Viðskipti

Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon
Díana Dögg Víglundsdóttir og Einar Hrafn Stefánsson hafa verið ráðin til hugbúnaðarfyrirtækisins Reon.

Kristjana til ÍSÍ
Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur tekið til starfa sem nýr verkefnastjóri kynningarmála á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), í stað Sigríðar Unnar Jónsdóttur sem lét af störfum um síðustu áramót.

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag.

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Helstu ráðgjafar og ráðherrar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vörðu stórum hluta gærdagsins í viðtöl við fjölmiðla. Þar voru þeir flestir sammála um að umfangsmiklir tollar Trumps á flest öll ríki heims væru komin til að vera. Ekki væri um að ræða einhverskonar opnunarleik fyrir viðræður um milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna.

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Einungis fjórtán prósent fengust upp í samþykktar kröfur í þrotabú Bakarís Jóa Fel. Lýstar kröfur námu 330 milljónum króna.

Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“
Egill Helgason bókarýnir, sjónvarpsmaður og fjölmiðlarýnir hefur fengið sig full saddan. Hann stingur af því tilefni niður penna og upplýsir fylgjendur sína í þúsundatali um afstöðu sína til sjálfsafgreiðslukassa: „Ég hata - sjálfsafgreiðslu í búðum.“

Kaupmáttur jókst á milli ára
Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi aukist um 2,8 prósent í fyrra borið saman við árið 2023. Á sama tímabili jókst verðbólga um 5,9 prósent. Laun hækkuðu um 6,6 prósent að meðaltali á milli ára í fyrra.

Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum.

Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að hinir nýju tollar sem Bandaríkjaforseti tilkynnti um á miðvikudag og lagðir verða á vörur frá Íslandi, muni ekki kollsteypa íslenskum útflutningsgreinum. Nýju tollarnir séu ekki góðar fréttir en að staðan gæti vissulega verið verri.

Lækkanir í Asíu halda áfram
Lækkanir urðu á mörkuðum í Asíu þegar þeir opnuðu í nótt, annan daginn í röð eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um tollaálögur sem settar verða á öll lönd heimsins og hafa vakið áhyggjur manna um niðursveiflu í hagkerfi heimsins.

Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta
Það virðast stundum koma tímabil þar sem okkur finnst eiginlega eins og allt sé að fara fjandans til í fréttum.

„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“
Forstjóri Össurar segir nýjan tíu prósenta toll á allan útflutning til Bandaríkjanna vera mikil vonbrigði, um sé að ræða mikilvægasta markað fyrirtækisins. Nýir lágmarkstollar á allan innflutning til Bandaríkjanna taka gildi á laugardaginn.

ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum
Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í níu dómsmálum í Landsrétti. Öll málin höfðuðu einstaklingar gegn sjóðnum og vildu meina að uppgreiðsluþóknun sjóðsins væri ólögmæt.

Öll félög lækkuðu nema þrjú
Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki.

Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna
Atvinnuvegaráðherra segir tolla Trump geta haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi. Mikilvægt sé að Ísland festist ekki milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollastríði.

Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á tímamótalöggjöf um persónuvernd sem eiga að auðvelda smærri fyrirtækjum lífið. Tillögurnar eru hluti af áherslu framkvæmdastjórnarinnar á afregluvæðingu til þess að efla samkeppnishæfni Evópu.

Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar
Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað.

Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs
Sveinn Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs hjá Samorku, með starfsstöð í Brussel og einnig í Reykjavík.

Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær.

Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty
Bílaleigan Hertz hefur tekið yfir rekstur bílaleigumerkjanna Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental á Íslandi.

36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars.

Bezos sagður hafa boðið í Tiktok
Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu.

Vaktin: Tollar Trump valda usla
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðaði í gær umfangsmikla tolla á flest ríki heims. Sakaði hann umheiminn um að hafa um árabil haft Bandaríkin að féþúfu.

Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings
Verndartollar á innfluttar vörur sem Bandaríkastjórn kynnti í gær hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og gerir fólk fátækara, að sögn hagfræðings og fjárfestis. Tollar skaði almennt lífskjör almennings.

Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að veita umsögn um frumvarp um hækkun á veiðigjaldi innan tilskilins frests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin segja ráðuneytið ekki hafa lagt mat á möguleg áhrif frumvarpsins, hafna faglegri úrvinnslu gagna og upplýstri umræðu.

Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks
Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks en hann hefur gegnt varaformennsku félagsins undanfarin ár.

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu
Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum.

Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka”
Það er vægast sagt frábært að tala við Gamithra Marga, stofnanda TVÍK. Ekki aðeins vegna þess að hún talar frábæra íslensku, vann Gulleggið árið 2022 og hefur þróað mjög skemmtilega útfærslu á stafrænum tungumálaskóla sem heitir TVÍK.

„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt.

Bæði vonbrigði og léttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum.