Bíó og sjónvarp

Um Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíuna

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían, (ÍKSA) er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu til að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur akademían m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.

Bíó og sjónvarp

Tilnefningar til Eddunnar kynntar

Tilnefningar til Eddunnar 2004 verða kynntar mánudaginn 25. október. Heiðursverðlaunahafi Eddunnar 2004 verður auk þess kynntur. Að lokinni kynningu tilnefninga hefst netkosning hér á Vísi sem stendur til 13. nóvember. Verðlaunin verða svo afhent sunnudaginn 14. nóvember í beinni útsendingu Sjónvarpsins og hér á Vísi.

Bíó og sjónvarp

EDDA 2004

Edduverðlaunin verða veitt í sjötta sinn við hátíðlega athöfn þann 14. nóvember næstkomandi. Nú er óskað eftir innsendingum verka í verðlaunaflokka hátíðarinnar. Skilafrestur er til klukkan 17:00 föstudaginn 8. október næstkomandi.

Bíó og sjónvarp

Vísir í samstarf við ÍKSA um Eddu

Björn Br. Björnsson, stjórnarmaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) og Ásmundur Helgason, markaðsstjóri Fréttablaðsins, skrifuðu í gær undir samning um samstarf Fréttablaðsins og Vísis við Edduverðlaunin til þriggja ára.

Bíó og sjónvarp

Næsland frumsýnd í kvöld

Næsland, kvikmynd í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Friðrik segir það forréttindi að hafa fengið að vinna með frábærum leikurum að gerð myndarinnar. Kostnaður við hana er á þriðja hundrað milljóna króna. 

Bíó og sjónvarp

Síðasti bærinn í dalnum bestur

Íslenska stuttmyndin <em>Síðasti bærinn í dalnum</em> var valin besta norræna stuttmyndin á norrænu stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama í gærkvöldi. Myndin er eftir Rúnar Rúnarsson. Þetta er í annað sinn sem íslensk mynd er valin sú besta á þessari hátíð sem var nú haldin í fimmtánda sinn.

Bíó og sjónvarp

Englarnir sigurvegarar kvöldsins

Þættirnir Englar í Ameríku voru sigurvegarar kvöldsins þegar Emmy-verðlaunin voru afhent fyrir besta sjónvarpsefnið í Los Angeles í gær. Þættirnir fengu ellefu verðlaun, meðal annars sem besta þáttaröðin. Sopranos var valinn besti dramaþátturinn og Arrested Development besta gamanþáttaröðin.

Bíó og sjónvarp

Bretar óánægðir með útlitið

Bretar virðast með eindæmum óánægðir með útlit sitt ef marka má fjölda þeirra sem sóttu um að gangast undir lýtaaðgerðir fyrir bresku útgáfuna af þættinum Extreme Makeover, eða "Nýtt útlit“. Sextán þúsund sóttu um en aðeins tuttugu og tveir komust að.

Bíó og sjónvarp

Sopranós stal senunni

Sopranós-fjölskyldan hreinlega stal senunni á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og nótt, eins og áhorfendur Stöðvar 2 urðu vitni að, því þættirnir fengu fern verðlaun, þar á meðal sem besti dramaþátturinn. 

Bíó og sjónvarp

Hatar mánudaga en elskar lasagne

Teiknimyndasagan um köttinn Gretti, sem hatar mánudaga en elskar lasagne, hefur verið ákaflega vinsæl í gegnum árin. Nú hefur loksins verið gerð kvikmynd um þessa skondnu persónu sem ber einfaldlega heitið Garfield.

Bíó og sjónvarp

Innrás vélmannanna

Rússneska skáldið Isaac Asimov hafði velt afleiðingum gervigreindar fyrir sér löngu áður en Arnold Schwarzenegger setti upp sólgleraugun í fyrstu Terminator-myndinni.

Bíó og sjónvarp