Trump „mjög reiður“ út í Pútín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. mars 2025 23:12 Myndin sýnir fund forsetanna tveggja í Hamborg árið 2017. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. „Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“ Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
„Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“
Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira