Innlent

„Al­var­legra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“

Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Rætt verður við hana í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innlent

Ekkert lát á land­risi við Svarts­engi

Land við Svartsengi er komið talsvert hærra en áður hefur mælst á svæðinu. Nú þegar slétt vika er liðin frá hinu skammvinna eldgosi við Grindavík er ekkert lát á landrisinu. Búast má við nýju kvikuinnskoti og mögulegu eldgosi eftir nokkrar vikur.

Innlent

Breyti­leg vind­átt og allt að tíu stiga frost

Búast má við breytilegri átt vindátt á landinu í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Dálítið él verð norðvestantil og einnig suðaustanlands síðdegis, annars úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, en hiti kringum frostmark syðst.

Innlent

Bílvelta og á­rekstrar

Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir óboðlegt að borgin leyfi tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll. Hann sætir víða harðri gagnrýni. Þingmaður Pírata segir framkomu hans skammarlega. Rætt verður við hann í kvöldfréttum á Stöð 2. 

Innlent

„Nýr og breyttur veru­leiki sem við ætlum að lifa með“

Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 

Innlent

„Tel ekki til­efni til að svara þessari Facebook færslu sér­stak­lega“

Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn.

Innlent

Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgar­nesi

Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður á þrítugsaldri er alvarlega særður eftir að hann var stunginn í búkinn í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Mennirnir eru ekki taldir tengjast. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Innlent

Í lífs­hættu eftir tilefnislausa stunguárás

Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós.

Innlent

Breiðfylkingin og SA funda hjá ríkis­sátta­semjara

Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman til fundar klukkan 11 til að ræða um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Klukkan 13 fundar samninganefndin með SA hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru komnar í uppnám, og líklegt þykir að deilunni verði formlega vísað til ríkissáttsemjara. 

Innlent

Hlýrra í dag en kólnar á ný á morgun

Hlýrra verður á landinu í dag en undanfarna daga og hiti í kringum frostmark. Spáð er austan átt, 10-18 metrum á sekúndu sunn­an­til með slyddu eða rign­ingu, en mun hæg­ari norðan­lands og snjó­koma.

Innlent

Unnið með vitund en ekki sátt fjöl­skyldunnar

Troels Uhrbrand Rasmussen dagskrárstjóri Pipeline, kvikmyndafyrirtækisins sem framleiddi þættina A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, þar sem fjallað er um Sigga hakkara svokallaðan, segir margt skjóta skökku við í gagnrýni sem fram hefur komið á þættina og verklagið.

Innlent

Ung­lingur skemmdi lög­reglu­bíl

Þegar lögregluþjónar voru kallaðir til aðstoðar vegna unglingasamkvæmis í Árbæ gærkvöldi var einn unglingur handtekinn, eftir að hann skemmdi lögreglubíl. Í dagbók lögreglu segir að málið verði unnið með barnavernd og forráðamönnum.

Innlent