Tónlist

Fréttamynd

Englar Birnis frumsýndir og heimildar­mynd á leiðinni

Heimildarmynd um rapparann Birni hefur verið í bígerð síðustu sex ár og verður frumsýnd á næsta ári. Ísak Hinriksson er leikstjóri myndarinnar en hann leikstýrði nýútkomnu tónlistarmyndbandi „Engla“ sem var frumsýnt á stórtónleikum í Laugardalshöll.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar

Helgin var sannarlega viðburðarík hjá íslensku stórstjörnunni og tónlistarkonunni Bríeti. Hún var að frumsýna tónlistarmyndina Minningar á Listasafni Reykjavíkur, stóð fyrir hátíðarsýningum í Bíó Paradís og tróð upp á næturklúbbnum Auto í kjölfarið. Allt þetta er hluti af því að kveðja plötuna Kveðja, Bríet sem kom út fyrir sléttum fimm árum og er einhver stærsta plata íslenskrar tónlistarsögu.

Tónlist
Fréttamynd

Baunar á kókaða söng­konu fyrir baktal

Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð.

Tónlist
Fréttamynd

Djúpt snortinn yfir við­brögðum sam­fé­lagsins

Ég er algjörlega í skýjunum, segir tónlistarmaðurinn og goðsögnin Páll Óskar sem var að gefa út plötuna Alveg með Benna HemmHemm. Þeir fögnuðu útgáfu með flottu hlustunarpartýi á Kjarval og skáluðu í kampavíni en Páll Óskar segir lögin óumflýjanlega eiga vel við í samfélaginu í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Hneig niður í miðju lagi

Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag.

Tónlist
Fréttamynd

Joy Orbison treður upp í Austur­bæjar­bíói

Breski raftónlistarmaðurinn Peter O'Grady, betur þekktur sem Joy Orbison, spilar í Austurbæjarbíói næstkomandi föstudag. Íslensku danstónlistarmennirnir Agzilla, Young Nazareth og Digital Ísland sjá um að hita upp.

Tónlist
Fréttamynd

Samdi lag um ást sína á RIFF

Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo.

Tónlist
Fréttamynd

Sögu­leg rappveisla í Laugar­dalnum

Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. 

Tónlist
Fréttamynd

Laufey treður upp með Justin Bieber

Súperstjarnan Laufey Lín kemur fram á tónlistarhátíðinni Coachella í eyðimörkinni í Kaliforníu á næsta ári. Er um að ræða einhverja stærstu tónlistarhátíð í heimi.

Tónlist
Fréttamynd

Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York

„Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. 

Tónlist
Fréttamynd

Heiðra Arvo Pärt í Landa­kots­kirkju

Kammerkórinn Cantoque Ensemble heiðrar eistneska tónskáldið Arvo Pärt á níræðisafmæli hans 11. september. Sönghópurinn mun flytja verk Pärt sem hann hefur samið fyrir kór án undirleiks undir stjórn kórstjórans Bernharðs Wilkinson, sem kemur til Íslands sérstaklega við þetta tækifæri.

Tónlist
Fréttamynd

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist
Fréttamynd

Ein­vala­lið kemur fram á Karlsvöku

Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Fjarsambandinu loksins lokið

„Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum.

Tónlist
Fréttamynd

Lög Sálarinnar verða að kvik­mynd

Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.

Tónlist
Fréttamynd

Enginn fær að skipta sér af tón­list Lauf­eyjar

„Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. 

Tónlist