Enski boltinn

Leik Burnley og Watford frestað

Leik Jóhanns Bergs Guðmundssonar og félaga í Burnley gegn Watford hefur verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum Watford. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu.

Enski boltinn

Gerrard: „Við töpuðum á vafasömu víti“

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, snéri aftur á heimaslóðir þegar lið hans heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 1-0 tap, en segir að vítaspyrnan sem Salah skoraði úr hafi verið vafasöm.

Enski boltinn

Dramatík á Brúnni | Öruggt hjá Arsenal

Það var mikil dramatík er Leeds United sótti Chelsea heim. Fór það svo að heimamenn unnu 3-2 sigur þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá vann Arsenal þægilegan sigur.

Enski boltinn

Öðrum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins

Tottenham Hotspur gat ekki tekið á móti Rennes í Sambandsdeild Evrópu í kvöld vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða liðsins. Nú hefur enska úrvalsdeildin ákveðið að fresta leik liðsins gegn Brighton sem átti að fara fram næsta sunnudag.

Enski boltinn