bæði í löggjöf og almennt í samræmi við auknar kröfur sem almenningur, neytendur og fjárfestar gera til sjálfbærnimála fyrirtækja.

Umræðan

Íbúðaframboð í örum vexti

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir.

Umræðan

Hvert er þitt framlag í loftlagspúkkið?

Kristján Rúnar Kristjánsson og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir skrifar

Leiðin að kolefnishlutleysi árið 2040 er ekki að fullu kortlögð og verður engin gleðiganga í lystigarðinum. Hins vegar er ljóst að ef stórhuga markmið stjórnvalda eiga að nást þarf að taka hugrökk skref og tryggja víðtækt samstarf allra helstu hagaðila innanlands.

Umræðan

Telst það innherjasvik að vera á undan öðrum þegar innherjaupplýsingar hafa verið birtar?

Andri Fannar Bergþórsson skrifar

Löggjöf um verðbréfamarkaði bannar aðilum sem búa yfir betri upplýsingum á markaði að notfæra sér þetta forskot á kostnað annarra á markaðinum. En löggjöfinni er ekki ætlað að draga úr samkeppni á markaði með því að banna fjárfestum að vera hugmyndaríkir í því að nálgast opinberar upplýsingar með lögmætum hætti.

Umræðan

Óhaldbær rök sjálfbærnistjórans

Þórður Gunnarsson skrifar

Ómögulegt er að útvega orkuna sem til þarf svo hætta megi notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, eingöngu með bættri nýtingu starfandi virkjana á Íslandi. Að stilla áskoruninni upp með þessum hætti er ekki ein sviðsmynd af mörgum, líkt og sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar staðhæfir. Heldur er þetta hreinlega markmiðið sem stjórnvöld hafa sett sér.

Umræðan

Klæðlausar Kjarafréttir

Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar

Eigur íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem standa undir framtíðarlífeyrisgreiðslum, nema 208% af vergri landsframleiðslu á Íslandi samanborið við 61% í Finnlandi, 50% í Danmörku, 11% í Noregi og 4% í Svíþjóð árið 2021, samkvæmt OECD. Lífeyrissjóðakerfi Íslendinga er því sjálfbærara en annarra Norðurlanda og fyrir vikið útheimtir það ekki eins mikla aðkomu hins opinbera.

Umræðan

Skál í sýndar-kampavíni

María Kristjánsdóttir skrifar

Titill greinarinnar kann að hljóma furðulega, en staðreyndin er þó sú að í nánustu framtíð verður hægt að nálgast kampavín og aðrar vörur og þjónustu í sýndarveruleika. Kampavínsframleiðandinn Moët Hennessy er langt í frá eina fyrirtækið til að skrá vörumerki sín til notkunar í sýndarveruleika. Fjöldi heimsþekktra vörumerkja hafa á undanförnum misserum farið sömu leið, til dæmis Nike, Disney, Gucci, Louis Vuitton, KFC og Hyundai.

Umræðan

Hvert fór allur seljanleikinn?

Raghuram G. Rajan og Viral Acharya skrifar

Það hefur alltaf verið skylda seðlabanka að vera lánveitandi til þrautavara. En að hafa opnar lánalínur á stórum skala árum saman er allt annað mál. Okkar niðurstöður benda til þess að mjög erfitt verði að snúa við þeirri magnbundnu íhlutun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ekki síst vegna þess að minni efnahagsreikningur seðlabanka gerir hagkerfi viðkvæmari fyrir áföllum.

Umræðan

Er allt vænt grænt?

Bjarni Herrera Þórisson skrifar

Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin.

Umræðan

Húsnæðisverð lækkar

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Þrátt fyrir að steypan sé uppáhalds fjárfesting Íslendinga getur íbúðaverð lækkað líkt og annað eignaverð og það er einmitt það sem er framundan.

Umræðan

Fjöl­miðla­frelsi og miðlun inn­herja­upp­lýsinga

Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Blaðamönnum er heimilt að veita heimildarmönnum sínum innherjaupplýsingar að því marki sem slík upplýsingagjöf telst nauðsynleg í þágu starfs þeirra. Þetta er niðurstaða dómstóls Evrópusambandsins í nýlegu máli franska fjármálaeftirlitsins gegn viðskiptablaðamanni á breska fjölmiðlinum Daily Mail.

Umræðan

Sjálfsvígsheimsvaldastefna Kremlar

Nina L Khrushcheva skrifar

Eins fráleit og hún var, þá var ekkert sem kom á óvart í ræðunni sem Pútín hélt í tilefni innlimunar úkraínsku landsvæðanna. Á undanförnum vikum hefur Rússland orðið fyrir hverju öðru, hernaðarlegu áfallinu í norðaustur Úkraínu. Að sýna veikleika er óhugsandi í huga Pútín og þar af leiðandi bætir hann upp dapurt gengi á vígvellinum með sífellt meira ógnandi málflutningi.

Umræðan

Áttföldun á fjórum árum

Björgvin Ingi Ólafsson skrifar

Fyrirtæki og stjórnendur hafa mikinn hag af því að gefa sér ráðrúm til að finna sín Tempo verkefni. Ég er sannfærður um að margs konar þekking verður til í fyrirtækjum sem getur nýst langt umfram fyrirtækið sjálft. Tempo varð til í kringum vandamál sem starfsfólk Nýherja stóð frammi fyrir.

Umræðan

Verðbólguskuldakreppa er hafin

Nouriel Roubini skrifar

Á meðan margir greinendur eru sammála um að komandi kreppa verði stutt og ekki of djúp hef ég varað við slíkum væntingum og bent á hættuna á langvarandi verðbólguskuldakreppu. Sá titringur sem við höfum séð á fjármálamörkuðum, meðal annar bæði skuldabréfa- og lánamörkuðum, hefur stutt þá trú mína að aðgerðir seðlabanka heimsins gegn verðbólgu munu orsaka hrun á bæði fjármálamörkuðum og heimshagkerfinu í heild.

Umræðan

Helstu hætturnar fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna og Kína

Stephen S Roach skrifar

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur nú hækkað vexti um 75 punkta þrjú skipti í röð. Eins og við mátti búast heyrast kröftug mótmæli frá álitsgjöfum og stjórnmálamönnum, varandi við yfirskotum við vaxtahækkanir. Ég er ósammála. Það er löngu orðið tímabært fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna að byrja á að grafa sig upp úr þeirri dýpstu holu sem hann hefur nokkurn tíma komið sér í.

Umræðan

Hið opinbera klekkir á einkaaðilum

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda.

Umræðan

Fimm aumir ráðherrastólar

Ísak Rúnarsson skrifar

Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur fyrst og fremst verið eyðslustjórn frá því hún var mynduð árið 2017 og nú virðist hún ætla að falla á stóra prófi ríkisfjármálanna.

Umræðan

Tilfinninganefndirnar

Ólafur Sigurðsson skrifar

Það skiptir máli að nú þegar við tökum fagnandi á móti erlendum vísitölusjóðum liggi fyrir einhver afstaða til tilnefningarnefnda. Þó vísitölusjóðir hafi ekki mikla skoðun, hafa þeir skoðun á stjórnarháttum.

Umræðan

Vetur nálgast og Pútín er að mistakast

Carl Bildt skrifar

Þar sem Pútín hefur misst alla raunverulega möguleika á að vinna hernaðarsigur, hefur hann nú gripið til þess að stöðva orkusölu til Evrópu í þeirri von að harður vetur á meginlandi Evrópu muni draga úr stuðningi við Úkraínu. Sú aðgerð felur í sér annan dómgreindarbrest ráðamanna í Kreml.

Umræðan

Mismunandi leiðir inn á markaðinn II

Baldur Thorlacius skrifar

Að fá inn akkeris- og/eða kjölfestufjárfesta gerir fyrirtækjum kleift að handvelja tiltekna aðila inn í hluthafahópinn, aðila sem koma ekki einungis með fjármagn heldur verðmæta þekkingu og reynslu að borðinu.

Umræðan

Verndari virkrar samkeppni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Verðbólgan getur ýtt undir frekari samþjöppun og skaðað samkeppnismarkaðinn til lengri tíma litið. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undan samkeppni. Þessi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt að hún er enginn verndari virkrar samkeppni. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól.

Umræðan

Annar gjaldmiðill leysir ekki vandann á húsnæðismarkaði

Þórður Gunnarsson skrifar

Ef Ísland tæki upp evruna sem lögeyri eru vissulega góðar líkur á því að vaxtastig myndi eitthvað lækka hér á landi til lengri tíma. Það þýðir þó ekki að það verði eitthvað ódýrara fyrir venjulegt fólk að koma sér þaki yfir höfuðið.

Umræðan

Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?

Jón Ólafur Halldórsson og Egill Jóhannsson skrifar

Ísland hefur skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um 29% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram enn metnaðarfyllra landsmarkmið um 55% samdrátt. Það þýðir að draga þarf úr losun um 1,3 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2í) á næstu 8 árum. Að auki hefur kolefnishlutleysi árið 2040 verið lögfest.

Umræðan

Heimsfaraldur ESG

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Hugmyndin um ábyrgar fjárfestingar hefur farið um Vesturlönd eins og eldur í sinu. Á milli áranna 2005 og 2018 kom hugtakið ESG fram í brotabroti af uppgjörstilkynningum skráðra fyrirtækja samkvæmt greiningu eignarstýringarfélagsins Pimco. Þremur árum síðar var hlutfallið komið í tuttugu prósent.

Umræðan

Mismunandi leiðir inn á markaðinn I

Baldur Thorlacius skrifar

Skráð félög eru meira áberandi í allri umræðu og komast á kortið hjá stærri hópi fjárfesta. En eins og með seljanleika er hægt að gera ýmislegt til að nýta aukinn sýnileika til fulls. Það er ekki nóg að hafa gjallarhorn, það þarf líka að hafa góða sögu að segja.

Umræðan

Borgin sýpur seyðið af lausatökum

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Reykjavíkurborg var í fararbroddi sveitarfélaga þegar kom að því að skapa störf í heimsfaraldrinum. Á milli áranna 2019 og 2021 fjölgaði stöðugildum hjá borginni um tæplega eitt þúsund að meðaltali – hlutfallsleg aukning var um 13,5 prósent – sem var mun meiri fjölgun en greina mátti í rekstri annarra sveitarfélaga.

Umræðan

Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt

Hörður Ægisson skrifar

Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt.

Umræðan

Svona gera menn ekki

Bjarni Guðmundsson skrifar

Launþegum er að lögum skylt að verja stórum hluta tekna sinna til öflunar lífeyrisréttinda. Um þau réttindi verður að ríkja traust, og tryggt verður að vera að þeim verði ekki breytt afturvirkt með geðþóttaákvörðunum frá því sem sjóðfélögum var kynnt er iðgjald var greitt.

Umræðan

Stærsta innviðasala Íslandssögunnar hangir á bláþræði

Hörður Ægisson skrifar

Kaupin á Mílu eru um margt prófsteinn á það hvort erlendir langtímafjárfestar megi – hafi þeir á annað borð áhuga á með hliðsjón af flækjustiginu sem því oft fylgir – eiga í alvöru viðskiptum hér á landi þar sem ekki er verið að tjalda til einnar nætur, heldur áratuga, líkt og er ætlun Ardian. Þessa dagana erum við fá að svarið við þeirri spurningu.

Umræðan

Uppgjör á faraldri og sóttvörnum

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Samfélagið var fljótt að snúa sér að öðru þegar öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum var aflétt í febrúar. Í tvö lýjandi ár hafði faraldurinn heljartak á umræðunni og þjóðfélagið var undirorpið ákvörðunum embættismanna sem höfðu skyndilega fengið vald til að segja af eða á. En þrátt fyrir að veiran sjálf sé horfin úr sviðsljósinu væru mikil mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar horfur eru á því að uppsafnaður halli ríkissjóðs fram til ársins 2027 muni nema þúsund milljörðum króna verður ekki komist hjá uppgjöri á sóttvarnaaðgerðum.

Umræðan