Erlent

Byrjað að rýma á Asóreyjum

Yfirvöld á Asóreyjum hafa byrjað að flytja fólk á brott sem býr nálægt ströndinni en óttast er að eldgos gæti hafist á eyjunum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á eyjunum síðustu daga.

Erlent

Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum

Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu.

Erlent

Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag.

Erlent

Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum

Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans.

Erlent

Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas

Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið.

Erlent

Segja Stol­ten­berg verða ár lengur í em­bætti

Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði.

Erlent

Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft

Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skaut í morgun stærstu eldflaug sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa hingað til framleitt á loft. Eldflaugin flaug í þúsunda kílómetra hæð og lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins.

Erlent

Óttast eld­gos á Asóreyjum

Mikil skjálftavirkni hefur mælst á Asóreyjum síðustu daga og yfirvöld óttast að virknin kunni að leiða til eldgoss. Grannt er fylgst með stöðunni og ferðamenn eru hvattir til að hætta sér ekki á eyjarnar.

Erlent

Madeleine Albright látin

Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú fallin frá, 84 ára að aldri, en fjölskylda hennar greinir frá þessu í yfirlýsingu. Hún lést af völdum krabbameins.

Erlent

Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun

Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum.

Erlent

Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga

Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna.

Erlent

Annar flug­rita kín­versku vélarinnar fundinn

Leitarlið hefur fundið annan af flugritum farþegavélarinnar sem hrapaði í suðurhluta Kína á mánudaginn. Ekki er liggur fyrir hvort um sé að ræða ferðritann eða hljóðritann en hann er mikið skemmdur að því er segir í frétt AP.

Erlent

Taka þökin af turnum Dóm­kirkjunnar í Lundi

Þak nyrðri turns Dómkirkjunnar í Lundi var fjarlægt með stórum krana í gær en framundan eru endurbætur á kirkjunni sem nú er klædd er stillönskum. Mikill fjöldi fólks kom saman til að fylgjast með framkvæmdinni.

Erlent

Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla

Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið.

Erlent