Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 11:27 Carles Puigdemont var kjörinn á Evrópuþingið árið 2019 þrátt fyrir að hann ætti yfir höfði sér ákæru í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu tveimur árum áður. Þingið ákvað að svipta hann friðhelgi sem þingmenn njóta árið 2021. Vísir/EPA Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. Puigdemont stýrði katalónsku héraðsstjórninni þegar hún lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Sjálfstæðisyfirlýsingin leiddi til þess að landsstjórnin í Madrid tók beina stjórn á sjálfstjórnarhéraðinu. Forsetinn flúði Spán til að forðast ákæru og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin ár. Almenni dómstóllinn hafnaði áfrýjun Puigdemont og tveggja annarra katalónskra aðskilnaðarsinna sem Evrópuþingið ákvað að svipta friðhelgi árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Puigdemont sagði að þeir ætluðu sér að áfrýja til Evrópudómstólsins. Hæstiréttur Spánar felldi úr gildi ákæru á hendur Puigdemont fyrir uppreisn eftir að ákvæði um hana voru felld úr hegningarlögum í janúar. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, náðaði þá sem höfðu þegar hlotið refsidóma í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont á enn yfir höfði sér ákæru fyrir að óhlýðnast stjórnvöldum og fjárdrátt. Hann gæti átt allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér. Spænsk yfirvöld ætla sér enn að fá hann framseldan. Fyrri tilraunir þeirra til þess hafa mistekist. Spánn Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58 Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Puigdemont stýrði katalónsku héraðsstjórninni þegar hún lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Sjálfstæðisyfirlýsingin leiddi til þess að landsstjórnin í Madrid tók beina stjórn á sjálfstjórnarhéraðinu. Forsetinn flúði Spán til að forðast ákæru og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin ár. Almenni dómstóllinn hafnaði áfrýjun Puigdemont og tveggja annarra katalónskra aðskilnaðarsinna sem Evrópuþingið ákvað að svipta friðhelgi árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Puigdemont sagði að þeir ætluðu sér að áfrýja til Evrópudómstólsins. Hæstiréttur Spánar felldi úr gildi ákæru á hendur Puigdemont fyrir uppreisn eftir að ákvæði um hana voru felld úr hegningarlögum í janúar. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, náðaði þá sem höfðu þegar hlotið refsidóma í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont á enn yfir höfði sér ákæru fyrir að óhlýðnast stjórnvöldum og fjárdrátt. Hann gæti átt allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér. Spænsk yfirvöld ætla sér enn að fá hann framseldan. Fyrri tilraunir þeirra til þess hafa mistekist.
Spánn Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58 Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58
Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44