Lífið

Til­kynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans

Taylor Swift tilkynnti tólftu plötu sína, The Life of a Showgirl, eftir að hafa birt dularfulla niðurtalningu á heimasíðu sinni. Swift greindi frá plötunni í stiklu fyrir nýjasta hlaðvarpsþátt Travis og Jason Kelce sem birtist í dag.

Tónlist

Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk

Sara T. Rúnarsdóttir er einstök kona með stórt hjarta og kraftmikinn lífsstíl. Hún heldur sér virkri og verkjalausri með hjálp OsteoStrong og lætur ekkert stöðva sig. Sara hefur búið á Íslandi síðan 1976, en saga hennar hófst í Tansaníu þar sem hún er fædd og uppalin. Rætur hennar ná alla leið til borgarinnar Gujarat á Indlandi og þó móðurmál hennar sé gujarati, talar hún einnig reiprennandi íslensku og ensku.

Lífið samstarf

Nýr Rambo fundinn

Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo.

Bíó og sjónvarp

„Dýr­mætt að fá að hafa þetta svona per­sónu­legt“

„Það kom okkur mest á óvart hvað við náðum að njóta okkar. Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem við höfum upplifað,“ segir Kolbrún Ellý Björgvinsdóttir, viðurkenndur bókari, sem giftist sínum heittelskaða, Nikulási Jónssyni lækni, við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í júní síðastliðnum.

Lífið

Leifur Andri og Hug­rún trú­lofuð

Knattspyrnukappinn Leifur Andri Leifsson, og Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eru trúlofuð. Frá þessu greinir Hugrún í einlægri færslu á Instagram. 

Lífið

Fyrstu skrefin tekin á sama stað og sím­talið um fæðinguna barst

Leikkonan María Birta Fox birti hjartnæma færslu á Instagram í vikunni þar sem hún rifjaði upp þegar hún og eiginmaður hennar, myndlistarmaðurinn Elli Egilsson Fox, fengu símtalið um að yngri dóttir þeirra Naja væri komin í heiminn. Á sama stað rétt rúmu ári síðar tók dóttirin sín fyrstu skref.

Lífið

Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar

Liðin vika var litrík og gleðileg þegar Hinsegin dagar fóru fram með pompi og prakt. Regnbogafánar blöktu, tónlist ómaði um götur Reykjavíkur og myndir úr Gleðigöngunni fylltu samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Lífið

„Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“

Í ár hefur þéttur og náinn vinahópur frá Borgarnesi skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið til að styðja við bakið á Birtu Björk Birgisdóttur sem staðið hefur frammi fyrir alvarlegum veikindum. Birta Björk greindist með beinkrabbamein í nóvember síðastliðnum og hefur síðan þá verið í strangri lyfjameðferð. Hópurinn ætlar að hlaupa til styrktar Ljósinu en þar hefur Birta fengið ómetanlegan stuðning í gegnum veikindaferlið.

Lífið

Superstore-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Jon Miyahara, sem fór með hlutverk hins þögla Brett Kobashigawa í gamanþáttunum Superstore, er látinn, 83 ára að aldri.

Lífið

Krakkatían: Af­mælistón­leikar, mara­þon og bíl­próf

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Myndaveisla: Sam­staða og stolt í al­gleymingi í Gleðigöngunni

Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Lífið

Bay segir skilið við Smith

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði.

Lífið

Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur

Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift.

Lífið

Endar örugg­lega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni

„Akkúrat núna er ég að gera mjög táknrænan fiðrildatrukk þar sem fiðrildin eru að koma út úr púpunni eitt af öðru. Það verða 26 mennsk fiðrildi uppi á þessum trukk. Þetta þarf alltaf að vera pínu táknrænt í bland við það að vera gaman,“ segir Páll Óskar. Gleðigangan fer fram á morgun kl. 14 þar sem lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju.

Lífið

Hver er Enda­kallinn frá Ibiza?

Breskur ferðamaður á spænsku partýeyjunni Ibiza hefur vakið mikla athygli í netheimum undanfarna daga. Maður þessi hefur hlotið viðurnefnið „Ibiza Final Boss“ sem mætti þýða sem „Endakallinn frá Ibiza“, en það er einkennandi útlit hans og háttalag sem hefur komið honum í sviðsljósið.

Lífið