Kommúnistaleiðtogi í klandri eftir sólgleraugnastuld Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 10:39 Moxnes var gripinn glóðvolgur í fríhöfn Gardermoen-flugvallar í Osló um miðjan júní. Vísir/EPA Heitt er nú undir Bjørnari Moxnes, leiðtoga norska kommúnistaflokksins Rauða flokksins, eftir að upp komst að hann var staðinn að því að stela sólgleraugum í síðasta mánuði. Flokkurinn lýsti yfir stuðningi við Moxnes en eining ríkir ekki um hann. Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar. Noregur Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar.
Noregur Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira