Þekkti fórnarlömb sín ekki og tilefnið enn óljóst Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 10:34 Ellefu voru skotin til bana í Monterey Park og níu særðust. AP/Sarah Reingewirtz Hinn 72 ára gamli Huu Can Tran þekkti ekkert af þeim ellefu fórnarlömbum sínum sem hann skaut til bana í Monterey Park í Kaliforníu aðfaranótt síðasta sunnudag. Tran myrti ellefu manns og særði níu þegar hann skaut á hóp eldri borgara í danssal í bænum, þar sem verið var að halda upp á nýtt tunglár. Tilefni skotárásarinnar liggur enn ekki fyrir en Tran hafði komið mótorhjóli fyrir nærri danssalnum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Robert Luna, fógeti Los Angeles-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að talið væri að Tran hefði ætlað að nota mótorhjólið til að komast undan, ef hann hefði ekki komist að bíl sínum. Við árásina notaðist hann við hálfsjálfvirkt vopn með þrjátíu skota magasíni, en í Bandaríkjunum er þetta vopn skilgreint sem skammbyssa. Ólöglegt er að eiga bæði vopn sem þetta og magasín í Kaliforníu. Tran skaut minnst 42 skotum. Luna sagði að engin tengsl hefðu fundist milli Tran og fórnarlamba hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tran var afvopnaður af 26 ára manni sem varð á vegi hans um tuttugu mínútum eftir árásina. Þá var hann á leið inn í annan danssal í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá salnum þar sem hann skaut fólkið. Hann flúði svo á brott en svipti sig lífi með annarri skammbyssu daginn eftir þegar lögreglan stöðvaði hann í umferðinni. Fógetinn sagði einnig á áðurnefndum blaðamannafundi að ekki væri ljóst hve lengi Tran hefði skipulagt árásina. Hann sagði erfitt að skilja af hverju Tran hefði framið ódæðið. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja íbúum ekki að morðingi hefði gengið laus á svæðinu en lögreglan varðist allra fregna í margar klukkustundir. Þá sagði lögreglan ekki neitt við almenning eftir að ljóst var að Tran hefði reynt að komast inn í annan danssal. Scott Wiese, lögreglustjóri Monterey Park, sagði að hann hefði ekki verið með nægilega miklar upplýsingar á sínum tíma. Hann sagði að allir lögregluþjónar á svæðinu hefðu verið settir í viðbragðsstöðu en að það hefði líklega lítið hjálpað að vara almenning við. „Ég var ekki að fara að senda lögregluþjóna mína milli húsa til að vekja fólk og segja þeim að við höfum verið að leita að asískum manni í Monterey Park,“ sagði Wiese í viðtali við AP. „Það hefði ekki gert neitt gagn.“ Langflestir íbúar Monterey Park eru af asískum uppruna og þá var mikið af ferðamönnum í bænum vegna áðurnefndra hátíðarhalda. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41 Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Tilefni skotárásarinnar liggur enn ekki fyrir en Tran hafði komið mótorhjóli fyrir nærri danssalnum þar sem hann skaut á fólk af handahófi. Robert Luna, fógeti Los Angeles-sýslu, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að talið væri að Tran hefði ætlað að nota mótorhjólið til að komast undan, ef hann hefði ekki komist að bíl sínum. Við árásina notaðist hann við hálfsjálfvirkt vopn með þrjátíu skota magasíni, en í Bandaríkjunum er þetta vopn skilgreint sem skammbyssa. Ólöglegt er að eiga bæði vopn sem þetta og magasín í Kaliforníu. Tran skaut minnst 42 skotum. Luna sagði að engin tengsl hefðu fundist milli Tran og fórnarlamba hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tran var afvopnaður af 26 ára manni sem varð á vegi hans um tuttugu mínútum eftir árásina. Þá var hann á leið inn í annan danssal í um 5,6 kílómetra fjarlægð frá salnum þar sem hann skaut fólkið. Hann flúði svo á brott en svipti sig lífi með annarri skammbyssu daginn eftir þegar lögreglan stöðvaði hann í umferðinni. Fógetinn sagði einnig á áðurnefndum blaðamannafundi að ekki væri ljóst hve lengi Tran hefði skipulagt árásina. Hann sagði erfitt að skilja af hverju Tran hefði framið ódæðið. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að segja íbúum ekki að morðingi hefði gengið laus á svæðinu en lögreglan varðist allra fregna í margar klukkustundir. Þá sagði lögreglan ekki neitt við almenning eftir að ljóst var að Tran hefði reynt að komast inn í annan danssal. Scott Wiese, lögreglustjóri Monterey Park, sagði að hann hefði ekki verið með nægilega miklar upplýsingar á sínum tíma. Hann sagði að allir lögregluþjónar á svæðinu hefðu verið settir í viðbragðsstöðu en að það hefði líklega lítið hjálpað að vara almenning við. „Ég var ekki að fara að senda lögregluþjóna mína milli húsa til að vekja fólk og segja þeim að við höfum verið að leita að asískum manni í Monterey Park,“ sagði Wiese í viðtali við AP. „Það hefði ekki gert neitt gagn.“ Langflestir íbúar Monterey Park eru af asískum uppruna og þá var mikið af ferðamönnum í bænum vegna áðurnefndra hátíðarhalda.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41 Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Sjö látnir eftir annað fjöldamorðið í Kaliforníu á fáeinum dögum Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur handtekið 67 ára karlmann eftir að hann skaut sjö manns hið minnsta til bana á tveimur bóndabæjum í Half Moon Bay, suður af San Francisco, í gærkvöldi. 24. janúar 2023 06:41
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36