Þekkti fórnarlömb sín ekki og tilefnið enn óljóst Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 10:34 Ellefu voru skotin til bana í Monterey Park og níu særðust. AP/Sarah Reingewirtz Hinn 72 ára gamli Huu Can Tran þekkti ekkert af þeim ellefu fórnarlömbum sínum sem hann skaut til bana í Monterey Park í Kaliforníu aðfaranótt síðasta sunnudag. Tran myrti ellefu manns og særði níu þegar hann skaut á hóp eldri borgara í danssal í bænum, þar sem verið var að halda upp á nýtt tunglár. Tilefni skotárásarinnar liggur enn ekki fyrir en Tran hafði komið mótorhjóli fyrir nærri danssalnum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Robert Luna, fógeti Los Angeles-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að talið væri að Tran hefði ætlað að nota mótorhjólið til að komast undan, ef hann hefði ekki komist að bíl sínum. Við árásina notaðist hann við hálfsjálfvirkt vopn með þrjátíu skota magasíni, en í Bandaríkjunum er þetta vopn skilgreint sem skammbyssa. Ólöglegt er að eiga bæði vopn sem þetta og magasín í Kaliforníu. Tran skaut minnst 42 skotum. Luna sagði að engin tengsl hefðu fundist milli Tran og fórnarlamba hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tran var afvopnaður af 26 ára manni sem varð á vegi hans um tuttugu mínútum eftir árásina. Þá var hann á leið inn í annan danssal í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá salnum þar sem hann skaut fólkið. Hann flúði svo á brott en svipti sig lífi með annarri skammbyssu daginn eftir þegar lögreglan stöðvaði hann í umferðinni. Fógetinn sagði einnig á áðurnefndum blaðamannafundi að ekki væri ljóst hve lengi Tran hefði skipulagt árásina. Hann sagði erfitt að skilja af hverju Tran hefði framið ódæðið. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja íbúum ekki að morðingi hefði gengið laus á svæðinu en lögreglan varðist allra fregna í margar klukkustundir. Þá sagði lögreglan ekki neitt við almenning eftir að ljóst var að Tran hefði reynt að komast inn í annan danssal. Scott Wiese, lögreglustjóri Monterey Park, sagði að hann hefði ekki verið með nægilega miklar upplýsingar á sínum tíma. Hann sagði að allir lögregluþjónar á svæðinu hefðu verið settir í viðbragðsstöðu en að það hefði líklega lítið hjálpað að vara almenning við. „Ég var ekki að fara að senda lögregluþjóna mína milli húsa til að vekja fólk og segja þeim að við höfum verið að leita að asískum manni í Monterey Park,“ sagði Wiese í viðtali við AP. „Það hefði ekki gert neitt gagn.“ Langflestir íbúar Monterey Park eru af asískum uppruna og þá var mikið af ferðamönnum í bænum vegna áðurnefndra hátíðarhalda. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41 Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Tilefni skotárásarinnar liggur enn ekki fyrir en Tran hafði komið mótorhjóli fyrir nærri danssalnum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Robert Luna, fógeti Los Angeles-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að talið væri að Tran hefði ætlað að nota mótorhjólið til að komast undan, ef hann hefði ekki komist að bíl sínum. Við árásina notaðist hann við hálfsjálfvirkt vopn með þrjátíu skota magasíni, en í Bandaríkjunum er þetta vopn skilgreint sem skammbyssa. Ólöglegt er að eiga bæði vopn sem þetta og magasín í Kaliforníu. Tran skaut minnst 42 skotum. Luna sagði að engin tengsl hefðu fundist milli Tran og fórnarlamba hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tran var afvopnaður af 26 ára manni sem varð á vegi hans um tuttugu mínútum eftir árásina. Þá var hann á leið inn í annan danssal í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá salnum þar sem hann skaut fólkið. Hann flúði svo á brott en svipti sig lífi með annarri skammbyssu daginn eftir þegar lögreglan stöðvaði hann í umferðinni. Fógetinn sagði einnig á áðurnefndum blaðamannafundi að ekki væri ljóst hve lengi Tran hefði skipulagt árásina. Hann sagði erfitt að skilja af hverju Tran hefði framið ódæðið. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja íbúum ekki að morðingi hefði gengið laus á svæðinu en lögreglan varðist allra fregna í margar klukkustundir. Þá sagði lögreglan ekki neitt við almenning eftir að ljóst var að Tran hefði reynt að komast inn í annan danssal. Scott Wiese, lögreglustjóri Monterey Park, sagði að hann hefði ekki verið með nægilega miklar upplýsingar á sínum tíma. Hann sagði að allir lögregluþjónar á svæðinu hefðu verið settir í viðbragðsstöðu en að það hefði líklega lítið hjálpað að vara almenning við. „Ég var ekki að fara að senda lögregluþjóna mína milli húsa til að vekja fólk og segja þeim að við höfum verið að leita að asískum manni í Monterey Park,“ sagði Wiese í viðtali við AP. „Það hefði ekki gert neitt gagn.“ Langflestir íbúar Monterey Park eru af asískum uppruna og þá var mikið af ferðamönnum í bænum vegna áðurnefndra hátíðarhalda.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41 Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36