Innlent

Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum

Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. 

Innlent

Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í höfn

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Hraunavina, Landverndar, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023, um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.

Innlent

Mögu­legt að boða til verk­falla á fimmtu­dag

Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar.

Innlent

Braut tennur konu sem sakaði frænda hennar um nauðgun

Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem framin var á Götubarnum á Akureyri árið 2022. Sú sem fyrir árásinni varð hafði átt í útistöðum við mann í fylgd með konunni vegna meints kynferðisbrots hans gegn mágkonu brotaþola.

Innlent

Fundu erfðabreytileika sem eykur líkur á fóstur­láti

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra á Íslandi og í Danmörku og Bandaríkjunum fundu erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti, líklega með því að auka líkur á litningagöllum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um aðgerðir í Grindavík en erfiðlega hefur gengið að halda veginum inn í bæinn opnum nú fyrir hádegið en bæjarbúar reyna nú að nálgast eigur sínar í bænum. 

Innlent

Tak­marka að­gengi svo hægt sé að rýma skyndi­lega

Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum.

Innlent

MAST kærir niður­fellingu Helga á rann­sókn

Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju.

Innlent

Miklar umferðartafir við Grinda­vík

Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 

Innlent

Ástar­sam­band við lækni talið rýra fram­burð

Karlmaður var á dögunum sýknaður af ákæru þess efnis að hafa tekið dreng hálstaki. Dómari í málinu leit til þess við ákvörðun sína að læknirinn hefði skrifað upp á áverkavottorð eftir mynd af áverkum sem ósannreynt var hvenær var tekin. Þá yrði ekki litið fram hjá því að réttargæslumaður drengsins og læknirinn ættu í ástarsambandi. Réttargæslumaðurinn er auk þess mjög góð vinkona móður drengsins til langs tíma.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulega löskuð, þannig að kalt er í húsum. Við sýnum frá upplýsingafundi almannavarna og ræðum við Grindvíking í beinni útsendingu.

Innlent

Sam­mála um að um­ræðan hafi harðnað

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Innlent

Nefndin verði upp­lýst um grund­völl á­kvörðunarinnar

Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka. 

Innlent