Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2024 13:57 Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana mætir Joe Biden sitjandi forseta í kappræðum í nótt. AP/Chris Szagola Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira