Hægri flokkar með forskot en sósíalistar sækja á Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 11:37 Turnarnir tveir. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins (t.v.) tekur í hönd Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins. Flokkar þeirra eru þeir stærstu í spænskum stjónrmálum. Vísir/EPA Tveir stærstu hægri flokkarnir á Spáni eru með forskot á vinstri flokkana þegar rúmar tvær vikur eru til þingkosninga. Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra heldur þó áfram að saxa á forskot Lýðflokksins. Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins (PSOE) og oddviti minnhlutastjórnar vinstri flokka, boðaði óvænt til skyndikosninga sem fara fram 23. júlí. Skoðanakannanir hafa sýnt klárt forskot Lýðflokksins (PP), stærsta hægri og stjórnarandstöðuflokks landsins. Fyrsta daglega skoðanakönnun dagblaðsins El País og SER-útvarpsstöðvarinnar í aðdraganda kosninganna sem birtist í dag sýnir Lýðflokkinn enn sem stærsta flokkinn. Hann fengi 31,3 prósent atkvæða gegn 29,5 prósentum sósíalista. Hægrijaðarflokkurinn Vox fengi 14,8 prósent en Sumar, nýtt kosningabandalag mýgrauts vinstriflokka, fengi 13,4 prósent. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur sósíalista, rann inn í kosningabandalagið fyrir kosningarnar nú. Þrátt fyrir forskotið þýddu úrslit af þessu tagi að hægri flokkarnir hefðu ekki þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Gengju Lýðflokkurinn og Vox í eina sæng hefðu þeir saman 169 þingsæti samkvæmt könnuninni. Þeir þyrftu þá að reiða sig á að minnsta kosti einn smærri flokk til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta á bak við sig. Sósíalistar halda áfram að draga á Lýðflokkinn sem hefur þurft að verjast gagnrýni á samstarf sitt við Vox í héraðsstjórnum víða um Spán eftir héraðskosningar í maí. Samsteypustjórn sósíalista og Sumar vantar sextán þingmenn upp á til þess að halda velli samkvæmt könnuninni. Pólitískur óstöðugleiki Erfitt hefur reynst að mynda stöðugar meirihlutastjórnir á Spáni í hátt í áratug. Lýðflokkurinn, plagaður af einu stærsta spillingar- og hneykslismáli í spænskri stjórnmálasögu, missti hreinan meirihluta sinn á þingi í kosningum árið 2015. Þrátefli leiddi til þess að kosið var aftur árið 2016 og myndaði Rajoy þá minnihlutastjórn. Sú stjórn tórði til 2018 en þá lýsti meirihluti þingmanna vantrausti á stjórn Rajoy í kjölfar þess að gjaldkeri Lýðflokksins var dæmdur í 33 ára fangelsi í spillingarmálinu. Sánchez tók þá við sem forsætisráðherra. Kjósa þurfti til þings í tvígang árið 2019 þar sem ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið frá því eftir seinni þingkosningarnar í nóvember 2019.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira