Erlent

Naval­ní heilsast vel og sendir há­tíðar­kveðjur

Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 

Erlent

Valda­mestu hjón Repúblikana í Flórída flækt í kynlífshneyksli

Maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar á næsta ári hefur verið sakaður um að nauðga æskuvinkonu sinni. Hann hefur verið sviptur embætti, en segir ásakanirnar byggða á þvættingi. Hann og eiginkona hans hafi stundað kynlíf með konunni um margra ára skeið.

Erlent

Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu

Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. 

Erlent

Tvö hundruð Palestínu­menn fallið síðasta sólar­hring

Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir.

Erlent

Grænir skattar sagðir bitna hart á Græn­landi

Fraktgjöld til Grænlands munu hækka frá og með nýári þegar Evrópusambandið tekur upp kolefnisskatt á skipaumferð og árið 2025 verður flugumferð til Grænlands fyrir áhrifum af nýjum dönskum skatti á flugfarþega. ​Svo segir í úttekt grænlenska fréttamiðilsins Sermitsiaq undir fyrirsögninni: „Verðhækkanir: Grænir skattar bitna hart á Grænlandi.“

Erlent

Stal fimm milljörðum með sviksömum skotfærakaupum

Lögregluþjónar hafa handtekið háttsettan embættismann í varnarmálaráðuneyti Úkraínu, sem grunaður er um að hafa dregið sér nærri því fjörutíu milljónir dala. Það er hann sagður hafa gert með sviksömum kaupum á skotfærum fyrir stórskotalið.

Erlent

Hæsti­réttur neitar að flýta máli Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða.

Erlent

Stálu verki eftir Banksy meðan fólk horfði á

Stuldur stöðvunarskiltis með verki eftir götulistamanninn Bansky hefur verið tilkynntur til lögreglu. Listaverkið, sem talið er vera allt að hálfrar milljónar punda virði, var tekið af tveimur mönnum innan við hálftíma eftir að staðfest var að það var eftir Banksy.

Erlent

„Troðið í ykkur klökum og haldið hel­vítis kjafti“

Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum.

Erlent

Skutu niður þrjár rúss­neskar sprengjuvélar

Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður.

Erlent

Hlupu þungvopnaðir um í leit að á­rásar­manninum

Lögreglan í Prag hefur birt myndband sem sýnir lögregluþjóna og sérsveitarmenn leita að árásarmanninum í einni verstu fjöldaskotárás Evrópu, sem framin var í gær. Ungur byssumaður gekk berserksgang í háskóla í borginni þar sem hann skaut minnst fjórtán til bana og særði 25.

Erlent

Hægri hönd Pútíns skipu­lagði dauða Prígósjíns

Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst.

Erlent

Giuliani sækir um gjald­þrota­skipti

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur.

Erlent