Erlent Leiðtogi Verkamannaflokksins vill Johnson burt strax Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins nú skömmu fyrir hádegi en ætlar að gegna embætti forsætisráðherra fram á haust. Leiðtogi Verkamannaflokksins segir óásættanlegt að Johnson hverfi ekki úr embætti forsætisráðherra nú þegar. Verkamannaflokkurinn muni leggja fram vantrauststillögu losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson. Erlent 7.7.2022 12:45 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. Erlent 7.7.2022 11:32 Cheer-stjarna dæmd í tólf ára fangelsi fyrir barnaníð Cheer-stjarnan Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi. Erlent 7.7.2022 09:24 Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. Erlent 7.7.2022 08:52 Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Erlent 7.7.2022 08:19 Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. Erlent 7.7.2022 08:03 Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. Erlent 7.7.2022 07:23 Íhugaði að gera aðra skotárás í öðrum bæ Robert E. Crimo, sem hefur játað við yfirheyrslur að skjóta sjö manns til bana á skrúðgöngu í Highland Park á mánudaginn, íhugaði alvarlega að gera aðra skotárás í öðru ríki. Hann var vopnaður og með tuga skota en hætti við. Erlent 6.7.2022 22:44 Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. Erlent 6.7.2022 22:01 Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. Erlent 6.7.2022 21:23 Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. Erlent 6.7.2022 19:21 Skotmaðurinn hefur játað og á yfir höfði sér lífstíðardóm Robert E. Crimo, sem skaut á skrúðgöngu í Chicaco í fyrradag, hefur verið ákærður fyrir sjö morð. Að sögn saksóknara hefur Crimo játað glæp sinn. Verði hann dæmdur gæti hann hlotið lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Erlent 6.7.2022 16:46 Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. Erlent 6.7.2022 14:44 Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. Erlent 6.7.2022 14:03 Fjöldaútför haldin í Suður-Afríku Fjöldaútför var haldin í Suður-Afríku fyrir nítján ungmenni sem létust á krá í borginni Austur London en yngsti einstaklingurinn sem lést var þrettán ára stúlka. Erlent 6.7.2022 13:21 Evrópusambandið skilgreinir kjarnorku og gas sem umhverfisvæna orkugjafa Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að kjarnorka og gas verði skilgreind sem umhverfisvænir, eða „grænir“, orkugjafar. Erlent 6.7.2022 13:00 Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. Erlent 6.7.2022 12:22 Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. Erlent 6.7.2022 11:50 Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. Erlent 6.7.2022 10:35 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. Erlent 6.7.2022 09:27 Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. Erlent 6.7.2022 08:53 Framkvæmdastjóri OPEC látinn Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði. Erlent 6.7.2022 07:38 Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. Erlent 6.7.2022 07:33 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. Erlent 5.7.2022 23:43 Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. Erlent 5.7.2022 22:15 Dulbjó sig sem konu eftir árásina Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo, sem sakaður er um mannskæða skotárás í úthverfi Chicago í gær, keypti hálfsjálfvirkan riffil sem hann notaði við árásina með löglegum hætti. Eftir skothríðina er Crimo sagður hafa flúið af vettvangi með því að dulbúa sig sem konu og fela sig meðal flýjandi almennings. Erlent 5.7.2022 19:56 Handtökur í fimm löndum í tengslum við stóran mansalshring Á annað hundrað manns hafa verið handtekin grunuð um aðild að stórtæku mansali til Bretlands. Erlent 5.7.2022 18:30 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. Erlent 5.7.2022 18:02 Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Erlent 5.7.2022 16:03 „Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“ Ung íslensk kona sem var í verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn sem skotárás var gerð á á sunnudag segist ekki hafa áttað sig strax á því sem var að gerast þegar byssumaðurinn hleypti fyrstu skotunum af. Hún er þakklát fyrir að hafa brugðist rétt við í ótrúlega ógnvekjandi aðstæðum, en byssumaðurinn var á einum tímapunkti aðeins nokkra metra frá henni. Erlent 5.7.2022 15:10 « ‹ 268 269 270 271 272 273 274 275 276 … 334 ›
Leiðtogi Verkamannaflokksins vill Johnson burt strax Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins nú skömmu fyrir hádegi en ætlar að gegna embætti forsætisráðherra fram á haust. Leiðtogi Verkamannaflokksins segir óásættanlegt að Johnson hverfi ekki úr embætti forsætisráðherra nú þegar. Verkamannaflokkurinn muni leggja fram vantrauststillögu losi Íhaldsflokkurinn sig ekki við Johnson. Erlent 7.7.2022 12:45
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. Erlent 7.7.2022 11:32
Cheer-stjarna dæmd í tólf ára fangelsi fyrir barnaníð Cheer-stjarnan Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi. Erlent 7.7.2022 09:24
Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. Erlent 7.7.2022 08:52
Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Erlent 7.7.2022 08:19
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. Erlent 7.7.2022 08:03
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. Erlent 7.7.2022 07:23
Íhugaði að gera aðra skotárás í öðrum bæ Robert E. Crimo, sem hefur játað við yfirheyrslur að skjóta sjö manns til bana á skrúðgöngu í Highland Park á mánudaginn, íhugaði alvarlega að gera aðra skotárás í öðru ríki. Hann var vopnaður og með tuga skota en hætti við. Erlent 6.7.2022 22:44
Vara við gífurlegri ógn frá Kína Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. Erlent 6.7.2022 22:01
Boris rak ráðherra sem bað hann um að segja af sér Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist alls ekki ætla að segja af sér. Nú í kvöld rak hann ráðherrann Michael Gove úr ríkisstjórn sinni en Gove er sagður hafa beðið Johnson um að láta gott heita og segja af sér. Erlent 6.7.2022 21:23
Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. Erlent 6.7.2022 19:21
Skotmaðurinn hefur játað og á yfir höfði sér lífstíðardóm Robert E. Crimo, sem skaut á skrúðgöngu í Chicaco í fyrradag, hefur verið ákærður fyrir sjö morð. Að sögn saksóknara hefur Crimo játað glæp sinn. Verði hann dæmdur gæti hann hlotið lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Erlent 6.7.2022 16:46
Risasniglar setja heila sýslu í sóttkví Pasco-sýsla í Flórída er komin í sóttkví vegna uppgötvunar á sístækkandi stofni afrískra risasnigla. Sniglarnir eru hættulegir vegna þess að þeir innihalda sníkjudýr sem getur valdið heilahimnubólgu í mönnum. Erlent 6.7.2022 14:44
Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. Erlent 6.7.2022 14:03
Fjöldaútför haldin í Suður-Afríku Fjöldaútför var haldin í Suður-Afríku fyrir nítján ungmenni sem létust á krá í borginni Austur London en yngsti einstaklingurinn sem lést var þrettán ára stúlka. Erlent 6.7.2022 13:21
Evrópusambandið skilgreinir kjarnorku og gas sem umhverfisvæna orkugjafa Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að kjarnorka og gas verði skilgreind sem umhverfisvænir, eða „grænir“, orkugjafar. Erlent 6.7.2022 13:00
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. Erlent 6.7.2022 12:22
Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. Erlent 6.7.2022 11:50
Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk. Erlent 6.7.2022 10:35
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. Erlent 6.7.2022 09:27
Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. Erlent 6.7.2022 08:53
Framkvæmdastjóri OPEC látinn Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði. Erlent 6.7.2022 07:38
Reyndi að fá aðstoð skömmu fyrir árásina Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís. Erlent 6.7.2022 07:33
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. Erlent 5.7.2022 23:43
Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. Erlent 5.7.2022 22:15
Dulbjó sig sem konu eftir árásina Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo, sem sakaður er um mannskæða skotárás í úthverfi Chicago í gær, keypti hálfsjálfvirkan riffil sem hann notaði við árásina með löglegum hætti. Eftir skothríðina er Crimo sagður hafa flúið af vettvangi með því að dulbúa sig sem konu og fela sig meðal flýjandi almennings. Erlent 5.7.2022 19:56
Handtökur í fimm löndum í tengslum við stóran mansalshring Á annað hundrað manns hafa verið handtekin grunuð um aðild að stórtæku mansali til Bretlands. Erlent 5.7.2022 18:30
Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. Erlent 5.7.2022 18:02
Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Erlent 5.7.2022 16:03
„Áður en við vitum af byrjar hann bara að skjóta og skjóta“ Ung íslensk kona sem var í verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn sem skotárás var gerð á á sunnudag segist ekki hafa áttað sig strax á því sem var að gerast þegar byssumaðurinn hleypti fyrstu skotunum af. Hún er þakklát fyrir að hafa brugðist rétt við í ótrúlega ógnvekjandi aðstæðum, en byssumaðurinn var á einum tímapunkti aðeins nokkra metra frá henni. Erlent 5.7.2022 15:10