Erlent

Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það.

Erlent

Líkti heiminum við Bond bundinn við dóms­dags­tæki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það.

Erlent

Flokkur Kis­hida náði hreinum meiri­hluta

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir sigri eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann mikinn sigur og tryggði sér hreinan meirihluta á þingi.

Erlent

Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína

Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt.

Erlent

Fimm milljónir í valnum vegna Covid

Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína.

Erlent

Lestir skullu saman á Eng­landi

Tvær lestir skullu saman á milli bæjanna Andover og Salisbury á Englandi í kvöld. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang en litlar upplýsingar liggja fyrir um slys á fólki, lögregla hefur þó gefið út að enginn hafi látist.

Erlent

COP26 sett í Glas­gow: „Okkar síðasta og besta von“

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun.

Erlent

Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga

Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð.

Erlent

Hvað er COP26?

Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi.

Erlent