Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 14:50 Ísraelskir sjúkraflutningamenn flytja mann af vettvangi árásar ungs Palestínumanns í Tel Aviv í dag. AP/Oded Balilty Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. Átta eru sagðir særðir eftir árásina í Tel Aviv, þar af þrír lífshættulega. Kobi Shabtai, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að óbreyttur borgari hafi skotið árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn var tvítugur íbúa Vesturbakkans sem hafði ekki leyfi til að koma til Ísraels, að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann hafi ekki verið á sakaskrá. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng ísraelskra stjórnmála, flýtti sér á vettvang árásarinnar og lofaði hugrakkan borgara sem skaut árásarmanninn. Kallaði hann eftir því að fleiri almennir borgarar gengu um vopnaðir. Hamas-samtökin lofuðu árásarmanninn og sögðu hann hafa dáið píslavættisdauða. Árásin væri „hetjuleg“ hefnd fyrir aðgerðir Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum sem hófust í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi verið á vegum samtakanna eða staðið einn að verki, að sögn AP-fréttastofunnar. Íslamskt jíhad, önnur samtök palestínskra íslamista, lofuðu einnig árásina. Ungmenni eða saklaust fólk á meðal tíu látinna Tíu Palestínumenn eru nú sagðir fallnir í aðgerðum Ísraela í Jenín sem eru þær umfangsmestu tæp tuttugu ár. Ísraelar segja að flestir þeirra látnu séu vígamenn en einhver ungmenni sem mótmæltu aðgerðunum með grjótkasti og saklaust fólk hafi einnig fallið. Aðgerðirnar héldu áfram í dag. Þúsundir íbúar í borginni hafa lagt á flótta. Ísraelskir hermenn hafa meðal annars rutt sér leið með jarðýtum og skemmt íbúðarhús. Ísraelsher segist hafa lagt hald á sprengiefni og vopn í aðgerðunum í dag. Þá hafi hann eyðilagt göng undir mosku í flóttamannabúðunum. Ísraelskir fjölmiðlar segja herinn hafa tekið að minnsta kosti 120 meinta vígamenn höndum frá því í gær. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Átta eru sagðir særðir eftir árásina í Tel Aviv, þar af þrír lífshættulega. Kobi Shabtai, lögreglustjóri, sagði fréttamönnum að óbreyttur borgari hafi skotið árásarmanninn til bana. Árásarmaðurinn var tvítugur íbúa Vesturbakkans sem hafði ekki leyfi til að koma til Ísraels, að sögn ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann hafi ekki verið á sakaskrá. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng ísraelskra stjórnmála, flýtti sér á vettvang árásarinnar og lofaði hugrakkan borgara sem skaut árásarmanninn. Kallaði hann eftir því að fleiri almennir borgarar gengu um vopnaðir. Hamas-samtökin lofuðu árásarmanninn og sögðu hann hafa dáið píslavættisdauða. Árásin væri „hetjuleg“ hefnd fyrir aðgerðir Ísraelshers í Jenín á Vesturbakkanum sem hófust í fyrrinótt. Ekki er ljóst hvort að árásarmaðurinn hafi verið á vegum samtakanna eða staðið einn að verki, að sögn AP-fréttastofunnar. Íslamskt jíhad, önnur samtök palestínskra íslamista, lofuðu einnig árásina. Ungmenni eða saklaust fólk á meðal tíu látinna Tíu Palestínumenn eru nú sagðir fallnir í aðgerðum Ísraela í Jenín sem eru þær umfangsmestu tæp tuttugu ár. Ísraelar segja að flestir þeirra látnu séu vígamenn en einhver ungmenni sem mótmæltu aðgerðunum með grjótkasti og saklaust fólk hafi einnig fallið. Aðgerðirnar héldu áfram í dag. Þúsundir íbúar í borginni hafa lagt á flótta. Ísraelskir hermenn hafa meðal annars rutt sér leið með jarðýtum og skemmt íbúðarhús. Ísraelsher segist hafa lagt hald á sprengiefni og vopn í aðgerðunum í dag. Þá hafi hann eyðilagt göng undir mosku í flóttamannabúðunum. Ísraelskir fjölmiðlar segja herinn hafa tekið að minnsta kosti 120 meinta vígamenn höndum frá því í gær.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Tíu látnir í Jenín og þúsundir flýja búðirnar Þúsundir Palestínumanna hafa nú flúið flóttamannabúðirnar í borginni Jenín eftir að Ísraelsher gerði árásir á búðirnar úr lofti og af jörðu niðri. Herinn segist vera í aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum sem hafi aðsetur í búðunum. 4. júlí 2023 07:22
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30