Erlent Óljóst hver stjórnar Súdan eftir átök dagsins Hörð átök brutust út milli súdanska hersins og valdamikils vopnahóps í Kartúm, höfuðborg Súdan, í morgun, hvar íbúar við sprengingar og skothríð. Hermenn hafa barist við meðlimir hóps sem kallast RSF, en óljóst er hver fer með stjórn ríkisins að svo stöddu. Erlent 15.4.2023 20:46 Trump malar gull á ákærunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur safnað meira en 34 milljónum dala í kosningasjóð sinn á þessu ári. Fjárveitingar til hans jukust mjög eftir að hann var ákærður í New York í síðastan mánuði. Erlent 15.4.2023 18:45 Lést í bílslysi skömmu eftir jarðarför eiginmannsins Sara Nowak, 42 ára gömul kona frá Wisconsin, lést í bílslysi einungis fimm klukkustundum eftir jarðarför eiginimannsins, Louis Nowak. Patricia Cartwright, móðir konunnar, segir þetta erfitt en það sé huggun harmi gegn að þau séu nú saman í eftirlífinu. Erlent 15.4.2023 13:27 Sprengju kastað að forsætisráðherra Japans Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, slapp með skrekkinn þegar sprengju var kastað í átt til hans á kosningafundi í Wakayama í dag. Aðeins níu mánuðir eru síðan fyrrverandi forsætisráðherra landsins var ráðinn af dögum. Erlent 15.4.2023 08:59 Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. Erlent 15.4.2023 08:00 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Erlent 14.4.2023 16:45 Átta ára ferðalag til Júpíters hafið Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) gera í dag aðra tilraun til að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Erlent 14.4.2023 11:31 Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33 Stjórnvöld í Úkraínu banna íþróttamönnum að keppa við Rússa og Belarúsa Stjórnvöld í Úkraínu hafa bannað landsliðum sínum að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem einstaklingar frá Rússlandi og Belarús eru meðal þátttakenda. Erlent 14.4.2023 09:07 Stálu gríðarlegu magni af klinki Þjófar sem brutust inn í flutningabíl sem lagður var yfir nótt á bílastæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum höfðu á brott með sér gríðarlegt magn af klinki sem var verið að geyma í bílnum. Alls var magnið af klinkinu í bílnum sjö hundruð og fimmtíu þúsund dollara virði en talið er að þjófarnir hafi náð að taka um hundrað þúsund dollara virði með sér. Erlent 14.4.2023 08:49 Flórída bannar þungunarrof eftir sjöttu viku Ríkisþingið í Flórída í Bandaríkjunum samþykkti í gær frumvarp sem gerir þungunarrof ólöglegt í ríkinu eftir sjöttu viku meðgöngu. Ríkisstjórinn Ron DeSantis studdi frumvarpið og þykir samþykktin sigur fyrir hann, sem sagður er stefna á forsetaframboð. Erlent 14.4.2023 07:42 Norður-Kórea gerir prófanir á langdrægum flugskeytum Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að herinn þar í landi hafi gert prófanir á nýju langdrægu flugskeyti. Norður-kóreski ríkismiðillinn KCNA segir flugskeytið „kröftugasta“ vopnið í vaxandi kjarnorkuvopnabúri landsins sem verði beitt gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu. Erlent 13.4.2023 23:58 Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Erlent 13.4.2023 23:48 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. Erlent 13.4.2023 23:04 Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Erlent 13.4.2023 20:47 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. Erlent 13.4.2023 18:48 Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. Erlent 13.4.2023 16:56 Hætt við geimskot JUICE vegna eldingahættu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) ætla í dag að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Vegna stærðar JUICE mun ferðalagið þó taka átta ár. Erlent 13.4.2023 11:32 Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Erlent 13.4.2023 10:39 Norðmenn vísa fimmtán rússneskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán starfsmönnum rússneska sendiráðsins úr landi. Erlent 13.4.2023 10:37 Um 18 þúsund kýr drápust eftir sprengingu í Texas Áætlað er að um 18 þúsund kýr hafi drepist í sprengingu og eldsvoða á kúabúi í Texas á mánudag. Erlent 13.4.2023 07:31 Loftvarnaflautur þeyttar á Hokkaido Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu varð til þess að íbúum á japönsku eyjunni Hokkaido var gert að yfirgefa heimili sín í nótt. Erlent 13.4.2023 07:23 Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Erlent 13.4.2023 06:54 Þrettán konur saka Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. Erlent 12.4.2023 18:55 Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Erlent 12.4.2023 17:39 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Erlent 12.4.2023 15:53 Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Erlent 12.4.2023 14:40 Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. Erlent 12.4.2023 14:38 Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Erlent 12.4.2023 12:00 Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. Erlent 12.4.2023 11:45 « ‹ 173 174 175 176 177 178 179 180 181 … 334 ›
Óljóst hver stjórnar Súdan eftir átök dagsins Hörð átök brutust út milli súdanska hersins og valdamikils vopnahóps í Kartúm, höfuðborg Súdan, í morgun, hvar íbúar við sprengingar og skothríð. Hermenn hafa barist við meðlimir hóps sem kallast RSF, en óljóst er hver fer með stjórn ríkisins að svo stöddu. Erlent 15.4.2023 20:46
Trump malar gull á ákærunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur safnað meira en 34 milljónum dala í kosningasjóð sinn á þessu ári. Fjárveitingar til hans jukust mjög eftir að hann var ákærður í New York í síðastan mánuði. Erlent 15.4.2023 18:45
Lést í bílslysi skömmu eftir jarðarför eiginmannsins Sara Nowak, 42 ára gömul kona frá Wisconsin, lést í bílslysi einungis fimm klukkustundum eftir jarðarför eiginimannsins, Louis Nowak. Patricia Cartwright, móðir konunnar, segir þetta erfitt en það sé huggun harmi gegn að þau séu nú saman í eftirlífinu. Erlent 15.4.2023 13:27
Sprengju kastað að forsætisráðherra Japans Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, slapp með skrekkinn þegar sprengju var kastað í átt til hans á kosningafundi í Wakayama í dag. Aðeins níu mánuðir eru síðan fyrrverandi forsætisráðherra landsins var ráðinn af dögum. Erlent 15.4.2023 08:59
Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum. Erlent 15.4.2023 08:00
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. Erlent 14.4.2023 16:45
Átta ára ferðalag til Júpíters hafið Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) gera í dag aðra tilraun til að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Erlent 14.4.2023 11:31
Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri. Erlent 14.4.2023 10:33
Stjórnvöld í Úkraínu banna íþróttamönnum að keppa við Rússa og Belarúsa Stjórnvöld í Úkraínu hafa bannað landsliðum sínum að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem einstaklingar frá Rússlandi og Belarús eru meðal þátttakenda. Erlent 14.4.2023 09:07
Stálu gríðarlegu magni af klinki Þjófar sem brutust inn í flutningabíl sem lagður var yfir nótt á bílastæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum höfðu á brott með sér gríðarlegt magn af klinki sem var verið að geyma í bílnum. Alls var magnið af klinkinu í bílnum sjö hundruð og fimmtíu þúsund dollara virði en talið er að þjófarnir hafi náð að taka um hundrað þúsund dollara virði með sér. Erlent 14.4.2023 08:49
Flórída bannar þungunarrof eftir sjöttu viku Ríkisþingið í Flórída í Bandaríkjunum samþykkti í gær frumvarp sem gerir þungunarrof ólöglegt í ríkinu eftir sjöttu viku meðgöngu. Ríkisstjórinn Ron DeSantis studdi frumvarpið og þykir samþykktin sigur fyrir hann, sem sagður er stefna á forsetaframboð. Erlent 14.4.2023 07:42
Norður-Kórea gerir prófanir á langdrægum flugskeytum Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að herinn þar í landi hafi gert prófanir á nýju langdrægu flugskeyti. Norður-kóreski ríkismiðillinn KCNA segir flugskeytið „kröftugasta“ vopnið í vaxandi kjarnorkuvopnabúri landsins sem verði beitt gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu. Erlent 13.4.2023 23:58
Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Erlent 13.4.2023 23:48
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. Erlent 13.4.2023 23:04
Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Erlent 13.4.2023 20:47
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. Erlent 13.4.2023 18:48
Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum. Erlent 13.4.2023 16:56
Hætt við geimskot JUICE vegna eldingahættu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) ætla í dag að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. Vegna stærðar JUICE mun ferðalagið þó taka átta ár. Erlent 13.4.2023 11:32
Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Erlent 13.4.2023 10:39
Norðmenn vísa fimmtán rússneskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að vísa fimmtán starfsmönnum rússneska sendiráðsins úr landi. Erlent 13.4.2023 10:37
Um 18 þúsund kýr drápust eftir sprengingu í Texas Áætlað er að um 18 þúsund kýr hafi drepist í sprengingu og eldsvoða á kúabúi í Texas á mánudag. Erlent 13.4.2023 07:31
Loftvarnaflautur þeyttar á Hokkaido Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu varð til þess að íbúum á japönsku eyjunni Hokkaido var gert að yfirgefa heimili sín í nótt. Erlent 13.4.2023 07:23
Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Leyniskjöl úr gagnalekanum hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum halda áfram að valda fjaðrafoki en BBC hefur gögn undir höndum sem virðast benda til þess að ráðamenn í Washington hafi fylgst afar náið með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres. Erlent 13.4.2023 06:54
Þrettán konur saka Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. Erlent 12.4.2023 18:55
Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Erlent 12.4.2023 17:39
Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Erlent 12.4.2023 15:53
Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Erlent 12.4.2023 14:40
Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. Erlent 12.4.2023 14:38
Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Erlent 12.4.2023 12:00
Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. Erlent 12.4.2023 11:45